Þetta lag er, hands down, glæsilegasta afrek Madonnu. Ræðið! Sem ballaða er þetta mikil listasmíð; stígandinn í versinu sorgbundinn og dramatískur, söngurinn tilfinningaþrunginn og melódían í viðlaginu smýgur svo inn í mann á magnaðan hátt. Endurtekningin á 2.32 er eitt af snilldartilþrifum höfundanna, að maður tali ekki um brúnna á 3.05. Svo er hún líka undurfögur í myndbandinu, yfir henni reisn þess sem hefur reynt eitt og annað. Vá, hvað popptónlist getur verið rosaleg!

Tagged with: