Þeyr_(The_Fourth_Reich)

 

Netúgáfan Synthadelia endurútgaf fyrir stuttu nokkra kjörgripi úr íslenskri Neðanjarðartónlist. Lög og plötur með Þey, Vonbrigðum, Bodies, Sjálfsfróun og Inferno 5. Einnig var að koma nýtt efni út frá Indigo, Grúska Babúska og þeim félögum Michael Dean Odin Pollock og Sigga Sig.

Plata Vonbrigða kom t.d. út efnislega í 20 eintökum í fyrra og Sjálfsfróunarefnið hefur verið illa ínáanlegt lengi vel. Þessu framtaki Synthadeliu ber því að fagna vel og innilega. Meðfylgjandi er fréttatilkynning frá fyrirtækinu sem útskýrir mál en betur.

Góða hlustun!

Fréttatilkynning

Synthadelia Records er íslensk sjálfstæð plötuútáfa. Við kynnum með stolti þrjár nýjar útgáfur ásamt tveimur endurútgáfum frá áttunda og níunda áratugnum.

          Nýjustu útgáfurnar eru smáskífan “Praise Of The Saints” með íslenska tónlistarmanninum Indigo sem kom út í vikunni og markar upphaf nýrrar plötu sem Ingó vinnur nú að. Platan “Grúska Babúska” með samnefndri hljómsveit þeirra vinkvenna og hefur að geyma tíu áður útgefin lög af tveimur EP plötum. Síðast en ekki síst má nefna blús plötuna “3rd” með gamla utangarðsmanna pönkaranum Michael Dean Odin Pollock og  munnhörpuleikaranum og upptökustjóranum Sigurði Sigurðssyni eða Sigga Sig. Er þetta síðasta platan í þríleik þeirra félaga.

          Endurútgáfurnar eru tvær. Má þar fyrst nefna plötuna “Angeli Daemoniaque Omnigena Imbecilli Sunt” með goðsagnakennda gjörningabandinu Inferno 5 frá árinu 1996. Hljómsveitina skipa: Birgir Mogensen, Guðjón Rúdólf Guðmundsson, Ómar Stefánsson, Óskar Thorarensen, Örn Ingólfsson og Jafet Melge en þeir sömdu og frömdu sérútbúinn gjörning með sem fylgdi hverju lagi af plötunni. Var þessi útgáfa tekin upp live í gamla Rósenbergkjallaranum dagana 30.05 og 10.10 árið 1996.

          Hin endurútgáfan er platan “”Rise 2B Free” með hinni umdeildu pönkhljómsveit Sjálfsfróun frá árinu 1990. Hljómsveitin sló eftirminnilega í gegn og gerði garðinn frægan í mynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, “Rokk í Reykjavík”. Þessi plata er tekin upp á síðari hluta ferils þeirra, eftir að Bjarni “Móhíkani” lést og Frikki “pönk” gekk til liðs við hljómsveitina. Aðrir meðlimir Sjálfsfróunnar eru þeir Jónbjörn Valgerisson og Siggi “Pönkari”. Á plötunni má finna 30 hráar lo-fi demó upptökur frá hljómsveitaræfingum þeirra félaga ásamt stúdíó upptökum og ýmsu öðru aukaefni.

           Synthadelia Records er sjálfstætt íslenskt plötuútgáfufyrirtæki sem gefur út tónlist á rafrænu formi. Úgáfan var stofnuð á jóladag árið 2010 þegar þeir félagar, Vilmar Pedersen og Jón Schow gáfu út sitt eigið lag, “Let the partý start” undir sama nafni og útgáfan. Nýverið bættust fleiri meðlimir í Synthadeliu hópinn og hafa Olga Jenný, Ýmir Einarsson og Árni Briem verið hópnum innan handar á árinu. Nú þegar hefur Synthadelia Records gefið út yfir 50 plötur eftir fjölmarga hæfileikaríka tónlistarmenn.

          Synthadelia Records sérhæfir sig í að gefa út og dreifa tónlist á netinu, í hinar ýmsu búðir og streymisveitur eins og t.d. Spotify, iTunes og tonlist.is og fjölda annarra búða ásamt því að kynna hana vel fyrir áheyrendum okkar með því að nýta okkur internet-markaðssetningu, en við erum á öllum helstu samfélagssíðum á netinu og höfum puttan á púlsinum í netútgáfu.

          Að lokum langar okkur að benda á að Synthadelia Records leitar nú að gömlum plötum/óútgefnu efni með hljómsveitum og tónlistarfólki sem enn á eftir að endurútgefa og koma á netið og miðla til almennings. Áhugasöm bönd og tónlistarfólk vinsamlegast sendi email á synthadeliarecords@gmail.com  

http://synthadeliarecords.bandcamp.com/

https://www.facebook.com/synthadeliarecords

synthadeliarecords@gmail.com

 

Tagged with:
 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Set your Twitter account name in your settings to use the TwitterBar Section.
Follow

Get every new post on this blog delivered to your Inbox.

Join other followers: