Guns N’ Roses í Laugardalnum, 24. júlí 2018
Ég var aldrei mikill aðdáandi Guns N’ Roses. Og eiginlega ekki aðdáandi yfirleitt. Ég var 13 ára, á fullkomnum aldri semsagt, þegar þeir komu fram en ég var upptekinn við að hlusta á Smiths, My Bloody Valentine, Slayer, Sonic Youth og Joy Division. Já, eiginlega allt annað en Guns (bekkjarsystir mín í grunnskóla sagði með greinanlegum viðbjóði hvernig ég gæti fílað svona væmið grenjulag eins og “The boy with the thorn in his side”. Slash væri hins vegar “algjör sjúklingur” sem ég skildi ekki alveg hvað þýddi þegar ég var 13 ára).
Eins og sést var ég stoltur neðanjarðartónlistarsnobbari. Veröldin var svört og hvít. Guns voru yfirborðskenndir, poppaðir, kellingalegir, glataðir. Þungarokk var það hallærislegasta sem ég vissi (En Slayer voru í góðu bókinni, eins og hjá svo mörgum pönkrottum).
Hins vegar varð ég fljótlega mikill áhugamaður um popp og rokktónlist almennt. Saug það allt í mig og á þessum árum var ekki mögulegt að komast undan Guns. Og þessi mynd sem ég málaði hér í byrjun er ekki alveg kórrétt. Það var t.d. eitthvað við þennan söngvara sem var óneitanlega aðlaðandi. Kraftur, reiði, “skítsama” viðhorf, ástríða. Maður tók eftir honum. Ég fílaði “Paradise City” í botn. En fór ekkert hátt með það. Ég fylgdist grannt með veseninu í kringum Use your Illusion plöturnar. Og “You could be mine” þótti mér flott. Rokkað og nokk sérkennilegt. En ég ætla ekki að tjá mig um “November rain” hér. Höldum okkur á kurteisu nótunum.
Nýverið las ég svo ævisögu bassaleikarans, Duff McKagan. Mögnuð bók sem setti ótrúlegan feril sveitarinnar í gott samhengi. Því þetta er í raun ótrúlegt. Með aðeins eina plötu í farteskinu sem hægt væri að kalla snilldarverk, náði sveitin að gera sig goðsagnakennda, hin algera ROKK-sveit í hugum svo margra. Og þetta trikklar niður kynslóðirnar, enda var 13 ára dóttir mín með í för. Þetta er í fyrsta sinn sem hún biður mig sérstaklega um að taka sig með á tónleika. Augu hennar tindruðu af spenningi þegar hún spurði mig.
Og í gær vorum við komin á svæðið. Alvöru leikvangatónleikar. 25.000 manns c.a. Guns N’ Roses að fara að spila. Þvílík upplifun fyrir 13 ára ungling – og föður hennar líka.
Guns N’ Roses eru í dag það sem kallast “heritage act”, arfleifðarsveit. Það er ekki verið að gera neitt nýtt, og menn eru ekki snargalnir á sviði með allt að vinna og engu að tapa. Sveitir af þessu taginu leika þá tónlist sem fólk vill heyra og hefur aflað þeim þeirrar virðingar sem þær njóta. Í raun ákveðinn vottur við eigin afrek, þar sem afrekin eru borin á borð fyrir okkur, sem berum í raun ábyrgðina á þeirri stöðu sem sveitin er í.
Guns sinntu þessum þáttum af mikilli fagmennsku og heilindum. Fyrir það fyrsta, þriggja og hálfs tíma tónleikar! Mikið örlæti og mér finnst þetta skipta miklu máli. Er bönd spila í eina klst. og korter fer maður venjulega út dálítið sneyptur. Hér var maður vel mettur hins vegar – og farið að leiðast þófið ef eitthvað.
Dagskráin var byggð upp á ansi glúrinn og skipulagðan hátt. Það voru smellir með reglulegu millibili, lög sem fólk nennti varla að hlusta á með reglulegu millibili og svo djamm og gítarsóló inn á milli. Tökulög einnig og vinur minn Duff söng eitt vel valið pönklag með Misfits (inngangsöngurinn var úr “You can’t put your arms around a memory” eftir Johnny Thunders). Þetta voru tónleikar en líka sýning. Risaskjáir með hugvitsamlegri myndvinnslu, flugeldar, hlaup um sviðið og það allt. Til þess gert að skemmta og veita aðdáendum þá þjónustu sem miðaverðið kallar eftir. Við allt var staðið og vel það.
Axl, ólíkindatólið, var í stuði. Brosti, fíflaðist og skaut út þessu óendanlega sjarmerandi púkaglotti sínu. Bara að hann hafi verið “í lagi” hygg ég að hafi létt gríðarlega á mörgum, hvort heldur sveitarmeðlimum eða aðdáendum. Þetta hefði hæglega getað farið í hina áttina. Stemning á sviði var góð og hér komum við að öðru höfuðatriði. Að maður hafi, þó ekki sé nema á tilfinningunni, að menn nenni þessu. Séu að leggja sig fram. Slík var raunin og það gerði upplifunina góða.
Mér finnst alltaf forvitnilegt að rýna í samsetningu áhorfendahópsins. Hér voru rokkhundar af öllum kynslóðum, margir dressaðir upp af tilefninu, í svörtu og með hausklút. En þetta voru ekkert endilega grúskarar eins og ég. Þetta var þversnið, fólkið í landinu, salt jarðar. Lalli smíðakennari sem blastar “Sweet Child O’ Mine” í bílnum á leiðinni í Réttó.
Lög spyrðu? “Welcome to the Jungle” kom snemma og var stórkostlegt. Sönnun á hversu sígilt þetta lag er. Þetta upphaf, maður minn. Lagið mitt, “Paradise City”, lokaði tónleikunum. “Nighttrain” var ofsalegt, rosaleg keyrsla og allt upp á 10 hjá Axl. Mér fannst fallegt þegar föllnum félaga, Chris Cornell, var sýndur heiður með “Black Hole Sun” en hápunkturinn, fyrir mig, var þegar sveitin settist niður, eins og í kringum varðeld, og hentu í “Wichita Lineman”, þá undursamlegu smíð. Og lagið söng Axl okkar eins og engill, af tilfinnanlegri virðingu og ástríðu. Meiriháttar.
Að lokum: Allt utanumhald og framkvæmd var til hreinnar fyrirmyndar. Allt tipp-topp. Fordæmið er komið. Nú má hlaða hvaða þeirri sveit sem fólki hugnast inn í Laugardalinn þannig að sómi sé að. Sjáumst á Springsteen, sumarið 2019.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Glasgow Grænland Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival One Direction post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Svartþungarokk Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- January 2025
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012