Stefán Stefánsson gaukaði því að mér að nú væru 12 ár liðin síðan ég fjallaði um plötu hans Von. Brandari um tímann fylgdi og mikið sem ég get tekið undir. Tíminn rennur niður brekku finnst mér og hraðast eftir því sem á líður. Skerí!😬


En, það var nú ekki það sem ég ætlaði að tala um. Viðtal mitt við Stefán í Mogganum snerist um plötuna Von og fyrirsögnin er “Glímt við poppformið”. Tilhlýðilegt að popphænsnið ég hafi tekið það viðtal og við Stefán fórum á flug í pælingum um popplistina.


Stefán: “Þetta er það erfiðasta sem maður gerir. Mér finnst þetta svona eins og ég væri að gefa út ljóðabók með ferskeytlum. Það er búið að semja svo mikið af frábærum ferskeytlum að ef ég ætla að láta mínar standa eitthvað út úr þá verð ég að vanda mig. Lagið verður að „standa“ og laglínur, hljómar og slíkt…þetta verður að vera í lagi. Í djassinum er hins vegar hægt að leyfa sér ýmislegt, það er hægt að fara í ferðalag og láta hlutina streyma fram af sjálfsdáðum. Poppið er hins vegar knappt form og erfitt.”
Og talandi um djass, hann átti nú að vera efni þessarar færslu en hún fór lítið eitt úr böndunum. Enda hægt að leyfa sér ýmislegt þegar djassinn er annars vegar!

“An Icelander At Ulawatu Temple” inniheldur frumsaminn stórsveitardjass og var hann frumfluttur í Hörpu fyrir ári síðan. Stórsveit Reykjavíkur flytur en upptökur fóru fram nú í sumar.
Þessi plata er númer tvö í þríleiknum Íslendingur, en áður kom út platan Íslendingur í Alhambrahöll sem hlaut íslensku tónlistarverðlaunin 2015.

Titill plötunnar á rætur sínar að rekja til ferðalaga Stefáns til Indónesíu en þar er að finna hið undurfagra Uluwatu hof á klettabarmi, við ægifagra strönd Indlandshafsins.

Stefán aftur: “Þetta er eitt af þessum stóru verkefnum sem maður tekur sér fyrir hendur. Að senda þessar tónsmíðar út í internet-geiminn er eins og senda börnin sín út í lífið. Ég vona svo innilega að þessir tónar og taktar gleðji einhver geð… það var nú einu sinni tilgangurinn með þessu öllu saman.”
Platan rennur um allar helstu streymisveitur og lög af henni byrjuð að kíkja inn á lagaspotta (t.d. Modern Big Band Music á Spotify).

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Set your Twitter account name in your settings to use the TwitterBar Section.
Follow

Get every new post on this blog delivered to your Inbox.

Join other followers: