Plötudómur: Stefanía Pálsdóttir – Monstermilk
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 10. desember, 2022.
Skapar fegurðin óhamingjuna?
Stefanía Pálsdóttir er höfundur að Monstermilk, plötu sem ferðast um í nokkurs konar andvökuheimi, töfrum slungnum og dulúðugum.
Stefanía er fjöllistamaður og hefur komið að ýmsu þrátt fyrir ungan aldur. Smásagnasafn hennar Skyggnur kom t.d. út fyrir stuttu og plata þessi er gefin út af Smekkleysu. Hún er með gráðu í hljóðtækni og -upptöku, auk þess með B.A. í heimspeki og ritlist, og fyrir sjö árum síðan afhenti hún rektor Háskóla Íslands, Jóni Atla Benediktssyni, málverk eftir sjálfa sig sem skartar píku „sem mótvægi við öllum þeim fjölda listaverka af berrössuðum karlmönnum“ sem prýða þá annars ágætu stofnun æðri mennta. Stefanía er nú í námi við LHÍ á tónsmíðabraut og sinnir hún meira að segja öðru tónlistarverkefni meðfram sólóferli, síðpönkssveitinni Virgin Orchestra.
Stefanía er fjöllistamaður og hefur komið að ýmsu þrátt fyrir ungan aldur. Smásagnasafn hennar Skyggnur kom t.d. út fyrir stuttu og plata þessi er gefin út af Smekkleysu. Hún er með gráðu í hljóðtækni og -upptöku, auk þess með B.A. í heimspeki og ritlist, og fyrir sjö árum síðan afhenti hún rektor Háskóla Íslands, Jóni Atla Benediktssyni, málverk eftir sjálfa sig sem skartar píku „sem mótvægi við öllum þeim fjölda listaverka af berrössuðum karlmönnum“ sem prýða þá annars ágætu stofnun æðri mennta. Stefanía er nú í námi við LHÍ á tónsmíðabraut og sinnir hún meira að segja öðru tónlistarverkefni meðfram sólóferli, síðpönkssveitinni Virgin Orchestra.
Allt undir og allt hægt greinilega! Förum aðeins í tæknileg atriði áður við stökkvum út í greiningarlaugina. Þess má geta að þetta er önnur plata Stefaníu. Í fyrra kom út verkið Season in Space sem er til muna tilraunakenndara en Monstermilk , tveir fimmtán mínútna hlutar sem dansa á mörkum sveims og óhljóðalistar. En, verandi búinn að hlusta á Monstermilk , heyrir maður vel að hér er sama listakonan á ferð.
Bergþóra Kristbergsdóttir (klarínett), Rún Árnadóttir (strengir), Hafrún Birna Björnsdóttir (strengir) og Jón G. Breiðfjörð (trommur) lögðu öll til hljóðfæraleik. Curver Thoroddsen hljóðblandaði og hljómjafnaði, Kinnat Sóley hannaði og skreytti umslag og Sóley Stefánsdóttir fær sérstakar þakkir fyrir andlegt pepp og ráðgjöf.
Fyrirsögn mín er tilraun til að tefla saman andstæðunum sem ég heyri í verkinu. Það er blíða og fegurð en myrkir skuggar á stjái um leið, nær alls staðar. „Horft til sólar úr ræsinu,“ sagði ég við kollega minn þegar við vorum að spá í eigindum þessarar plötu. Svona „ýjað að fegurð“ í krafti höfundar sem er staddur á undarlegum stað, erfiðum jafnvel. Þetta eru hughrifin, platan fær mann til að hugsa og er ekki að „gefa sig“. Stefanía sýnir m.ö.o. alls ekki á öll spil.
Maður krafsar eftir merkimiðum þegar hlutir eru óljósir. Mannskepnan vill skilja. Hvaða hljóðheimur er þetta? Söngvaskáldsins? Já. Meðal annars. Hér er gotneskur strengur, hvort heldur með tilliti til umslags, samverkafólks eða hljóðmyndar. En þetta er ekki ódýrt skandi-popp með rökkurblæ. Þetta er of skrítið fyrir þann stimpil (því stimpill getur það verið). Smá Cat Power, Mouldy Peaches gerir vart við sig og við siglum líka nánast til San Francisco, hvar Residents ráða ríkjum og vinur minn David Lynch myndi glotta við tönn, myndi hann heyra þetta verk.
Platan rúllar áfram líkt og við séum allan tímann á milli svefns og vöku. Í hálfgerðu og mjög svo þægilegu móki. Söngröddin er þannig líka, hæfilega fjarlæg, jafnt í blöndun sem tóni. „Easy“ byrjar sæmilega eðlilega en flosnar svo upp í tilraunagraut, afar flott vinnsla þar. „Fuck The Pain Away“ (ekki Peaches lagið) er dásamlegt. Rólegt, nánast hikandi, en á sama tíma með einhverjum ómótstæðilegum svartagaldri.
Þverstæðurnar sem er unnið með hér, hvernig þeim er stefnt saman, þetta gengur virkilega vel upp. „White Flag“ er eitt skýrasta dæmið þar um. Lagið býr yfir strengjum sem dýpka plötuna vel og við erum dregin inn í kammerskotinn draugaheim, ævintýralegan þar sem allt getur gerst. Röddin er biðjandi og falleg – strengirnir líka – en það lúrir eitthvað grimmt og ekki eins fallegt rétt undir yfirborðinu. Það er þetta „x“ sem gefur Monstermilk vigt og galdrar fram nokk einstaka stemningu frá fyrsta tóni til hins síðasta.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bryan Ferry Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland Gyða Valtýsdóttir Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival One Direction post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012