…hugsaði ég þegar ég fór út að hlaupa áðan með The Eye (1984) í eyrunum.  Stundum finnst mér eins og þessi magnaða sveit eigi aðeins meira skilið en költ-status og vera getið í framhjáhlaupi þegar farið er yfir feril Bjarkar.

Tónlistin á þessari plötu hljómar á köflum eins og nokkurs konar framhald af hljóðheimi Þeysarana, enda Sigtryggur á trommum og Guðlaugur Óttarsson, Godchrist, á gítar. Söngvararnir tveir koma svo með ansi mikið að þessu súbergrúbbuborði. Drunginn og þetta dulræna er á fullu svingi, þetta er brjálæðislega artí en mér finnst þetta langt í frá tilgerðarlegt. Mætti kalla þetta tormelt? Ég veit ekki, spurning kannski um hvaðan þú ert að koma. Og eitt, hvernig er eiginlega hægt að lýsa þessu ótrúlega gítarhljóði í orðum.

Hvað segir fólkið? Hvernig er með tímasetningarnar á þessu, kom þetta út fullseint í síðpönkslegu tilliti? Og hvað með næstu plötu? Og hvernig er þetta í samanburði við fyrri tíma efni meðlima og seinni tíma efni, Sykurmola, Björk o.s.frv.?

 

Tagged with: