Tónleikadómur: Yann Tiersen í Hörpu
Yann Tiersen mundar fiðluna til vinstri. Ólavur Jákupsson til hægri. (c) Arnar Eggert.
Ferðalag án enda
Það er gaman að rýna í samsetningu áhorfenda þegar farið er á tónleika. Ég var á Bryan Ferry tónleikunum um daginn og þar var mannfjöldi sem maður er farinn að kannast vel við á viðburðum sem þessum. Vel stæðir karlmenn um sextugt ásamt konum sínum, svartstakkar að íslenskum sið, temmilega áhugalausir á svip en sumir þó galsafengnir yfir því að komast loks á þessa einu tónleika sem þeir fara á á tveggja ára fresti. Á þeim tónleikum var þá líka mikið af fólki sem hafði ekki áhuga á tónlist þannig séð, embættismenn sem voru þarna meira í opinberum erindagjörðum.
Hlutunum var allt öðruvísi farið í gær. Hópurinn var á að giska 60% kvenfólk, litríkur og fjölmenningarlegur. Lattélepjandi lopatreflar áberandi (æ, mér finnst þetta fyndið), „MH“-ingar og aldursbilið á að giska 20 – 40. Mikill meirihluti virtist líka vera mættur vegna raunverulegs áhuga á tónlist Tiersen sem hleypti ósjálfrátt notalegum straumum um salinn. Ég ætla ekki að eyða miklu rými í að útskýra tónlist og feril Tiersen en maðurinn hefur farið víða, bakgrunnur hans í dægurtónlist sem sígildri hefur gert það að verkum að paletta hans er stór og fjölbreytileg, eitthvað sem Hörpugestir fengu að snerta á þetta kvöldið.
Hljómsveit Tiersen er sömuleiðis fjölmenningarleg og um borð er m.a. Ólavur „okkar“ Jákupsson, færeyskur piltur sem er eitt af undrabörnunum úr tónlistarbænum Götu (þaðan sem Eivör er). Ég hef fylgst með ferli þessa drengs í tæp tíu ár og það vermir manni óneitanlega um hjartaræturnar að sjá hann á sviði með manni sem hefur svona mikið umleikis. Ólavur sást fyrst á sviði með Clickhaze, ofurgrúbbunni sem Eivör hóf sinn feril með sömuleiðis, seinna átti hann eftir að leiða eigið band ásamt bróður sínum, Gestir, og hann hefur og sungið með hinni mögnuðu ORKU.
Sveitin gekk á svið og maður tók varla eftir Yann, sem settist yst við píanóið. Fyrsta lagið var „Till the End“ af næstnýjustu plötu Tiersen, Dust Lane; melankólísk, hægstreym smíð sem sökk inn í vitundina eftir því sem henni vatt fram. Allir meðlimir sveitarinnar sungu með og það var styrkjandi að fylgjast með því hversu innviklaðir allir voru. Þetta var band, ekki bara Tiersen ásamt leiguspilurum. Flestir virtust geta spilað á það sem hendi var næst og Tiersen lék t.a.m. á píanó, gítar, fiðlu og munnorgel. Hvort sem Tiersen líkar það betur eða verr eru lagasmíðar hans æði kvikmyndalegar á köflum og ekki að undra að lög hans hafi verið notuð í hina frægu Amélie, myndina sem kom nafni hans á kortið. Lögin eru stundum meira stemmur en hefðbundin lög, naumhyggjulegt og endurtekningarsamt rennsli sem miðar að því að búa til stemningu, áhrif. Stundum eru honum mislagðar hendur í þessu verður að viðurkennast, sumar smíðarnar einfaldlega full óáreitandi ef svo mætti segja, tónlistin kemur og fer án þess að maður taki eftir því. En þegar Tiersen hittir á naglann fer hann giska djúpt inn.
Naglinn fór þannig á bólakaf um miðbik tónleikana, þegar Tiersen lék „Sur le Fil“ úr nefndri Amélie, einn á fiðluna. Lófaklappið var mikið og kröftugt. Góðir gestir, Amiina, studdu þá við Tiersen og félaga í nokkrum lögum og lyftu smíðunum með strengjum. Eftir því sem leið á tónleikana varð stemningin heildrænni, stemmur Tiersen umvöfðu mann ein af annarri einhvern veginn, maður var með öðrum orðum kominn í gírinn. Fjögur aukalög voru því meira en vel þegin. Þannig byggði Tiersen sett sitt upp, hægt og sígandi, fremur en að drita út slögurum með látum og flumbrugangi. Þessi nálgun virkaði vel og tónleikarnir enduróma enn í kollinum þar sem ég rifja þá upp sællegur á föstudagsmorgni. Stundum er greinilega áhrifaríkara að læðast aftan að manni og grípa mann þannig fremur en að stíma beint upp að manni.
Við upphaf tónleikana. Tiersen á píanóinu. (c) Arnar Eggert.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Glasgow Grænland Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival One Direction post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Svartþungarokk Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- January 2025
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012