Plötudómur: Atli Örvarsson – You Are Here
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 29. ágúst, 2020.
Með fast land undir fótum
Fyrsta sólóplata Atla Örvarssonar, kvikmyndatónskálds með meiru, kallast You Are Here. Þar sveigir hann að vissu leyti frá viðteknum venjum kvikmyndatónlistarformsins þó að sá starfsvettvangur hans móti verkið sumpart líka.
Ég hitti Atla í Breiðdalsvík í sumar, í glæsilegu kaupfélagi þess staðar. Hann var þar á stjákli að gera nákvæmlega sömu hluti og feður á ferðalagi gera. Kaupa sælgæti handa krökkunum, virða fyrir sér matseðilinn, spyrja hvort reitt sé fram kakó. Ég sá hann álengdar, en ég hef aldrei talað við manninn, þrátt fyrir að hafa sinnt tónlistarskrifum í rúm tuttugu ár. Ákvað því að kynna mig (og taldi líklegra en ekki að hann myndi kannast við mig, nafnið a.m.k.). Það gerði hann og kveðjan var kumpánleg, ekki nema mátulega vandræðaleg. Vinsamleg fyrst og fremst. Brosið var breitt og hlýlegt.
Ég man þegar Stuðkompaníið vann Músíktilraunir árið 1987. Var þrettán ára. Og fílaði „Jólastund“ (og geri enn). Maður vissi svo af Atla næstu árin. Hann slóst í lið með Sálinni hans Jóns míns og Síðan skein sól m.a. og var eitt af þessum nöfnum sem voru áberandi í íslenskum dægurtónlistarheimi.
Það var svo liðið aðeins inn í fyrsta áratuginn þegar ég fer að heyra nafnið hans aftur nokkuð títt en þá í tengslum við tónlist fyrir sjónvarp og kvikmyndir. Fyrsta kvikmyndaverkefnið var Stuart Little 3 og snemma fór hann að vinna með Hans Zimmer sem er eitt allra þekktasta kvikmyndatónskáld heims í dag. Myndir eins og Edge of Seventeen og The Hitman‘s Bodyguard hafa verið tónsettar af Atla og stærð verkefnanna vex, hægt en bítandi. Ég nefni líka í þessu samhengi undurfagra tónlist hans við Hrúta og vinnu hans við jólaplötu systur hans, Hildu Örvarsdóttur. Bæði verkefnin til mikillar prýði þó ólík séu. Nú, svo sá hann einnig um Evróvisjónmynd Will Ferrell.
Og allt þetta sem ég hef verið að nefna hefur reyndar verið unnið eftir að Atli flutti aftur til Akureyrar, heimabæjar síns, árið 2014. Atli talar um að bærinn hefði farið að seiða hann til sín á ný, bærinn sem hann vildi ekkert frekar en að komast frá í eina tíð. Þar hefur hann nú komið sér haganlega fyrir í eigin hljóðveri og sinnir verkefnum af ýmsum toga. Þar á meðal hefur hann nú lokið sinni fyrstu eiginlegu sólóplötu, You are here , sem ég ætla að hugsa aðeins um hérna ásamt þér, lesandi góður.
Það er ekki sérstaklega algengt, þegar fólk er komið djúpt í feril sem kvikmyndatónskáld, að það finni hjá sér þörf til að stíga út fyrir það svið og búa til frístandandi plötur. Jóhann heitinn Jóhannsson gerði þetta að vísu. Hann hafði reyndar byrjað ferilinn þannig og kvikmyndatónlistin fór að taka meira pláss með árunum getum við sagt. Atli er að því leytinu til að fara öfugum megin inn. Mér varð hugsað til Jóhanns þegar ég hlustaði á þessa plötu Atla, ekki endilega vegna líkinda í formi, heldur varð mér hugsað til þessarar þarfar sem Jóhann hafði, að gera „sitt“, ekki bara það sem kvikmyndamiðillinn kallar eftir, því að tónspor kvikmynda tekur alltaf eðlilega mið af þeirri stemningu sem á skjánum er. Ég sá svo eftir á, þegar ég var að rannsaka fyrir þessa grein, að Atli nefnir Jóhann í viðtali við Bergstein Sigurðsson um þessa plötu, að sviplegt fráfallið hafi einmitt ýtt honum út í það að klára þetta verk. You are here er vissulega kvikmyndaleg en það er ekki alveg svo einfalt. „Húm“, hlutar eitt og tvö, keyrir hana af stað, höfug verk og nokk voldug. „Dropar“ (hvar Gyða Valtýsdóttir leikur á selló) er sorgarþrungið, hægt lag og umlykjandi – eiginlega stillt. Platan öll situr einhvern veginn á milli þessara póla. Tónlistin á það til að vera stór en oggulítil líka. Síðasta lagið, „Solid Ground“, unnið með Viktori Orra Árnasyni, er naumhyggjulegt, hæg píanóslög í tóminu, ris er svo gefið til kynna frekar en að það eigi sér stað og svo rennur lagið snoturlega út í sandinn. Með reisn.
Atli hefur talað um að hann hafi fundið innri frið heimkominn. Það er nóg að hlýða á þessa plötu til að sannfærast um það.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland HAM Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Sóley Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist Valgeir Sigurðsson íslenskur plötudómurUmræðan
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
- RPLA on Rýnt í: Kynjahalla í dægurtónlist
Safn
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012