Plötudómur: Björk – Fossora
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 8. október, 2022.
Grafið dýpra…
Ný plata Bjarkar, Fossora, er hennar tíunda. Andlát móður og heimsfaraldur spiluðu sína rullu í innblæstrinum og tónlistin sækir m.a. í „gabber“ og blásturshljóðfæri.
Ný plata frá Björk er alltaf merkisviðburður enda erum við að tala um eitt framsæknasta tónlistarman allra tíma. Höfum það á hreinu, engin tónlistarkona/maður/manneskja í sögunni hefur náð jafn mikill hylli í tónlistarsögunni þegar búið er að reikna eðli tónlistarinnar sem hún gerir inn í þá jöfnu. M.ö.o., að jafn sérlunduð tónlist, þannig lagað, hafi náð jafn mikilli heimsfrægð og raun ber vitni er í senn ótrúlegt og ekki verið jafnað af nokkrum. Þegar frægðarsól Bjarkar hóf að rísa á tíunda áratugnum var Beck líkast til sá eini sem var að gera svipaða hluti, þ.e. fremur „sýrða“ tónlist sem var engu að síður spiluð í útvarpi og á MTV. En ólíkt Beck, sem hefur vissulega haldið í sín sérkenni alla tíð, þá nýtti Björk sér stöðu sína til að fara lengra, dýpra og í raun réttri inn á slóðir sem enginn hafði farið á áður, hvort heldur hann kæmi úr poppi eða klassík. „Hún er komin á stall með Stockhausen og Bítlunum sem frumkvöðull,“ sagði ég í blaði þessu árið 2011 eftir að hafa fylgst með frumflutningi á Biophiliu í Manchester og ég stend við þetta. Ég bætti við: „Það er ekki hægt að lýsa því með orðum hvert hún er að fara, og ótrúlegt hvernig hún nær að vinna með alla þessa tækni sem við höfum í dag, búa til einhverja tónlist sem er fáránlega „artí“ en aðgengileg um leið.“
Plötur Bjarkar eru venjulega merkingarþrungnar, jafnvel þemabundnar, sem hefur verið algengara í seinni tíð. Á Biophilia var alheimurinn sjálfur undir, takk fyrir, og á Vulnicura og Utopia var verið að vinna úr erfiðum skilnaði. Fossora er „léttari“ en þessar plötur hvað konseptþyngsli varðar en tónlistarlega er þetta hreinasta ævintýri náttúrlega. Venju samkvæmt gapir maður reglubundið yfir hugmyndaauðginni og hugrekkinu sem felst í einstaka lögum og lagabútum.
Björk er líka hinn mikli samþættir. Dregur upp minni og áhrif úr klassík, djass og heimstónlist, nýjustu straumum og stefnum í raf- og tilraunatónlist og raðar svo öllu saman með sínu ótrúlega og afar næma útsetningarnefi (útsetningareyrum?). Hún er samþættir og sameinari. (Afsakið þessi furðuorð. Ég kann líka að skapa!) Hún velur samstarfsfólk úr öllum áttum, hefur alltaf gert, og þessi plata er ansi tilkomumikil hvað það varðar. Hér er Brooklynhipsterinn Serpentwithfeet, börnin hennar tvö, Sindri og Ísadóra, indónesíski dúettinn Gabber Modus Operandi (Kasimyn, einn meðlima, kemur við sögu í þremur lögum), bassaklarinettsextettinn Murmuri og íslenska sveitin Sideproject. Svona meðal annars.
Ég las að Björk hefði ætlað að hafa plötuna konseptmiðaðri en svo hent þeirri hugmynd út um gluggann. Þetta sé hins vegar jarðbundin „Íslands“-plata, enda var Björk einangruð hér í faraldrinum eins og svo margir. Platan fer víða, stíllega, og er það vel. Upphafslagið, „Atopos“ (unnið með Kasimyn) er hart, næsta óþægilegt, sem endar á gabber-keyrslu (feikihröð, grjóthörð teknótónlist sem var þróuð í Hollandi á tíunda áratugnum). Bassaklarinett lúra hins vegar undir og yfir öllu mögnuð rödd Bjarkar. Klarinettin vísa í „avant-garde“ nútímatónlist (smá Talk Talk og Robert Wyatt líka) á meðan „gabber“-dæmið gefur þessu framtíðarblæ. Vinnsla Kasimyn og co. á téðu formi er einstök. Lagið hliðstæðulaust, nema hvað, þetta er Björk! Eins og ég sagði, þetta er fjölskrúðug plata. „Mycelia“ er raddalag, skekkt og skælt, og líkt er með „Sorrowful Soil“, uppfullt af kóraröddum, karlkyns, kvenkyns, allskyns. „Ancestress“, óður til móður Bjarkar, er unnið af Björk og syni hennar, Sindra. Stóreflislag og vel hlaðið. Eftir það er hofmannlega tekið ofan fyrir Fróni í hinu 44 sekúndna langa „Fagurt er í fjörðum“ (texti eftir Látra-Björgu). Emilie Nicholas og Serpentwitfeet koma svo afar sterk inn í sínum lögum að ekki sé talað um dóttur Bjarkar, Ísadóru, sem á fallegt innslag í „Her Mother‘s House“ sem er jafnframt lokalagið.
Góð plata frá Björk, og það virkilega, en hún hefur aldrei sent frá sér neitt sem kemst nálægt einhverri meðalmennsku. Ótrúleg listakona og í tónlistarsögu heimsins skipar hún einstakan sess eins og þið vitið. Maður er eiginlega pínu upp með sér að tala sama tungumál og búa á sama svæði og þessi stórsnillingur. Ó, við dauðlegir og allt það…
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bryan Ferry Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland Gyða Valtýsdóttir Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival One Direction post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012