Músíktilraunir 2024: Úrslit
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, þriðjudaginn 19. mars.
„Það er farið að gjósa“
Úrslit Músíktilrauna fóru fram á laugardaginn fyrir fullum Norðurljósasal í Hörpu. Tíu atriði kepptu til úrslita á þessari mikilvægu tónlistarhátíð hvar græðlingum íslensks tónlistarlíf er hleypt á hlemmiskeið. Að næra sköpunarþrótt, hvetja fólk áfram og sjá það rækta það sem býr innra með því, ekkert er jafn gefandi og kraftmikið og að vanda sat ég úti í sal, gamall og vís maðurinn, með gæsahúð yfir öllu saman.
Fyrst á svið var Chögma, austfirska proggrokksveitin sem hafði komið fólki í opna skjöldu á undanúrslitum með ævintýralegum tónbræðingi. Sveitin fór vel af stað, fyrsta lagið grúvandi góð soðgrýla með jákvæðum formerkjum og Elísabet Mörk, söngkona, örugg í framlínunni. Lag tvö var grautarlegra og ég tók ekki eftir því þegar skipt var í þriðja lagið en greindi þó harkalega skiptingu í undurfurðulega, melódíska nýbylgju á einum punkti. Hér er margt að vinna með, mér fannst sveitin ekki eins sannfærandi og í undanúrslitunum en ég var að mestu einangraður með þá skoðun mína. Við tóku Flórurnar sem heillað höfðu með gáska og grínaktugheitum fyrr í vikunni. Vel stóðu þær sig en um leið fékk maður á tilfinninguna að búið væri að klára brandarann. Þriðja lagið, um kynþokkafulla kúreka, náði ekki landi og ákveðin valdeflandi, prakkaraleg Slits-ára sem ég hafði greint fyrst er ég sá þær var víkjandi og þá á kostnað nokkurs konar uppistands sem þoldi greinilega illa endurtekningu. Frýs leikur hefðbundið popprokk og er eins og sakir standa hæfilega þétt og samæfð. Það er andi í bandinu, það mega meðlimir eiga skuldlaust, en sjálf tónlistin er of „hrein vanilla“ og sérkennalaus. Ennþá. Tommi G. á framtíðina fyrir sér og færði okkur eins og síðast móðins tölvupopp með vísun í hipp og kúl form að því leytinu til. Klæðnaður og framsetning með svalasta móti, líkt og við værum komin inn í næturklúbb í Berlín. Það er góð ára yfir Tomma, þetta er spennandi og flutningur einlægur og alvöru. Lögin eru ágæt eins og er en mega alveg við smá bólstrun. Hér er vissulega nægt rými til bætinga en efnilegt er þetta svo það sé sagt! Slysh, skemmtilegasta sveit Tilraunanna, fór hamförum eins og síðast. Mötley Crüe ryðjast upp á svið í menntaskólasöngleik? Já, eitthvað þannig svei mér þá. Það sem vantar helst upp á er þétting, meiri formun á lögum, en grallaraskapurinn er ekta og allt í allt hressandi. Cloud Cinema var tónlistarskólasveit Tilraunanna í ár en ein til tvær slíkar skila sér inn ár hvert. Hljóðfæraleikur til fyrirmyndar, nema hvað, og Rosalía söngkona efnileg. Djasspopp það sem á borð var borið, þ.e. lagasmíðarnar, var þó æði þunnt og ráð að herða sig í þeirri deildinni. Ég er mikill Þagnaraðdáandi. Þessar vestmannaeysku dömur voru stórskemmtilegar í undanúrslitunum og eins var með úrslitin. Vel gróft, eðjubundið rokk sem var „illa“ spilað og yndislegt og hrífandi stemning á sviðinu, þessu verður ekki lýst öðruvísi. Lokalagið, „Tómatsósufordómar“, var mikið leikrit og áhorfendur sem sveit skemmtu sér hið besta. Það er nefnilega svo merkilegt með tónlist að oft er það bara eitthvert „x“ sem skilur listafólk að, þó að það sé að gera afar svipaða hluti. Þannig er það með Þögn. Þær eru einfaldlega með eitthvað.
Social Suicide spila einfalt, þungarokksskotið pönk og gera það býsna vel. Guðmundur bassaleikari mjög skemmtilegur á sviði, lítur út eins og meðlimur í einhverri Seattle-sveitinni undir endaðan níunda áratuginn. Firnaflottir fýrar. Eló, Elísabet Guðnadóttir, stóð sig frábærlega. Hún var fín í undanúrslitum en hér var hún komin á næsta stig eins og sagt er. Eló leggur sig eftir hefðbundinni söngvaskáldatónlist, gítar og rödd, og lögin til þess að gera einföld en um leið melódísk og aðlaðandi. Eló flutti lög sín þrjú af eftirtektarverðu öryggi, allt á hreinu og sérstaklega er lagið „Upp til skýja“ gott, virkilega ljúfsár og vel heppnuð smíð. Eló getur farið með þetta hvert sem hún vill, hæfileikarnir eru þarna í búntavís. Um mitt sett hjá Eló var ég farinn að skynja spennu í salnum. Vampíra, svartþungarokkssveitin sem við kynntumst á kvöldi þrjú, skyldi loka kvöldi og vindar heljar voru þegar farnir að blása um salinn, lágvært þó. Þetta minnti mig óneitanlega á það er Mínus steig á svið í Tilraununum fyrir kvartöld. Það var eitthvað í loftinu. Vampíra sló ekki feilnótu og jafnvægið svo gott sem fullkomið. Gotneskt svartþungarokk hennar grúvar en þó ekki um of. Það er melódískt, leikur að þjóðlaganótum o.s.frv. en það er líka hroði. Þetta er þétt en líka gróft og hrátt. Þetta er unglingalegt upp að vissu marki, já, en þetta er líka nægilega langt komið. Meðlimir uppáklæddir eins og skósveinar Nazgûl-riddaranna og metnaður bæði og fyrirhöfn blasti svo bersýnilega við. Virkilega gott verð ég að segja og mikil efnissveit á ferðinni.
Það kom því fáum á óvart að það var Vampíra sem sigraði í Músíktilraunum í ár. Í öðru sæti hafnaði Eló og Austfirðingarnir í Chögma lönduðu því þriðja. Hljómsveit fólksins var valin Frýs. Einstaklingsverðlaun voru þessi: Söngur: Gísli Freyr Sigurðursson í Slysh, Bassi: Árni Hrafn Hrólfsson í Spiritual Reflections, Hljómborð: Ríkharður Ingi Steinarsson í Áttavillt, Gítar: Þórsteinn Leó Gunnarsson í Vampíru, Trommur: Jónatan Emil Sigþórsson í Chögma og Rafheili: Emil Ingo Lupnaav Atlason í Emidex. Höfundaverðlaun FTT fóru til Elísabetar Guðnadóttur (Eló) og verðlaun fyrir íslenska texta féllu Urði Óliversdóttur í skaut.
Náttúruöfl Íslands ákváðu að taka sér sæti í dómnefndinni þetta kvöldið. Inni í dómnefndarherbergi, eftir allt atið, réðum við ráðum okkar að vanda og duttum loks niður á sigurvegara.
„Það er þá Vampíra,“ sagði eitthvert okkar og í sama mund, á sama sekúndubroti, heyrist í Óla Palla.
„Það er farið að gjósa.“
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Glasgow Grænland Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival One Direction post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Svartþungarokk Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- January 2025
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012