Rýnt í: Kvikmyndatónlist Hildar Guðnadóttur
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 7. júlí, 2018
Tónspor Hildar
Kvikmyndatónlist Hildar Guðnadóttur hefur vakið athygli að undanförnu en nýverið kom út tónlist hennar við Mary Magdalene og Sicario 2.
Hildur Guðnadóttir á langan og giska litskrúðugan feril að baki í tónlistinni. Ég man fyrst eftir henni í nýrokksveitinni Woofer, hún lék þá seinna með Rúnk og hefur þá spilað með múm. Árið 2006 gaf hún út plötuna Mount A sem Lost in Hildurness og upp úr því fóru að koma út fleiri sólóverk – ásamt því að hún fór að vinna með mektarsveitum á borð við Throbbing Gristle, Pan Sonic, Animal Collective og Sunn O))) svo fátt eitt sé nefnt. Hún hefur þá samið mikið af tónlist fyrir stutt- og heimildarmyndir og samstarf hennar við Jóhann heitinn Jóhannsson var þá mikið og ríkt. Undanfarin ár hefur svo hlaupið allverulega á snærið hjá henni. Hún á t.d. tónlistina í heimildarmyndinni Strong Island (2017), sem fjallar um þeldökkan mann sem var myrtur án þess að morðinginn þyrfti að svara til saka. Hildur vann tónlistina náið með leikstjóranum, bróður þess myrta, þegar Black Lives Matter hreyfingin var á gríðarsiglingu. Myndin var tilnefnd til Óskarsverðlauna, vann til verðlauna á Sundance-hátíðinni og hefur fengið fjöldann allan af öðrum verðlaunum. Tónlist eftir Hildi heyrist þá í þáttunum vinsælu Handmaid‘s Tale.
Púðrið í þessari grein spara ég þó fyrir tvær nýlegar kvikmyndir, báðar ættaðar úr draumaverksmiðjunni Hollywod, hvar Hildur semur tónlist og langar mig að fara aðeins í saumana á þeim. Í Mary Magdalene (Rooney Mara, Joaquin Phoenix, Chiwetel Ejiofor) semur hún tónlistina ásamt Jóhanni Jóhannssyni en í myndinni Sicario 2: Soldado, á hún tónlistina ein (en Jóhann samdi tónlistina fyrir fyrri myndina, Sicario, og fékk mikið lof fyrir).
Tónlistin við Mary Magdalene er falleg, það verður bara að segjast. En líka hrikaleg (í skilningnum hrollvekjandi). Ljós og skuggar takast á; blæbrigðarík, sefandi fegurðarstef víkja skyndilega fyrir ógnvekjandi drunum og kalt vatn rennur ógnarhratt milli skinns og hörunds. Maður heyrir í Jóa í opnunarstefinu, „Cana“ (nú komst ég við) og hann er þarna á milli hljóðrásanna. Myndin er smekklega staðfærð, tónlistarlega og bjöllur og sálmastef dýrka upp miðaldarlegar stemmur. „The Goats“ er ekkert minna en djöfullegt á meðan „Resurrection“ lokar verkinu fallega (og kallast á við leiðarstefið í „The Mustard Seed“). Tónlistin við Soldado er verklegri og fylgir línunni sem sett var í fyrri myndinni meira og minna. Þessi „varfærnislega stríðstónlist“ sem Jóhann var beðinn um þar æðir áfram; beljandi hávaði og ógnvekjandi slagverk lemur okkur áfram, innan um draugalegar, hvassar stemmur. Soldado er til muna grimmari en Sicario og það er eins og Hildur sé að bregðast við því. Tónlistin er straumlínulagaðri, naumhyggjulegri og blátt áfram harðari.
Hildur er þá með mörg járn í eldinum að vanda, eitt af næstu verkefnum hennar er t.d. tónlist fyrir örþáttaröð um Chernobyl-slysið.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland HAM Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Sóley Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist Valgeir Sigurðsson íslenskur plötudómurUmræðan
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
- RPLA on Rýnt í: Kynjahalla í dægurtónlist
Safn
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012