Rauðasandur Festival 6.- 8. júlí
Þættinum hefur borist bréf. Björn Þór Björnsson, betur þekktur sem Bobby Breiðholt, er ásamt að öðrum að standa að skemmtilegri tónlistarhátíð á þeim merka og sögufræga stað Rauðasandi. Ég eftirlæt Bobby orðið:
“Rauðasandur Festival 2012 6.-8. júlíLAY LOW – PRINSPÓLÓ – SNORRI HELGASON – YLJA – MYRRA RÓS – LOW ROAR (US) – ÁSGEIR TRAUSTI – LOVELY LION – JOHNNY STRONGHANDS – JEFFERSON HAMER (US) – SMÁRI TARFUR ofl
Rauðasandur Festival er lítil tónlistarhátíð í náttúruperlunni Rauðasandi á Vestfjörðum. Við leggjum áherslu á country, blues, folk og aðra órafmagnaða tónlist. Gestir eru á tjaldsvæði og tónleikarnir eru í gamalli hlöðu á bænum Melanesi.
Það er margt fleira að gerast en tónleikarnir. T.d. brenna, yoga á sandinum, sandkastalakeppni, göngu- og bátsferðir (selirnir liggja þarna í hrúgum) og allskonar leikir og fjör. Rauðasandur er fjölskylduvæn hátíð.
Ætlunin er að þetta sé litla hátíðin þar sem fólk getur skemmt sér í rólegheitunum í stórkostlegri náttúru.
Miðasalan: http://midi.is/Læk á facebook: http://www.facebook.
Stutt myndband um hátíðina í fyrra: http://www.youtube.com/watch?v=u_s8f60DUX4&feature=youtu.be