Hugsað um Depeche Mode
Ef menn eru af minni kynslóð (fæddur ’74) komast þeir varla undan því að hafa einhverja skoðun á Depeche Mode. Inni á klósetti hjá mér er sérrit frá Mojo, vandað mjög, um tölvupopp eða svuntuþeysarapopp („synth-pop“ eins og breskir kalla það) sem ég er sífellt að glugga í. Ég fæ aldrei nóg af því að lesa um eða hugsa um þennan merka geira tónlistar og ég er sérstaklega forvitinn um frumár stefnunnar, þegar sveitir eins og Ultravox (fyrri tíma þ.e.), Human League (fyrri tíma einnig) og forveri ABC, Vice Versa, voru að fóta sig í kringum ’78-’79.
Depeche Mode er í aðalhlutverki í blaðinu, sagan öll, frá Kraftwerk og fram til vorra tíma hverfist um sveitina. Þetta er eðlilegur útgangspunktur, það er einhvern veginn allt í þessu bandi hvað þessa sögu varðar og í gegnum hana má greina þróun og margbreytilegheit tölvupoppslistarinnar. Að ekki sé talað um dramað sem fylgt hefur sveitinni en það nær á köflum skakspírskum hæðum. Black Celebration er á í þessum töluðu orðum. Hvað segið þið um þetta mál? Hvaða plata er í hæstu hæðum hjá ykkur? Og hvað með þessa þróun undanfarin ár. Eru Gore og félagar úti að skíta?
13 Responses to Hugsað um Depeche Mode
Leave a Reply Cancel reply
This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland HAM Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skrapt Skúli Sverrisson Sóley Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012
Persónulegir Jesúsar…
Eins og þú segir réttilega, það er allt í bandinu! Þegar Josh Davis, aka DJ Shadow var viðstöðulaust í poppressunni í kjölfar útgáfu Endtroducing, mærður alveg í drep, var hann einhverju sinni spurður hvaða plötu hann tæki með sér á eyðieyju ef hann gæti bara tekið eina. "Black Celebration" var svarið. 'Nuff said!
Ég fokking elska Depeche Mode og verð dyggur stuðningsmaður þeirra þar til ég lýk þessari jarðvist. Uppáhalds er klárlega Speak and Spell, en Music for the Masses er í öruggu öðru sæti hjá mér. Seinni tíma plötur eins og Exciter og Playing the Angel eru svo algerlega stórkostlegar og sveitin hefur engu glatað í gæðum og afsakið þetta slæma slangur "awesomeness". a-Ha hafa í seinni tíð komist að hælum DM í téðu "awesomeness" en þeir slá kóngana aldrei út. Ég á 106 orginal útgáfur frá DM, mestmegnis pantað beint frá þeim, eins og singles og DJ white labels, en á eftir Rotting Christ, Slayer og Running Wild, þá er Depeche Mode uppáhalds að eilífu, Amen.
Mælt þú manna heilastur. Er sammála með Speak and Spell, þótt mér finnist bæði A Broken Frame og Construction Time Again allt of vanmetnar, snilldarpunktar á þeim báðum.
Þakka þér og sömuleiðis! Já, það er nefnilega vandamálið við DM að finna uppáhalds. A Broken Frame og Construction Time Again fá báðar mjög há skor hjá mér, enda um pjúr 80's electronic að ræða, eins og Gary Neuman, nema bara af betri plánetu. I just can't get enough…
Mér hefur aldrei verið vel við DM og hallast frekar að Ultravox og fyrstu fjórum breiðskífum OMD sem aðals breska syntha poppsins.
Stórkostlegt band í alla staði ef frá eru teknar fyrsta og (þá sérstaklega) síðasta plata sveitarinnar.Saga svetarinnar merkileg, þróun og skipan. Ég geri mér smá von um að Gore og Gahan skili huggulegri pltöu í lok árs, ef ekki þá…. fokkit, þeir hafa skilað stórkostlegu lífsverki.
Kunningi minn sagði mér að DM hefði stolið öllu frá t.d. Einstürzende Neubauten … ég er ekki frá því að nokkur lög séu hressilega stolin frá téðu bandi (t.d. enjoy the silence). En nú er ég nottla að fremja helgispjöll 😉
Þú ert líka þýskur…. DM stal kannski þessum industrial pælingum en melodian er öll DM
ég held að DM hafi engu stolið. þetta er bara flökkusaga og sjálfsagt lítið eða ekkert á bakvið þetta 😉
80's DM fram að og með Violator er tær snilld. En heróín og gítaranotkun fór alveg með þá. Og hvað er þessi söngvari alltaf að hoppa um ber að ofan? Eigum við ekki bara að klæða okkur aftur í hvítu jakkafötin og vera kúl?
Ég hef aldrei verið sérlega hrifinn af DM. Það hefur jafnan verið frekar óvinsæl skoðun.
Gaman og gott að svona margir nenni að leggja poppfræðilega hönd á plóg hérna! Sá DM úti í Berlín 2006 frekar en 2005. Playing the Angel túrinn. Gore var með vængi á sviðinu. Gahan tók utan um hann í einu laginu… það var eins og það frysi í helvíti þegar hann gerði það. Loftið mátti skera með hníf…þannig leið mér alltént í þessar tvær sekúndur. Tónleikarnir voru ágætir… best var "Enjoy the Silence", þá var sko sungið með…