Courtney Barnett: Hversdagsnýbylgja
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 18. apríl, 2015
Söngur um lífið
• Tónlistarkonan Courtney Barnett vekur athygli
• Glúrið og ofureinlægt götuskáld frá Ástralíu
Courtney Barnett vakti fyrst athygli þegar platan The Double EP: A Sea Of Split Peas, kom út 2013. Um var að ræða tvær stuttskífur sem höfðu komið út nokkru áður í heimalandi hennar Ástralíu en með því að samræma þær í eina breiðskífu ef svo má segja fóru miðlarnir loksins í gang, breiðskífumiðaðir sem þeir eru jafnan. Ekki spillti fyrir að Barnett hélt um það leyti umtalaða tónleika á CMJ og SXSW-tónlistarhátíðunum í Bandaríkjunum og boltinn fór að rúlla fyrir alvöru eftir það. Barnett, sem hafði aldrei ferðast út fyrir Ástralíu, var allt í einu farin að troða upp í London, gefa viðtöl við The New York Times og syngja með Billy Bragg.
Heillandi
En hvað er það sem heillar? Hvað er það sem er að æsa bransann svona? Barnett er launsjarmerandi getum við sagt, kemur til dyranna eins og hún er klædd, á uppstilltum myndum horfir hún út í loftið og togar feimnislega í hárið á sér, í gallabuxum og hvítum bol. Það er yfir henni hangsara-ára, hugurinn leitar ósjálfrátt að upphafi tíunda áratugarins, kannski svipað og með vinsælar andhetjur samtímans eins og Kurt Vile og Mac DeMarco. Það er nákvæmlega ekkert glys í kringum þetta fólk, það lítur út eins og ráðvilltir fyrsta árs háskólanemar.Tónlist Barnett er þó öllu hrárri en þeirra sem ég nefni hér og það er fyrst og fremst hún sem hefur verið að hreyfa við fólki. Einkanlega þá textarnir. Tónlistin eru rafmagnaðar söngvaskáldasmíðar, jú minna á lágfitslegt (e. „lo-fi“) hjakk misþekktra nýrokkssveita frá hangsara-áratugnum en þær mynda fyrst og síðast ramma utan um hversdagsskáldskap Barnett sem er oft og tíðum snilldarlega ígrundaður. Hér er tengt við upplifanir sem allir þekkja og geta tengt við, eitt lagið fjallar um sjónvarpið hennar sem hefur verið bilað í fjögur ár þar sem hún hefur aldrei nennt að gera við það, annað um húsrölt ásamt ýkjuhneigðum fasteignasala og í einu þeirra segir: „The paramedic thinks I’m clever cos I play guitar/ I think she’s clever cos she stops people dying.“ Mér varð hugsað til Daniel Johnston í þessu samhengi og einhvers sem hægt væri að kalla ægi-hreinskilni. Jonathan Richman hefur þá verið nefndur og einnig Stephen Malkmus. Sjálf hefur hún talað um Lemonheads. Allt á þetta við.
Stokkið
Rolling Stone, The Independent, Guardian…að ekki sé minnst á smærri og sérhæfðari tónlistarmiðla. Allir eru þessir aðilar að stökkva á Barnett og fleiri til. Það hljómar klisjulega, en mögulega er æsingurinn vegna þessa jarðbundna – en um leið skáldlega – viðhorfs til umheimsins sem Barnett býr yfir. Hún er að fjalla um eitthvað, er að reyna að skilja atganginn í kringum sig, er að nota tónlistina til að tengjast einhverju raunverulegu. Fyrsta „alvöru“ breiðskífa Barnett, Sometimes I Sit And Think, And Sometimes I Just Sit, kom út í endaðan mars og hefur verið ausin lofi linnulaust síðan. Barnett er, eðlilega og samkvæmt því sem hún boðar, fremur ódramatísk þegar hún er spurð hvernig hún fari að þessu. Þetta sagði hún við Skinny, menningargötublað sem kemur út í Glasgow og Edinborg: „Ef eitthvað kemur upp í hugann og dvelur þar lengur en í tvær sekúndur…þá geri ég ráð fyrir því að það hafi einhverja þýðingu…“ Lítið gefið upp, og það ærir eðlilega mannskapinn!
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland HAM Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Sóley Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist Valgeir Sigurðsson íslenskur plötudómurUmræðan
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
- RPLA on Rýnt í: Kynjahalla í dægurtónlist
Safn
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012