Hvíl í friði: Daniel Johnston

Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 14. september, 2019.
„Hæ, hvað segir þú gott?“
Tónlistarmaðurinn goðsagnakenndi Daniel Johnston kvaddi þessa jarðvist, 58 ára gamall, í vikunni. Hjartað gaf sig, en þessi einstaki jaðartónlistarmaður átti hins vegar hjörtu svo ótal margra og þannig greindu helstu meginstraumsmiðlar frá andláti hans. En hver var þessi sérstæði tónlistarmaður?
Máttur tónlistarinnar getur verið mikill. Fólk hvaðanæva úr heiminum getur sameinast í skilningi á því að, jú, þetta lag er fallegt, ástríðufullt og tært. Tárin falla, hvort heldur í Simbabve eða á Sauðárkróki. Daniel Johnston, bandarískur utangarðstónlistarmaður („outsider artist“) hafði þetta á valdi sínu. Tónlist hans þykir svo einlæg, fegurðin svo óheft og náttúruleg að það er erfitt að hrífast ekki með. Þetta stælaleysi hitti Kurt heitinn Cobain t.a.m. í hjartastað á sínum tíma og eftir að dánartilkynningin barst nú á miðvikudaginn hafa tónlistarmenn á borð við Glen Hansard og Beck vottað virðingu sína. En líka fólk úr öðrum geirum og þannig hafa Elijah Wood og Judd Apatow t.d. stigið fram sem aðdáendur.
Tónlistarkonan Zola Jesus segir á tístreikningi sínum: „Ég mun aldrei ná að lýsa nógsamlega vel hversu rík áhrif Daniels voru á mig sem tónlistarmann. Hreinleikinn sem hann bar með sér hvatti mig til að fylgja hjartanu í minni sköpun, sama hversu einföld eða „ófullkomin“ hún væri.“
Þrátt fyrir daglegar orrustur Johnstons við geðhvarfasýki mestan hluta ævi sinnar átti hann alltaf aðdáendur vísa og orðspor Johnstons byggist ekki á meðaumkun eða fyrirgreiðslu. Tónlist hans, sem hann dældi út allar götur síðan 1980 í umtalsverðu magni og mest á kassettum, heillaði fólk sökum einlægrar tjáningar og fallegra, þekkilegra melódía. Sum lögin slúta hálfpartinn yfir vögguvísusvæðinu og lagatitlar eins og „I Am A Baby (In My Universe)“, „Since I Lost My Tooth“ og „Don’t Be Scared“ bera viðkvæmnislegum, barnslegum huga vitni. Johnston varð að því sem kallað er „költ-fígúra“ um miðjan níunda áratuginn og neðanjarðarrokkstjörnur eins og Sonic Youth, Yo La Tengo og Kurt Cobain áttu eftir að taka hann upp á arma sína og tryggðu honum þar með ákveðið brautargengi í músíkkreðsum.
Árið 2005 kom út heimildarmyndin The Devil and Mr. Johnston. Hún fjallar um ævi Johnstons og vakti mikla athygli. Það er ótrúlegt að fylgjast með þróun og þroska Johnstons. Í æsku og á unglingsárum var sköpunargleðin hamslaus; hann teiknaði, bjó til bíómyndir og samdi lög á gítar og píanó allan liðlangan daginn, alla daga. Johnston fór svo að fikta við LSD upp úr tvítugu og viðkvæm sálin fékk á sig stórt högg. Hann fékk djöfulinn á heilann og var settur á stofnun og var inn og út af þeim upp frá því.
Fyrirsögn greinarinnar vísar í líkast til þekktustu afurð Johnstons. Það var í september 1992 sem Kurt Cobain, leiðtogi Nirvana og umtalaðasta rokkstjarna heims á þeim tíma, mætti á MTV-verðlaunin í hvítum T-bol. Á honum var umslagið á kassettu Johnstons, Hi, How Are You, frá 1983. Cobain kom fram í bolnum í margar vikur á eftir og til er fjöldi ljósmynda af Cobain, íklæddum honum. Þessi einfalda gjörð Cobains, að klæðast uppáhaldsbol, varð til þess að áhugi á Johnston óx gríðarlega á tíunda áratugnum. Við Íslendingar vorum þá svo heppin að fá hann í heimsókn, en hann lék á eftirminnilegum tónleikum í Fríkirkjunni árið 2013.
Greinarhöfundur hitti Johnston að máli eftir tónleika á Hróarskelduhátíðinni árið 2003. Ég settist niður með honum rétt fyrir gigg og hann ræddi á einlægan hátt um ferilinn og hvatann að listsköpun sinni og bauð kurteislega upp á Coca Cola. Bróðir hans gegndi þá stöðu umboðsmanns og hann fylgdist með af sannri bróðurlegri ástúð. Þegar að tónleikum var komið var tjaldið smekkfullt af fólki sem hlustaði í andakt á hvert og eitt einasta lag. Johnston vafði fólki létt og löðurmannlega um fingurinn, algjörlega ómeðvitaður um áhrifin sem hann hafði. Hvíl í friði, minn kæri, þú vannst fyrir því þúsund sinnum.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bryan Ferry Bubbi Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Glasgow Grænland HAM Harpa Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Julia Holter Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kraftwerk Kælan Mikla Morgunblaðið múm Neil Young Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist valtari íslensk tónlist íslenskur plötudómur þjóðlagatónlistUmræðan
- wireless on Söngvakeppnin: Arnar Eggert gagnrýnir lögin
- https://lovetoy.vn/ on Um samfélagslegt gildi tónlistar: Sumarbrúðkaup í Finnlandi notað sem sýnisdæmi
- Þorvaldur Daði on Rýnt í: Þóri Georg
- Brynhildur Valgeirsdottir on Plötudómur: Arnar Guðjónsson – Grey Mist of Wuhan
- Hildur Skarphéðinsdóttir on Pælingar: by:Larm og Norrænu tónlistarverðlaunin
- guiflithong.xyz on Um samfélagslegt gildi tónlistar: Sumarbrúðkaup í Finnlandi notað sem sýnisdæmi
- Thorsteinn G. Berghreinsson on Söngvakeppnin: Arnar Eggert gagnrýnir lögin
- Ingimar Neinei Bjarnason on Söngvakeppnin: Arnar Eggert gagnrýnir lögin
- Thorsteinn G. Berghreinsson on Iceland Airwaves 2015: Fimm daga heildarúttekt
- clash of clans hack apk download for android no survey,clash of clans hack apk 7.65.5,clash of clans hack download 2015,clash of clans hack download free,clash of clans hack tool download no survey,clash of clans hack download android,clash of clans hack on John Carpenter heldur tónleika í fyrsta sinn … og það á ATP á Íslandi!!!
Safn
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012