Þetta lag er, hands down, glæsilegasta afrek Madonnu. Ræðið! Sem ballaða er þetta mikil listasmíð; stígandinn í versinu sorgbundinn og dramatískur, söngurinn tilfinningaþrunginn og melódían í viðlaginu smýgur svo inn í mann á magnaðan hátt. Endurtekningin á 2.32 er eitt af snilldartilþrifum höfundanna, að maður tali ekki um brúnna á 3.05. Svo er hún líka undurfögur í myndbandinu, yfir henni reisn þess sem hefur reynt eitt og annað. Vá, hvað popptónlist getur verið rosaleg!

Tagged with:
 

5 Responses to Live To Tell: Þrekvirki Madonnu

  1. Heida Hellvar says:

    hún er gullfalleg í þessu myndbandi, en ekki síðri er þáverandi maður hennar Sean Penn. Ég var búin að steyngleyma því en ég var gífurlega skotin í Sean Penn eftir að hafa séð þetta myndband, hann er svo hotttttttttt! Held ég hafi verið smá abbó út í Madonnu fyrir að þetta væri kærastinn hennar, svo ég fílaði lagið ekki þegar það var vinsælt (og ég 15 ára þá). Fílaði hins vegar "Papa don't preach" og sérstaklega "la isla bonita" af sömu plötu, en fannst titillagið "True blue" ekki gott. Samkv. wiki er þetta lag þóo eftir Patrick Leonard, en hún gerir textann sjálf. "la isla bonita" minnir mig á frystihúsið sem ég vann í sumarið 1995, og þar var ég að skera úr og pakka, og hlusta á rás2 allan daginn, alla daga. hringdum stundum og báðum um la isla bonita og papa don't preach til skiptis. stundum fengum við bæði lögin….good times….
    Brúin í laginu þínu, live to tell, er hins vegar roooooosalega vel samin og kemur á hárréttum stað inn, gjörbreytir laginu. ég hef meiri smekk fyrir þessu í dag en þá….

  2. Heida Hellvar says:

    uuu, og já gleymdi, ég hef alltaf litið á "like a prayer" sem hæsta tind madonnu-fjallsins, ekki síst út af myndbandinu, og trúarlega væbinu öllu sem er blandað erótík. það er ekkert sem toppar trú og erótík saman…

  3. Algjörlega sammála þér. Magnað lag.

  4. Flott lag úr frábærri mynd. Verð þó að vera þér ósammála um að lagið sé hennar besta. Borderline hefur þann stall í mínum hugarheimi. Eðal mellonkólískt kókaíndiskó.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Set your Twitter account name in your settings to use the TwitterBar Section.
Follow

Get every new post on this blog delivered to your Inbox.

Join other followers: