Warpaint: Tónleikar í Glasgow
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 11. apríl, 2015
Upp á yfirborðið
• Hljómsveitin Warpaint lék í Glasgow í liðinni viku
• Fyrirmyndarfereyki sem er á miklu flugi um þessar mundir
Warpaint er fjögurra manna hljómsveit frá Los Angeles, sem gaf út aðra og samnefnda breiðskífu sína í fyrra. Hún hefur uppskorið mikið lof fyrir það verk og hefur verið áberandi í tónlistarmiðlum undanfarin misseri. Umtalið eiga meðlimir líka skuldlaust, á plötunni tókst þeim nánast að fullkomna þennan gotneska 4AD hljóm sinn en hún hljómar oft eins og síðari tíma Cocteau Twins séu að leika sér með Joy Division-lög. Hér er ég einfaldlega að reyna að skjóta upp mynd af hljóðheiminum, Warpaint-stúlkur eru síst einhverjar hermikrákur og hafa einmitt, hægt og sígandi, náð að draga fram athyglisverð sérkenni með þessum tilvísunum sínum.
Síðpönk
Hafandi fylgst nokkuð náið með sveitinni síðastliðið ár gekk ég eðlilega spenntur inn í O2 ABC tónleikahöllina í Glasgow. Salurinn var vel fullur og allir hipsterar Glasgow og frændur þeirra líka voru mættir. Eftir sérdeilis hörmulegt upphitunarband stigu stúlkurnar loks á svið og fólk fagnaði innilega. Þær hentu strax í spánnýtt lag, „I’ll Start Believing“, sem kom út á smáskífu fyrir stuttu. Settið, sem var tiltölulega stutt, samanstóð svo af lögum af samnefndu plötunni og þeirri sem kom út þar á undan, The Fool (2010). Að fylgjast með þessari sveit á sviði var unaður og algerlega í takt við það sem ég hef séð á sjónvarpsklippum. Þetta er „inn-í-sig“ tónlist, meðlimir hlykkjuðust um sviðið í hálfgerðum transi, týndir í tónlistinni sem er hægstreym, dulúðug og hjúpast einhvern veginn um þig. Sveimkennt flæðið var brotið upp með skerandi gítar sem er laugaður upp úr síðpönksstíl þeim sem P.I.L., Gang of Four o.fl. kynntu til sögunnar á sínum tíma. Maður fann, sá og heyrði að kvartettinn hefur tiltölulega jafna verkaskiptingu og það byggir undir mjög svo lokkandi stemningu. Trymbillinn, Stella Mozgawa, var síðasta púslið í spilið á sínum tíma og hún límir framvinduna saman með eftirtektarverðri lipurð og bassaleikarinn Jenny Lee Lindberg leggur til snákslegar bassalínur (hún var kölluð Jenny Wobble í eina tíð, til heiðurs hinum mikla meistara, Jah Wobble úr P.I.L.). Gítarleikararnir tveir eru nokkuð ólíkir, Emily Kokal er hlédræg og virðist ágætis tónlistarmaður en seint væri hægt að kalla Theresu Wayman góðan gítarleikara í hefðbundnum skilningi þess orðs.
Sköpunargleði
En spilamennska á pari við þá sem heyra má í útskriftarprófum FÍH er ekki málið. Warpaint snýst um spila- og sköpunargleði, að búa eitthvað til í sameiningu fremur en fingraæfingar. Andlegir forverar Warpaint, The Slits og The Raincoats t.a.m., fylgdu „það er ekki málið hvað þú getur heldur hvað þú gerir“-heimspeki Einars Arnar fram í fingurgóma og þetta má heyra í tónlist Warpaint einnig. Söngnum er þá skipt systurlega yfir alla sveitina, enginn sérstakur forsöngvari var merkjanlegur og sú nálgun, ef svo má segja, er enn ein rós í hnappagat þeirra stríðsmáluðu. Í inngangi tala ég um að þetta fereyki sé til fyrirmyndar og hvað meina ég nú með því? Jú, í afskaplega karllægum poppheimi hefur Warpaint siglt sinn kúrs með heilindi að vopni. Í upphafi voru þær myndaðar uppstilltar í hvítum kjólum og slíku en eftir að þær lögðu það fyrir róða, fóru að íklæðast skítugum gallabuxum og strigaskóm var eins og sveitin tæki að vaxa. Það er samt ekki svo að þær séu að rembast við að vera ókvenlegar (vonandi misskilst þetta ekki), maður fær einfaldlega á tilfinninguna að þær séu raunverulega að gera þetta á eigin forsendum, séu raunverulega að brjótast gegn því sem til er ætlast. Og það er eins og það gerist fyrst náttúrlega þegar fólk sleppir tökunum og fer að standa með sér, keikt og klárt.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bryan Ferry Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Færeysk tónlist Grænland Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skrapt Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012