„Tónlist er tónlist“ — Bókin: Kitla #2 SKÍMÓ
Ég held áfram að birta „kitlur“ úr væntanlegu greinasafni mínu sem verður dreift um allar koppagrundir af Kongó í haust. Hér tekst ég á við Bítla hins íslenska aldamótapopps, sjálfan Skítamóral. Athugasemd höfundar við greinina er efst og síðan kemur hún sjálf í kjölfarið:
Ég man að þetta var fyrsta alvöru „fréttin“ sem ég flutti úr poppheimum í blaðinu. Ég hafði þá mynd af mér þessa fyrstu haustmánuði að ég yrði hæggengur greinaskrifari, sækti tónlistarmenn heim, drykki með þeim kaffi og velti fyrir mér örlögum heimsins með þeim. En þennan dag var maður orðinn snápur, aflandi fréttar með blóðið á fullu rússi, vitandi að við værum fyrstir með fréttina.
Alltént, við heyrðum af því að Skímó eða Skítamórall, væri hætt en þeir voru einslags Bítlar hins nýja íslenska popps og við vissum að við værum með algjört fréttagull í höndunum. Besta við fréttina var að við náðum að heyra í öllum „aðal“-mönnunum, náðum að landa ígildi fulls húss mætti segja og svo var líka gaman að leika sér með fyrirsögnina og vísa í slagarann fræga. Dramatísk frétt og ég var giska keikur þegar ég fletti blaðinu daginn eftir. Svona All the Presidents Men fílingur í manni…
—
15. nóvember 2000 | Fólk í fréttum | 1060 orð | 1 mynd
Hljómsveitin Skítamórall hættir – í bili
Er Skímó þá farinn?
Hljómsveitin Skítamórall hefur ákveðið að taka sér ótímabundið frí frá og með áramótum. Arnar Eggert Thoroddsen ræddi við meðlimi sveitarinnar, þá Adda Fannar, Einar Ágúst og Gunna Óla vegna þessara óvæntu tíðinda.
ER mér barst þessi stórfrétt varð ég nokkuð hvumsa. Skítamórall, eða Skímó eins og þeir eru oft kallaðir, þurfa t.d. ekki að kvarta undan því að vinsældirnar hafi dalað eða neitt slíkt og allt virtist í góðum gír hjá þeim félögum.
Það skal strax tekið fram að hér er ekki um að ræða neinar sprengingu í herbúðum Móralsmanna, allt er þetta gert í sátt og samlyndi. Rokkbransinn er slítandi og svo sem ekkert nýmæli að menn gerist honum fráhverfir eftir lýjandi langtímahjakk. Ég sló á þráðinn til heiðursmannanna þriggja og ræddi við þá hvern og einn um þessi tímamót í sögu sveitarinnar.
Adda saga Fannars
“Hljómsveitin hætt,” segir Addi snöggt hinum megin á línunni.
Og ekkert grín með það?
“Nei, nei. Hún er sem sagt hætt frá og með áramótum.”
Ástæður?
“Þær eru svona af ýmsum toga. Menn eru bara orðnir þreyttir.”
Hvernig líst þér á þetta?
“Mér finnst þetta nú bara allt í lagi. Við erum búnir að vera í mikilli keyrslu í rúm þrjú ár, það hefur ekki verið tími fyrir neitt annað. Maður hefur verið að spila allar helgar. En það er auðvitað erfitt að hætta einhverju þegar það gengur rosa vel. Það er alltaf húsfyllir og það er ekki eins og þetta sé að daprast eitthvað.
En þetta verður kannski til þess að við keyrum okkur ekki alveg út og gerir okkur kleift að koma kannski saman seinna. Sem við allir höfum í hyggju að gera. Hún er hætt í bili, komin í frí, en við vitum ekkert hversu lengi.”
Er þetta í illu?
“Nei, nei, nei, nei. Menn eru bara með ýmsar hugmyndir um hvað þeir vilja gera. Nám hefur setið á hakanum og svona. Við erum nú ekki mjög gamlir þannig að við eigum ansi mikið inni. Þetta er svo sem enginn heimsendir. En þetta er samt mjög erfitt og kemur mörgum mjög á óvart. Þetta er auðvitað barnið manns.”
Er enginn tónlistarlegur ágreiningur?
“Nei, það er nú ekki málið. Menn eru alls ekki orðnir þreyttir á að spila beint heldur bara á öllu sem er í kringum þetta. Bransinn er mjög lýjandi og fer oft á tíðum mjög illa í menn bæði andlega og líkamlega. Það er nú aðallega það, að geta losað sig úr þeirri hringiðu.”
Hvað ætlar þú að gera núna?
“Ég ætla bara að fara í eitthvað allt annað. Ég ætla að snúa mér að einhverju allt öðru en að vera poppstjarna.”
Gunna saga Óla
“Nei, nei, nei, nei,” segir Gunni, aðspurður hvort allt sé í hálofti. “Menn leystu þetta í mesta bróðerni.”
Hverjar eru svona helstu ástæðurnar?
“Helstu ástæðurnar liggja kannski helst í því að menn vilja fara að prufa eitthvað nýtt. Það er kominn þreyta í mannskapinn, ekki okkar á milli heldur bara á þessu batteríi að vera búnir að keyra núna á fullu síðastliðin þrjú ár. Ef það er einhvern tíma tækifæri til að prufa eitthvað nýtt er það best núna, við erum enn ungir menn og ef Mórallinn kemur aftur saman eftir eitt ár, tvö ár þá erum við enn í blóma lífsins.”
Það er enginn tónlistarlegur ágreiningur?
“Ekkert sem orsakaði að við ákváðum að taka fríið. Það eru auðvitað misjafnar stefnur innan bandsins, ég meina einn hlustar á þetta og annar á hitt. En það hefur virkað ágætlega hingað til að samræma það saman í eitt.”
Þannig að þú skýtur ekki loku fyrir það að þið eigið eftir að koma saman aftur einhvern tíma?
“Nei, alls ekki. Enda er þetta bara óákveðinn tími sem fer í frí. Bandið er ekkert að hætta, við erum að fara í “pásu” í bili og pásurnar geta staðið allt frá tuttugu mínútum upp í fjörutíu (hlær).
Hvað hefur þú svo í hyggju á næstunni?
“Ég ætla nú bara að bíða fram að áramótum og láta það síðan ráðast. Það verður allavega eitthvað tónlistarlegs eðlis. Þetta er það sem ég lifi fyrir.”
Einars saga Ágústs
“Ég er ofboðslega ánægður með þessa ákvörðun,” segir Einar Ágúst. “Þungu fargi af mér létt. Mér finnst vera komið nóg í bili og við komumst að því, við félagarnir, að það væri búið að selja batteríið eins langt og hægt væri. Maður kemst ekkert mikið lengra í þessum popparabransa á Íslandi. Ég er sjálfur búinn að vera pæla í því lengi að gera plötu sjálfur, bara til þess að marka mín spor sem söngvari á Íslandi. Maður er alltaf að reyna að gera sig ódauðlegan á einn eða annan hátt. Mér finnst gott að geta gengið frá sveitinni eins og staðan er í dag, stoltur, og geta þá gengið að henni aftur síðar í stað þess að halda áfram og draga það niður í eitthvað svað.”
Þannig að þið útilokið ekkert að þið eigið eftir að koma saman á nýjan leik?
“Nei, ég hélt að við værum bara að fara í minnst árs frí. Ég myndi segja að það væri óráð að Skítamórall myndi ekki koma saman aftur eftir langt og gott frí.”
Það er sem sagt enginn “skítamórall” í gangi?
“Nei, nei, nei, nei. Þessi hljómsveit hefur alltaf verið mjög samheldin í þessu poppbulli. Hópurinn hefur alltaf verið með ákveðna stefnu, það að gera gott popp, en núna upp á síðkastið hafa menn verið að þroskast í sínar áttir. Sumir vilja fara í skóla og sumir vilja fara að gera öðruvísi tónlist.”
Er það bransinn sem er svona þreytandi?
“Já, þetta er náttúrulega svo ofboðslega andlega og líkamlega slítandi bransi. Maður fær alveg gríðarlega mikla næringu út úr því að spila á tónleikum en þessa næringu færðu ofboðslega lítið út úr þessum ferðalögum og því að spila endalaust fyrir fólk sem hefur kannski varla ráð né rænu í að fylgjast með því sem þú ert að gera. Þar færðu ofboðslega lítið til baka.”
Hvernig finnst þér hljómsveitin hafa þróast á undanförnum þremur árum?
“Það sem mér hefur þótt einkenna hljómsveitina er að menn hafa ekki verið að reyna að búa til neitt annað en íslenskt popp. Það hefur náð að halda sér, við höfum hvorki svikið sjálfa okkur né hlustendur. Og með því að spila svona tónlist sem margurinn vill höfum við getað lifað á þessu.”
Ykkur hefur aldrei þótt þið knúnir til að búa til “dýpri” tónlist?
“Nei, nei,nei,nei, Guð hjálpi mér! Ég hef til dæmis gaman af öllum tegundum tónlistar en ég hef hins vegar aldrei haft þörf til að búa til neitt annað en þetta.
Mér finnst tónlist vera tungumál sálarinnar og ef hún er að reyna að segja eitthvað annað, ef hún er að bulla, er í einhverri reiði eða það er eitthvað kjaftæði í gangi þá bara finnst mér það ekki vera tónlist.”
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland HAM Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Sóley Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist Valgeir Sigurðsson íslenskur plötudómurUmræðan
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
- RPLA on Rýnt í: Kynjahalla í dægurtónlist
Safn
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012