homepage_large.9ee25a14
Í gær birtist dómur eftir mig í Morgunblaðinu um nýju Bjarkarplötuna. Á föstudaginn var ítarleg úttekt í Víðsjá. Ég hef ekki séð neitt mat lagt á plötuna annars staðar. Endilega látið mig vita, ef eitthvað hefur farið fram hjá mér.

Miðað við virknina í tónlistarlífinu hérna heima, áhugann etc.., finnst mér vöntun á slíku hið undarlegasta mál. Sérstaklega í ljósi þess að fljótt er hægt að bregðast við á tækniöld og ekki vantar vitneskjuna hér eða skriffærnina. Nú erum við með, auk þess sem ég nefndi í upphafi; DV, Fréttablaðið og Fréttatímann og allir miðlarnir með vefsíður eðlilega. Kjarninn og Nútíminn eru í gangi (og Stundin brátt) og svo eru tónlistarvefsíður eins og Rjóminn, straum.is og albumm.is. Blær og Kvennablaðið. Og og og … hýsingaraðila vantar ekki.

Mér liggur við að segja að þögnin sé ærandi. Endalaust er skrifað um bankamál sem enginn skilur og enginn hefur áhuga á, rýnt er af krafti í íþróttirnar og lagt mat á stöðuna allan sólarhringinn þar. En ekki í þessu tilfelli. Er mikilvægasti tónlistarmaður Íslands fyrr og síðar gefur út nýja plötu, sem er ekkert venjuleg þar að auki (sjá ERLENDA dóma), eru landar hennar, sem búa yfir mikilvægu innsæi í list Bjarkar, ekki að bregðast við.

Ég er ekki að tala um fréttir af plötunni. Og ég hef átt gefandi skoðanaskipti um plötuna hér á Fésinu, bæði á veggnum mínum og í sértækum tónlistargrúbbum en það er ekki heldur það sem ég er að tala um. Það eitt og sér nægir ekki. Ég er að tala um dóma/pistla/greiningu, þar sem stigið er fram og gagnrýnið mat lagt á gripinn. Og þetta þarf ekkert að vera langhundur eður torf. Bara rökstuddar skoðanir, í e-u formi.

Er hægt að kenna smæð landsins um í þessu tilfelli? Varla, því að smæðina tiltökum við gjarnan til að hampa því hversu æðisleg við séum! Mér þætti vænt um ef einhver gæti hjálpað mér hérna. Því að ég skil þetta ekki. Er virkilega ekki vettvangur fyrir menningarrýna að stíga fram og taka púlsinn á svona viðburði, eins og öðrum? Ég kalla eftir meiri grósku, meiri skrifum og meiri virkni hvað þetta varðar. Að þetta fólk sýni af sér sama dugnaðinn og listamennirnir sjálfir.

Tagged with:
 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Set your Twitter account name in your settings to use the TwitterBar Section.
Follow

Get every new post on this blog delivered to your Inbox.

Join other followers: