Plötudómur: Salsakommúnan – Rok í Reykjavík
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 21. júlí, 2018
Dansinn dunar
Rok í Reykjavík er ný plata með Salsakommúnunni, innihaldið lög undir ríkum áhrifum frá suðrænni sveiflu eins og nafnið gefur til kynna
Tónlist ferðast, það hefur hún alltaf gert, en á örari og auðveldari hátt nú en áður fyrr. Frá örófi alda hafa straumar og stefnur ferðast milli Atlantsála og heilu heimsálfanna, tekið sér bólfestu í hafnarbæjum og útnárum og lúrt þar, lengi lengi, og erfitt að rýna í nákvæmlega hvaðan þetta kom og hvers vegna. Í dag er þetta hins vegar allt fremur auðrekjanlegt, á tímum ofurupplýsinga og stafrænna fótspora. Salsatónlistin, hér í meðförum Íslendinga, er reyndar sjálf dæmi um þetta, er samsláttur tónlistarbrota sem koma víðsvegar vegar að. Stefnan varð reyndar til norður í New York á sjöunda áratugnum, fyrir tilstilli aðfluttra Kúbverja og Púertó Ríkó-búa, og blandast þar saman kúbverskt „son“ (sem er hristingur hins spænska canción og afrískrar ásláttalistar), „latín“-djass og fleiri stefnur sem væri ógjörningur að telja upp í ekki lengri grein. Salsa dreifðist síðan um báðar Ameríkurnar – og um heim allan á endanum.
Þrátt fyrir nafnið skilgreinir Salsakommúnan sig breitt, tekur í raun inn alls kyns stefnur frá Rómönsku Ameríku. Kommúnan er skipuð ungu tónlistarfólki, vinum og félögum úr tónlistarskólum m.a. og hefur nú verið starfandi í tæp tvö ár (og fetar í fótspor samlanda eins og Bubba, Tómasar R., Samúels J. Samúelssonar, Egils Ólafssonar og Milljónamæringana svo fáeinir séu nefndir sem hafa látið sig þennan víða geira varða). Rok í Reykjavík heitir fyrsta breiðskífa hennar og innihaldið níu frumsamin lög eftir meðlimi, öll í þessum rómanska stíl. Um leið eru textasmíðarnar undir áhrifum töfraraunsæisins sem einkennir bókmenntir Suður-Ameríku og er því hrært saman við grámóskulegan, skandinavískan veruleika og þessum tveimur ólíku menningarheimum þannig att saman. Það er á vissan hátt kímilegt þegar fólk í norðangarra reynir sig við sólbakaða takta en útkoman er oftast forvitnileg – og á stundum stórskemmtileg (sjá t.d. Hjálma). Geislaplatan sjálf er þá hin vandaðasta hvað hönnun varðar og meðlimir skilja það greinilega gjörla að smáatriðin skipta öllu máli. Litir og teikningar undirstrika þar súrrealískt textaþemað og á útgáfutónleikum var t.d. boðið upp á kennslu í salsadansi. Auk þess fengu 60 fyrstu kaupendur plötunnar sérstaka Salsakommúnu-salsasósu, framleidda af Ó. Johnson & Kaaber. Snilld!
Platan var tekin upp af Kommúnumeðliminum Baldvini Snæ Hlynssyni og Kjartani Kjartanssyni og fóru upptökur fram í Hljóðrita að mestu leyti, og tóku tvo daga. Platan fæst í Eymundsson, Smekkleysu, 12 tónum og Lucky Records, er einnig á Spotify og svo er sveitin með fínustu viðvist á Fésbókinni þar sem hægt er að nálgast frekari upplýsingar.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bryan Ferry Bubbi Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Glasgow Grænland HAM Harpa Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Julia Holter Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kraftwerk Kælan Mikla Morgunblaðið múm Neil Young Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist valtari íslensk tónlist íslenskur plötudómur þjóðlagatónlistUmræðan
- https://lovetoy.vn/ on Um samfélagslegt gildi tónlistar: Sumarbrúðkaup í Finnlandi notað sem sýnisdæmi
- Ólafur Guðsteinn Kristjánsson on Rýnt í: GDRN
- Þorvaldur Daði on Rýnt í: Þóri Georg
- Brynhildur Valgeirsdottir on Plötudómur: Arnar Guðjónsson – Grey Mist of Wuhan
- Hildur Skarphéðinsdóttir on Pælingar: by:Larm og Norrænu tónlistarverðlaunin
- guiflithong.xyz on Um samfélagslegt gildi tónlistar: Sumarbrúðkaup í Finnlandi notað sem sýnisdæmi
- Thorsteinn G. Berghreinsson on Söngvakeppnin: Arnar Eggert gagnrýnir lögin
- Ingimar Neinei Bjarnason on Söngvakeppnin: Arnar Eggert gagnrýnir lögin
- Thorsteinn G. Berghreinsson on Iceland Airwaves 2015: Fimm daga heildarúttekt
- clash of clans hack apk download for android no survey,clash of clans hack apk 7.65.5,clash of clans hack download 2015,clash of clans hack download free,clash of clans hack tool download no survey,clash of clans hack download android,clash of clans hack on John Carpenter heldur tónleika í fyrsta sinn … og það á ATP á Íslandi!!!
Safn
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012