Rýnt í: Krakk og Spaghettí
Ljósmynd/Hrefna Björg Gylfadóttir
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 16. júlí, 2016
„Ekki taka okkur alvarlega í alvörunni…“
• Krakk & Spaghettí er rapptríó sem hefur verið að í tæp tvö ár
• Sveitin hefur verið nokk iðin við tónleikahald og dælir reglulega út lögum sem finna má á streymiveitunni Soundcloud
Ég vissi að ég yrði að skrifa um þessa sveit, bara þegar ég heyrði nafnið. Krakk & Spaghettí. Snilld! Ég hafði ekki heyrt nótu af tónlist en nótaði þetta engu að síður hjá mér með hraði. Merkilegt. En aldrei gleyma, tónlist – er ekki bara tónlist.
Um er að ræða tríó, skipað þeim Margréti, Atla og Þorgerði. Sú síðastnefnda rappar og er jafnframt stofnandi, Atli sér um tónlistina en Margrét rappar og sér og um útlitshönnun. Öllum þessum upplýsingum, og fleirum sem kunna að koma fram hér, lyfti ég skammlaust úr viðtali sem Hrefna Björg Gylfadóttir átti við sveitina á dögunum og birtist í Reykjavik Grapevine (og hægt er að nálgast það á vefsíðu ritsins).
Soundcloud hýsir, eins og áður segir, hljóðverk sveitarinnar og elsta lagið, „Tottdrottning (demo)“, var sent upp fyrir tveimur árum síðan en það nýjasta, „SLYDD CITY“ er mánaðargamalt. Fyrrnefnda lagið er ekki nema mínúta, tónlistin temmilega hrá og tölvuleikjaleg, rappið einnig sæmilega „næft“ og viljandi klúrt eins og nafn lagsins gefur til kynna. „SLYDD CITY“ er öllu lyklaðra, tónlistin glúrnari (og skemmtilega súr). Þar er og slegið fram rappnafni Þorgerðar, Stelpurófan. Tónlist og taktar, sem og í öðru nýlegu lagi, „Lagarfljótsormurinn“ eru viljandi utangarðs og erlendis væri þetta líkast til kallað jaðar- eða tilraunarapp (experimental/abstract hiphop) þar sem reglulega og mjög ákveðið er stýrt framhjá viðteknum venjum hipp-hoppsins. Hráleikinn hérna og tilraunagleðin gerir að verkum að þetta minnir mig stundum á þessi skrítnu lög sem lúrðu á safnkassettum sem maður festi sér í gamla daga. Illa upp teknar, hálfhugsaðar stemmur sem voru engu að síður endalaust heillandi.
Ekki er að undra að tríóið nefnir Kött Grá Pjé og Reykjavíkurdætur sem helstu áhrifavalda. Þetta óræða flipp er mjög Kötts-legt og hann gestar meira að segja í einu lagi, „Jólahó“. Tríóið tiltekur Dæturnar sérstaklega sem fyrirmyndir og hvatningu en rappheimurinn er þéttsetinn karlmönnum og sú skekkja hefur oft og tíðum dýrkað upp leiðinlega, heimskulega fordóma. Hið stórgóða „Spenfrelsi (Geirvartan er frjáls)“ er undir sterkum áhrifum frá Dætrunum, bæði textalega og framreiðslulega.
Reykjavíkurdætur hafa oft verið gagnrýndar fyrir það að kunna ekki að rappa, ég skrifaði um það mál í pistli í mars (sjá arnareggert.is) og þar nefni ég að með því sé fólk að missa af punktinum. Rappið hér er á köflum varla rapp þannig séð, talað mál kannski frekar, en þar liggur líka sjarminn. Þetta er ungt fólk sem kýlir á það, býr eitthvað til, kann ekki reglurnar upp á tíu en er drifið áfram af því að láta einfaldlega í sér heyra og taka pláss.
„Ekki taka okkur alvarlega í alvörunni“ segir á Soundcloud-setri Krakk & Spaghettí og með því er gleðin og frjálsræðið undirstrikuð. En tríóið einblínir um leið ekki bara á flipp og fjör, samanber pólítísk lög eins og „Spenfrelsi (Geirvartan er frjáls)“ og „Hóra Kapítalismans“.
Og takiði eftir: Eitt af því fyrsta sem tríóið gerði var að taka þátt í lagakeppni sem gekk út á að skila inn eins lélegu lagi og hægt var. Þar lenti sveitin í öðru sæti. Eins og ég sagði í upphafi. Snilld!
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland HAM Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið Myrkfælni múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins The Beatles Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
- RPLA on Rýnt í: Kynjahalla í dægurtónlist
Safn
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012