Tónleikadómur: Miracle Legion í Glasgow
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 20. ágúst, 2016
Aldeilis óvænt
Bandaríska költsveitin Miracle Legion kom saman aftur í ár og hélt tónleika í Glasgow í vikunni. Pistlahöfundur var viðstaddur og barði þessa sveit, sem þú lesandi góður ert mjög líklega að heyra nefnda í fyrsta skipti, augum og eyrum af miklum móð. En hvaða hljómsveit er þetta eiginlega?
Miracle Legion? Það er von þú spyrjir. Hljómsveitin, sem kemur frá New Haven í Bandaríkjunum, vakti athygli árið 1987 fyrir fyrstu breiðskífu sína, Surprise Surprise Surprise (gefin út á hinu virta Rough Trade) og rætt var um arftaka R.E.M. á tímabili. Hún hefur þá haft nokkuð sérstakt gildi fyrir okkur Íslendinga, þar eð Sykurmolarnir tóku upp tvö lög með sveitinni sem Sugar Legion, lög sem er að finna á tólftommu sem út kom 1989. Miracle Legion hvarf svo nokkurn veginn eyrum og sjónum manna en átti þó alltaf nokkuð harðsvíraða aðdáendur. Það sýndi sig vel á heiðrunarplötunni Ciao My Shining Star: The Songs of Mark Mulcahy (2009) en Mulcahy, söngvari og höfuðlagasmiður, hafði misst eiginkonu sína í slysi 2008 og margir þekktir listamenn vildu styðja hann og uppeldi hans á tveimur tvíburadætrum hans. Á meðal þeirra voru Thom Yorke og Michael Stipe, platan tvöföld, og allir ræddu af mikilli virðingu um Mulcahy en samt, enn voru flestir að klóra sér í kollinum yfir því hver þetta væri eiginlega?
Alltént, til að gera langa sögu stutta, loksins gafst tilefni til að leiða sveitina inn í dagsljósið á nýjan leik í ár; stuttur Ameríkutúr er að baki og Evrópa í gangi nú. Ég og bróðir minn pöntuðum okkur óðar miða þegar við sáum að sveitin myndi spila nálægt okkur, í Glasgow þ.e., en þetta er í fyrsta skipti sem við rífum okkur saman tveir í gang fyrir einhverja svona endurkomu. Segir sitthvað um dálætið sem fólk hefur á þessari hljómsveit.
Tónleikastaðurinn góði, Oran Mor, var stappaður af viðlíka sálum og við glottum kankvíslega til sálubræðra og -systra í salnum. Sveitin tók sér svo stöðu og hóf leik, byrjaði að dæla út lögum sem tóku yfir allan ferilinn og var efni nokkuð jafnt skipt. „Storyteller“ og „All for the Best“ fengu tárin til að streyma og vel til fundin lög af Me and Mr. Ray, Drenched og The Backyard glöddu. Um margt sérkennilegir tónleikar, Mulcahy býr yfir afar galgopalegri sviðshegðun sem fékk mig til að velta því alvarlega fyrir mér hvort hann hefði tapað nokkrum blaðsíðum úr sínum fagra haus. Ærslin voru í andstöðu við þær ægifögru smíðar sem hann er þekktur fyrir. Vel var af lögum og Miracle Legion rausnarleg við aðdáendur að því leytinu til. Sveitin var þá nokkuð óþétt á köflum og losarabragur á stundum var ekki alveg að gera sig. Miracle Legion spilar í grunninn melódískt nýbylgjurokk en það er eitthvert „x“ þarna, einhver galdur sem hefur viðhaldið þessum mikla áhuga valins fólks á henni í öll þessi ár. Söngrödd Mulcahy kemur þar m.a. sterk inn.
Við bræður gengum sáttir frá sviðinu og reyndum svo hvað við gátum til að ná mynd af okkur með þeim félögum, Mulcahy og Mr. Ray Neal, gítarleikara. Þær umleitanir báru stórkostlegan árangur. Kvöldið endaði með því að við sátum fjórir saman á barnum og ræddum um alla heima og geima – og kom íslenska tengingin þar að góðum notum. Sá sem einhvern tíma hefur komist í þessa aðstöðu, að setjast niður með átrúnaðargoði og ræða við það eins og hverja aðra manneskju, veit hvað ég er að tala um. Það þurfti að klípa mig ansi hressilega þegar ég gekk hlæjandi frá tónleikastaðnum, enn furðu lostinn.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Glasgow Grænland Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival One Direction post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Svartþungarokk Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- January 2025
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012