Plötudómur: Kjass – Bleed n’ Blend
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 29. október, 2022.
Djasstilraunir að norðan
Hljómplatan Bleed n’ Blend er eftir tónlistarkonuna Fanneyju Kristjáns Snjólaugardóttur en hún kallar sig Kjass. Þetta er önnur breiðskífa hennar.
Ég kynntist Kjass í gegnum fyrstu plötu hennar, Rætur, sem út kom 2018. Sú plata er dásemd, nærgætin og umlykjandi tónlist í djassmóti og íslensk þjóðlög til grundvallar. Ég var forvitinn, hvaðan kom þetta eiginlega, og fékk þær upplýsingar að Fanney ræki ættir til Mývatnssveitar, þess töfrastaðar. Hún fluttist síðan til Akureyrar 2015 og var fyrsti nemandinn til að klára framhaldspróf í djass- og dægurlagasöng frá Tónlistarskóla Akureyrar. Þar á undan hafði hún m.a. numið við FÍH. Kjassverkefnið fæddist þar en í skólanum lærði Fanney að útsetja og semja lög og í raun „allt sem þarf að kunna til að geta stjórnað eigin tónlistarverkefnum“, eins og hún lýsir sjálf.
Ég heillaðist af frumburðinum og hef haft augu og eyru með Kjass síðan. Gaman því að finna að Fanney er engan veginn að endurtaka sig á nýju plötunni heldur eltir greinilega það sem blæs henni í brjóst. Nýja platan fer þannig í aðrar áttir en fyrirrennarinn, nú „kveður við nýjan litríkan tón í tónlistinni sem tekur snarpa beygju í átt að poppi og rokki“, eins og höfundur segir sjálfur og þetta er rétt lýsing. Grunnurinn er þannig lagað djass eins og áður, hvar Fanney á sínar námslegu rætur, en áherslan allt önnur. Hljóðfæraleikarar í þetta sinnið eru þau Mikael Máni Ásmundsson (gítar), Anna Gréta Sigurðardóttir (píanó), Rodrigo Lopes (trommur) og Stefán Gunnarsson (bassi). Einnig koma Tómas Jónsson (hammond), Ásdís Arnardóttir (selló) og Daníel Starrason (gítar) að plötunni. Hljóðupptökur voru gerðar hjá Sigfúsi Jónssyni hjá Hljómbræðrum og svo var það Kjartan Kjartansson sem hljóðhannaði og batt alla enda saman að því leytinu til.
Rætur batt sig við grundaða nálgun, varfærinn hljóðheim og nánast melankólískan. Eða eins og ég reit á sínum tíma: „Þagnir eru t.a.m. notaðar á áhrifaríkan hátt, gítarstrokurnar koma eftir tveggja sekúndna bið, píanósláttur varfærnislegur og mjúkur og upptaka virkilega innileg, þar sem maður heyrir skrjáfið þegar tónlistarmennirnir færa sig til í sætunum.“ Bleed n’ Blend er hins vegar sprúðlandi verk, gáskafullt og glatt. Titillagið opnar plötuna og er eins og yfirlýsing, sumarlegt og í léttum reggítakti, ansi fjarri því sem við upplifðum á Rótum . Þá koma lög eins og „Running“, grallarasmíð og ansi skemmtilegt verður að segjast. Flottur kór á bak við, það er andað hratt (enda er hún að hlaupa!) og lagið allt viss stíllegur bjúgverpill. Hressandi og ég sé Fanneyju glotta við tönn þegar þetta var útsett. En hér eru líka „eðlileg“ lög, fallegar og næmar ballöður eins og undurblíða „Round and round“.
Fanney fylgdi plötunni úr hlaði í sumar með tónleikum í Reykjavík og á Akureyri. Hvað næst, það enginn veit, en ég hrífst af nálgun hennar, bæði tónlistarlega og viðhorfslega. Þetta sagði hún t.d. í viðtali við Egil Pál Egilsson í Viku blaðinu í sumar: „Ég held að það skipti mjög miklu máli fyrir samfélagið í heild að fjölbreyttur hópur fólks taki sér rými í listsköpun. Ég upplifi það a.m.k. alltaf sem mjög valdeflandi að sjá flotta vandaða list sem aðrar konur eru að gera, sama hvaða listgrein er um að ræða, konur sem stíga inn í kvenleikann og skapa … Kvenleikinn er með tímanum að fá meira rými til að vera alls konar, ekki bara penn, og það er magnað að fá að upplifa það innra með sér og utan við sig í samfélaginu.“
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bryan Ferry Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland Gyða Valtýsdóttir Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skrapt Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
- RPLA on Rýnt í: Kynjahalla í dægurtónlist
Safn
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012