Tónlistarblaðamennska: Rusl eða gott rokk?
[Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 18. ágúst]
Slagsmál, ofbeldi, taugaáföll!
• Innbyggð skekkja einkennir bresku tónlistarpressuna
• Rasssíðir karlar með Dylan og Bítlana á heilanum stýra málum
Nei, þetta eru ekki fyrirsagnir frétta um útihátíðir, uppþot eða styrjaldir heldur hefðbundnar fyrirsagnir úr bresku tónlistarpressunni. Og þá ekki bara þeirri sem er farin að hallast að gulri tónlistarpressu ( með NME í broddi fylkingar) heldur líka þeirri sem leynt og ljóst starfar að „vandaðri“ miðlun frétta og greininga úr heimi dægurtónlistarinnar en þar ber fremst að telja mánaðarritin Mojo og Uncut.
Myrkur
Ég var að fletta Mojo, sem er einna best þessara blaða um daginn, og fann þá fyrir óvæntri þreytu. Ég er algjör „sucker“ fyrir þessum blöðum, les þau ávallt af áfergju þrátt fyrir að ég sé orðinn meira og meira meðvitaður um hversu skammt þau í raun og veru ná. Þetta tiltekna blað var sosum ekkert verra en önnur Mojo-blöð en það var einhver stöðnun þarna sem varð allt í einu ljósari fyrir mér en áður. Eigum við að byrja niðurrifið? (hér má koma broskall, eða kannski „blikka með öðru auganu“ kall).
Mojo, Uncut, Q og aðrir minni spámenn flytja okkur skekktar fréttir af tónlistinni, eitthvað sem virðist óhjákvæmilega byggt inn í kerfið. Því að ef einhver á að kaupa blöðin og lesa þau þá verða þau að vera spennandi, rétt? Fólk á fyrsta farrými til helvítis, eins og Amy Winehouse og Pete Doherty, eru því himnasending til ritstjóranna en ef ekkert slíkt er að hafa þá er það einfaldlega búið til. ABBA komust einu sinni á forsíðu Mojo og þá var útgangspunkturinn drama, skilnaður, samstarfserfiðleikar og hin „myrka“ ára sveitarinnar sem er langt í frá einkennandi fyrir það ágæta band (þó að myrkrið hafi leikið um það í blálokin). Ef stjörnur morgundagsins eru að gefa út sína aðra plötu er undantekningarlaust talað um að platan hafi nánast ekki komist í höfn, sveitin hafi næstum því hætt á tímabilinu o.s.frv. Ef það ætti að taka skrifunum sem kórréttum þá er það svo gott sem uppáskrift á taugaáfall að spila á bassa í annarrar deildar rokkbandi í Englandi. Er maður talar við íslensk bönd eru lýsingarnar á plötuupptökum alla jafna hófstilltar, fólk byrjar einfaldlega að taka upp plötur og klárar þær svo. Án uppsprengds drama.
Draumar
Til að selja bresku blöðin þarf síðan nöfn. Það er ástæðan fyrir því að á forsíðunum er alltaf sama fólkið. Dylan, Bítlar, Bowie, Pink Floyd, Led Zeppelin. Svo fer þetta annan hring. Þetta veldur því að allar plötur þessara aðila eru orðin meistaraverk, þó þær séu það ekki endilega. Þegar það er búið að fjalla um hversu mikil meistaraverk Sgt. Pepper, Hvíta platan og Abbey Road eru í tíunda skipti er sjónum beint að því hversu vanmetin Beatles for Sale sé. Hún sé jafnvel „hið myrka“ verk Bítlanna og meðlimir hafi fengið taugaáfall þegar þeir tóku hana upp. Ég yrði fyrstur manna til að hlaupa til og kaupa það blað. Þeir hafa tak á mér – eins og svo mörgum öðrum. Yfirmenn blaðanna vita nefnilega vel hvað þeir eru að gera.
Krafan um að fylla þessi blöð mánaðarlega af einhverju bitastæðu hefur þá líka valdið því að „týndum meistaraverkum“ fjölgar sífellt, plötur sem enginn vissi að voru til eða þóttu miðlungsverk á sínum tíma eru tosuð upp og mærð eins og enginn sé morgundagurinn. Ofnotkun risanafnanna hér á undan hefur þá valdið því að annars flokks sveitir, og listamenn, eru farnar að fá yfirhalningu sem þær hefðu ekki getað látið sig dreyma um hér áður fyrr.
Við
Blöðin eru þá karllæg með eindæmum og er Uncut þar einna verst. Táfýlan af nýlegu blaði var með miklum ólíkindum, endalausar greinar um Springsteen, Dylan, Petty, Neil Young, Joe Strummer o.s.frv.
Jebbs, allt þetta segir kannski mest um hverjir fara með völdin á þessum bæjum frekar en að þeir séu að endurspegla nákvæmlega það sem er að gerast í dægurtónlist samtímans (eitthvað sem blöðin láta a.m.k. í veðri vaka að þau séu að gera). Málið er að hinn dæmigerði Mojo-lesandi vill frekar lesa um Neil Young í tíunda skiptið en að fræðast um nýjustu strauma og stefnur. Við ráðum þessu þegar öllu er á botninn hvolft.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Glasgow Grænland Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival One Direction post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Svartþungarokk Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- January 2025
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012