Rýnt í: Unu Torfa
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 17. september, 2022.
Má ég fá að heyra meira?
Eitt af því besta sem ég hef heyrt í ár er stuttskífa Unu Torfa, Flækt og týnd og einmana. Alveg afskaplega hreint og beint verk, afdráttarlaust og ástríðufullt.
Hildur Kristín Stefánsdóttir, „Hildur“, stjórnaði upptöku á plötunni. Hafsteinn Þráinsson hljóðblandaði og Kári Ísleifsson hljómjafnaði. Tumi Torfason, bróðir Unu, spilar á bassa, Svanhildur Lóa Bergsveinsdóttir á trommur og Una sjálf á gítar og píanó. Una er ungt og upprennandi söngvaskáld og stígur fram með nokkuð afgerandi hætti á þessari fimm laga plötu. Tónninn er góður, hreinleiki og heiðarleiki einhvern veginn og hér erum við með efni, það er klárt.
Þrátt fyrir að vera rétt skriðin yfir tvítugt hefur Una stigið krappan lífsdans hin síðustu ár. Þegar hún var nítján ára greindist hún með krabbamein í heila. Við tók meðferð, og nú, tveimur árum síðar, er hún laus við meinið. Ferlið allt hefur þó skilað nýrri manneskju, eða eins og Una sagði í spjalli við RÚV: „Það afhjúpaði fyrir mér að það var svo margt annað að í hausnum á mér.“ Una hefur tjáð sig með hressandi hætti um veikindin og líf sitt sem listamaður að undanförnu og „þakkar“ krabbameininu fyrir að hafa þokað burt þunglyndi og öðrum andans kvillum. Lífssýnin hafi einfaldlega breyst. Og áður en ég sný mér að dómastörfum: Ég elska hversu sjálfsmeðvituð hún er gagnvart plötutitlinum. Að það sé í raun réttri viðeigandi að plata sem fjalli um flóknar tilfinningar: „sé með svolítið langan og bjánalegan titil.“
En að plötunni. Eins og segir; björt, fögur og hrein að gerð. Hljómur allur góður og „feitur“ og upptökustjórn næm og nákvæm. Þetta er „íslensk“ plata, það er þjóðlagastrengur þarna sem kallar fram Spilverkið og grallarakennd söngvaskáld frá níunda áratugnum, enda eru textar Unu æði glúrnir og skemmtilegir og líða áfram eins og opin dagbók. Hnyttnir, sannir og upplýsandi, mikil berskjöldun í gangi eins og sagt er.
Söngröddin er bæði björt og sterk. Ákveðin og skýr og Una beitir henni á mismunandi hátt við mismunandi tilefni. Er kraftmikil eða hvíslandi, allt eins og þarf hverju sinni.
Fyrsta lagið, „Í löngu máli“, opnar plötuna á sæmilega hvellan hátt og það er mikill hljómsveitarhljómur á plötunni þó þetta sé í grunninn söngvaskáldsverk. Lagið er næsta poppað, er sungið af öryggi og það er glettni í röddinni. Viðeigandi upphafslag. „En“ er næst, umfjöllunarefnið þyngra, ástarskot og vandræðin í kringum slíkt: „Hvort er ég fífl fyrir að trúa alltaf á það besta…?“ segir m.a. Vel sungið og reglulega koma litlar raddlausnir sem eru æði hugvitssamlegar (hvernig hún syngur t.d. „taka utan um mig hvísla“. Hækkar röddina og hraðar henni um leið). „Ekkert að“ kemur svo og það dimmir yfir. Sungið um „holur í hausnum“ og auðvelt að geta sér til um hvert umfjöllunarefnið er. Una veldur þessum stíl vel, er sannfærandi í alvarlegum en undurfögrum söng. Titillagið slær nýjan, kersknislegan tón, meira í ætt við upphafslagið. Skringilegar kaflaskiptingar og raddbeiting og aftur, texti einkar skemmtilegur og klókindalegur: „Búðu þig undir / Að ég opni mig / Því að þú færð heila ævisögu og miklu meira til“. Plötunni er svo slaufað með „Stundum“, angurværri, fallegri smíð sem lokar verkinu smekklega.
Afar efnilegt verð ég að segja. Svo margt fellur með henni Unu. Góður söngvari, texta- og lagasmiður. Og alveg rúm til að halda áfram, þróa áfram og vinna meira efni. Vona ég að svo verði.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Glasgow Grænland Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival One Direction post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Svartþungarokk Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- January 2025
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012