Norræni tónninn: Er hann til?
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 14. mars, 2015
Norræni tónninn
• Hin finnska Mirel Wagner hampaði Norrænu tónlistarverðlaununum
• Hvaða mynd gefa verðlaunin af skandinavískri popptónlist í dag?
Norrænu tónlistarverðlaunin eða The Nordic Music Prize voru veitt í fimmta sinn á norsku tónlistarhátíðinni by:Larm fyrr í mánuðinum. Sú er hreppti hnossið er finnsk og ber hið máttuga nafn Mirel Wagner. Tónlistin er nokkurs konar dauðablús, berstrípaðar kassagítarstemmur sem líða um myrkrið, innblásnar af fornum, órafmögnuðum blús frá Ameríku. Já, og platan hennar heitir When the Cellar Children See the Light of Day, svona rétt til að hnykkja á stemningunni. Það var Jónsi okkar sem tók við verðlaununum fyrstur manna árið 2011, þá fyrir sólóplötu sína Go (2010). Svíar urðu svo hlutskarpastir næstu þrjú ár á eftir. Verðlaununum svipar til Mercury-verðlaunanna bresku þar sem áhersla er á listrænt innihald fremur en markaðsvænleika og er ætlað að vekja athygli á skandinavískri tónlist á alþjóðavettvangi um leið og dægurtónlistarmenn á svæðinu eru hvattir til dáða. Tilnefningarnar ár hvert segja þá talsvert um þá popprænu strauma sem leika um Norðurlöndin en tólf plötur voru um hituna í ár eins og hin fyrri. Þrjár komu frá Svíþjóð í þetta sinnið, þrjár frá Danmörku og tvær frá hinum löndunum (Ísland, Noregur og Finnland). Hlutföllin hafa verið mismunandi í gegnum tíðina að þessu leytinu til.
Styrkur
Að vanda, og það hefur verið styrkur þessara verðlauna, voru plöturnar jafn ólíkar og þær voru margar. Danir buðu t.a.m. upp á framsækið rafpopp frá MØ, Iceage snöruðu fram nútímasíðpönki og Selvhenter leika sér með afskaplega tilraunakennda óhljóðalist á Motion of Large Bodies (sem var í sérstöku uppáhaldi hjá pistlahöfundi). Tvær þær síðastnefndu fengu sérstök heiðursverðlaun hjá alþjóðlegu dómnefndinni sem valdi sigurvegarann þetta árið. Fulltrúar Svíþjóðar voru Neneh Cherry (afbyggt, djassað tilraunapopp), Lorentz (samtímahipp-hopp í anda Drakes) og Lykke Li (ísilagt norrænt sírenupopp). Norræna sírenupoppið, eins og ég er greinilega að kalla það, átti líka sinn fulltrúa í hinni norsku Emilie Nicolas (plata hennar, Like I’m a Warrior, er stórgóð) og hitt framlagið frá Noregi var metnaðarfull plata plötusnúðsins Todds Terje, It’s Album Time. Finnar áttu þá einnig fulltrúa úr hipphoppinu í Gracias og síðast en ekki síst átti Ísland tvo ólíka en afar frambærilega fulltrúa. Prinspóló með hina glæstu og alíslensku Sorrí og svo Pink Street Boys með Trash from the Boys, en þeir eru leiðarljósið í nýju hráu rokkbylgjunni sem kraumar undir íslenska tónlistarlandslaginu nú um stundir.
Blómlegt
Allt tal um sameiginlega þætti norrænnar popptónlistar er vandkvæðum bundið. Það er eðlilega vilji til að stilla fram einhverju sameiginlegu (það er hentugt markaðslega) og svo ganga margir, einkum þeir sem eru ekki frá Norðurlöndunum, með óræða, rómantíska hugmynd um einhvern norrænan tón í kollinum. Þegar draumsýnum er vikið burt sést hins vegar (og heyrist) að margir og ólíkir hlutir eru í gangi. Ekki bara á milli landa heldur einnig innan landa. Þannig að þessi norræni tónn er ansi fjöltóna ef svo mætti segja. Engu að síður er hægt að tiltaka vissa norræna strauma, sírenupoppið sem ég tala um hefur t.d. verið giska áberandi undanfarin ár, sérstaklega í Noregi og Svíþjóð. En umfram allt er norrænt samtímapopp fjölskrúðugt, tekið er mið af því helsta í Ameríku og Bretlandi eins og gengur en svo dettur heimaræktað krydd óhjákvæmilega út í þá súpu. Til að blómleg tónlistarmenning fái þrifist á þessum svæðum á þessum fjölmenningarlegu tæknitímum er nauðsynlegt að halda henni að væntanlegum hlustendum og margt gott starfið er unnið að því leytinu til. Ég nefni NOMEX, tónlistarútflutningsskrifstofur landanna, hluti eins og Nordic Playlist og svo þessi blessuðu verðlaun, sem leitast við að stimpla það inn að margt popplegt þrekvirkið er unnið hér á norðurslóðum ár hvert.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bryan Ferry Bubbi Bítlarnir Cyber David Bowie Eivör Pálsdóttir Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland Harpa Hekla Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Neil Young Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
- RPLA on Rýnt í: Kynjahalla í dægurtónlist
Safn
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012