Plötudómur: Björk – Vulnicura
Dómurinn var skrifaður fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 24. janúar, 2015
Sárin grædd
Björk – Vulnicura
*****
Tónlistina semur Björk en Arca tekur þátt í gerð tveggja laga og Spaces gerð eins. Texta á Björk en Oddný Eir Ævarsdóttir á þátt í einum („Atom Dance“). Björk stjórnar upptöku allra níu laganna, Arca kemur að sjö þeirra og The Haxan Cloak að einu. Antony Hegarty syngur sem gestur í „Atom Dance“. Smekkleysa/One Little Indian gefur út, 2015.
Nýrri plötu Bjarkar, Vulnicura, var lekið á netið síðasta sunnudag en formlegur útgáfudagur átti að vera í mars næstkomandi. Björk og hennar fólk brugðust skjótt við og platan kom út, löglega, á þriðjudaginn fyrir tilstilli iTunes. Síðustu daga hef ég verið marineraður í plötunni og í fyrradag fékk ég beiðni um þennan dóm. Ég og hún tókum okkur því klukkutíma langan göngutúr í skosku froststillunni þar sem við fórum vandlega yfir málin.
Þetta er engin venjuleg plata og ekki beint til þess fallin að gára í bakgrunninum. Ef það á að njóta hennar, eða öllu heldur upplifa hana, almennilega þarf bæði orku og athygli. Platan er uppgjör Bjarkar við sambandsslit hennar og Matthews Barneys og hún leggur öll spilin á borðið. Allar þessar tilfinningar sem við könnumst við í slíku ferli; ráðaleysið, vonin, afneitunin, sárindin, allar þessar órökréttu og yfirþyrmandi tilfinningar eru þarna, í tónlist bæði og textum. Hún hellir viðstöðulaust úr hjartanu í tæpan klukkutíma þannig að, nei, „njóta“ lýsir ekki beint þeim tilfinningarússibana sem hér um ræðir. Þar sem ég gekk eftir síkinu í hverfinu mínu, í köldum andvara en með bjartan heiðskíran himin fyrir ofan mig og tilraunir Bjarkar til að skilja það sem hún var að ganga í gegnum í eyrunum, hristist ég reglulega til innra með mér. Þetta er einstaklega áhrifaríkt verk og Björk tekst að lýsa þjáningu, sem svo margir geta tengt við, á ótrúlega næman hátt. Þetta er það „satt“ og einlægt að hlustandinn er afvopnaður, hugrekkið sem fylgir því að gera svona – eitthvað sem hún varð greinilega að gera, hér er ekkert útreiknað – byggir undir fágæta reisn. Platan er á víxl falleg, stingandi sársaukafull, myrk og á stundum vonbjört en alltaf er hún sönn, væmni eða yfirkeyrslu er ekki fyrir að fara. Meistaraverk Joni Mitchell, Blue, kemur óneitanlega upp í hugann í þessu samhengi.
Okkur er hent inn í þetta „ástand“ strax í opnunarlaginu. „Stonemilker“ ber með sér undurfagra strengi en það er líka eitthvað að, það er skuggi yfir. Björk syngur hálfhvíslandi, hún er róleg og varfærin, en allt er sagt með hnausþykkum, glerhörðum íslenskum hreim, nokkuð sem er greinilega meðvitað (r-in rrrrrrrrúlla af tungunni). Þetta kemur glæsilega út, stolti Íslendingurinn sem Björk er staðsetur sig sem slíkan. Þegar allt er á tjá og tundri sækir maður í öryggið, maður hugsar heim. Í næstu lögum heldur hún áfram að greiða úr flækjunni, hægt en örugglega. Í bæklingi eru lögin meira að segja tímamerkt, „9 months before“, „5 months before“ o.s.frv. Allt er mjög nakið og strípað, textarnir eru hreinskiptnir og einfaldir og í mögnuðu viðtali sem hún átti við Pitchfork-tónlistarmiðilinn nýlega viðurkennir hún að sér finnist þeir unglingslegir. En í því felst styrkur þeirra. „Maybe, he will come out of this, loving me?“ syngur hún í „Lionsong“ og umkomuleysið er slíkt að mann langar til að stíga inn í lagið og taka utan um hana.
Tónlistin á plötunni er eintóna, hægstreym og naumhyggjuleg og situr aftan við rödd Bjarkar. Strengir eru einkennandi en rafhljóð ýmiss konar einnig. Hljóðheimurinn styður smekklega við lagauppbygginguna, þrengir sér aldrei inn eða skyggir á framvinduna. Björk og hennar fólk vinna gagngert með þögnina/lágtíðnina og hún hefur ríkan skilning á því hvernig minna getur verið meira og á völdum köflum hreinlega spennuvaldur. Tónlist Marks Hollis og Talk Talk og síðustu verk Scotts Walkers eru á viðlíka rófi. Þegar á líður verða lögin eilítið harðari, eins og listamaðurinn sé að skríða saman, átta sig á því að hann er kominn í gegnum þetta, hann er á lífi. Stöku ljósgeislar brjótast í gegn.
Vulnicura (Vulni-cura, að græða eitthvað sem er búið að vera viðkvæmt) er eins ólík síðustu plötu, Biophilia, og hugsast getur. Þar var allt undir í alheimslegum skilningi, Björk var að velta fyrir sér tengingu náttúrunnar, menntunar og vísinda. Sú plata er „út á við“. Vulnicura er hins vegar öll „inn á við“ og ég man ekki í fljótu bragði eftir plötu sem hefur tekist á við svona lagað á jafnmagnþrunginn hátt. Hér höfum við listamann sem er fullkomlega trúr köllun sinni og notar það sem honum var gefið til að vinna sig út úr áfalli. Það er verið að hreinsa upp, græða sár og Björk fer í gegnum þetta ferli með opin augu og eyru, tekur inn hörmungarnar og hamingjuna (sem er alltaf þarna einhvers staðar, þó að við komum ekki auga á hana þegar við erum í holunni).
Um leið er platan í raun óður til tónlistarinnar sem slíkrar, hvernig hún er stundum það eina sem bjargar fólki, skilur raunverulega á milli lífs og dauða. Í áðurnefndu viðtali talar Björk einmitt um þetta, að tónlistin sé raunverulega það eina sem geti bjargað í ömurlegum aðstæðum og það hafi hún sannarlega gert í þessu tilfelli.
Björk býr yfir sjaldgæfri snilligáfu en sjaldan hefur hún beitt henni á jafnáhrifaríkan hátt og hér. Vulnicura er þrekvirki og maður hristir hreinlega hausinn yfir því hvernig hún fer að því að halda uppi þessum gæðastaðli ár eftir ár. Og hann hækkar meira að segja þegar veröldin splundrast. Algerlega ótrúlegt.
Arnar Eggert Thoroddsen
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bryan Ferry Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland Gyða Valtýsdóttir Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skrapt Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
- RPLA on Rýnt í: Kynjahalla í dægurtónlist
Safn
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012