Arcade Fire: Stór, stærri, stærstur…
[Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 2. nóvember, 2013]
Spegillinn í vatninu
• Kanadíska sveitin Arcade Fire gefur út fjórðu breiðskífu sína, Reflektor
• James Murphy sá um upptökur
„Við erum svörtu sauðirnir í tónlistarbransanum,“ lætur Win Butler, leiðtogi Arcade Fire, hafa eftir sér í nýlegu viðtali við breska tónlistartímaritið NME. Á vissan hátt stórkarlaleg yfirlýsing en Butler hefur efni á því þar sem fáar samtímasveitir hafa jafnmikið tak á bransanum í dag og einmitt hún. Neðanjarðar og úti á kanti hefur sveitin stöðu hálfguða á en meginstraumskardinálar, „bransinn“ sem Butler vísar í, fylgjast með af íhygli og eru í raun undir hælnum á Butler og hans fólki. Arcade Fire er nefnilega nafn sem þú veifar viljir þú fá prik í kladdann fyrir að vera með „vandaðan“ smekk og með puttann á púlsinum. Stórstjörnur eins og David Bowie, Florence & The Machine passa sig á að fara fögrum orðum um sveitina (og efalaust Johnny Depp og Bono líka ef ég þekki þá kumpána rétt). Arcade Fire er því með kverkatak á tveimur heimum og bál eftirvæntingar hefur logað glatt í þeim báðum sökum nýjustu breiðskífunnar sem út kom í vikunni.
Ferðalag
Áður hafa komið út þrjú verk; Funeral (2004), Neon Bible (2007) og The Suburbs (2013), allt fremur ólíkar plötur. Og enn er skipt um gír á þessari en upptökustjórnandi, ásamt sveitinni sjálfri og Markus Dravs, er James nokkur Murphy, þekktastur fyrir vinnu sína sem LCD Sound System. Fingraför hans eru enda vel merkjanleg, sum lögin liggja rækilega í þessu nett kalda, naumhyggjulega borgarteknói sem Murphy sneið glæsilega til á sínum tíma.
Platan er „stór“ og það er djúpt á öllu, hvort sem um er að ræða lengd (hún er tvöföld, 75 mínútur að lengd og kemst ekki fyrir á einum geisladiski), umslagið skartar styttu af Orfeusi og Evridís og Butler vísar m.a. í Sören Kierkegaard sem textalegan áhrifavald. Ferðalag þeirra hjóna, Butlers og Régine Chassagne (sem er meðlimur í sveitinni einnig) á heimaslóðir Regínu í Haítí hafði og mikil áhrif samkvæmt Butler, breytti ásýnd hans á heiminn hvorki meira né minna. Rara-tónlistin þaðan lak að nokkru inn í tónlistina en einnig straumar frá Jamaíku, þar sem platan var tekin upp að hluta. Upptökur hófust í Louisiana árið 2011 en svo færði sveitin sig um set til Jamaíku, þar sem tekið var upp í yfirgefnum kastala. Eins og ég sagði, þetta er „stór“ plata.
Lofsamlegt
Platan hefur nær eingöngu fengið lofsamlega dóma og stendur nú í 81/100 á dómasafnsíðunni Metacritic. Og talandi um bál, ég átti í gefandi umræðu um gripinn á samfélagsvettvanginum Fésbók þar sem menn og konur rökræddu uppbyggilega um eðli og eigindir plötunnar. Hörðustu gagnrýnendur sögðu að það eina af viti frá sveitinni væri Funeral en fylgjendur hrósuðu framsýninni og þorinu sem finna mætti á Reflektor. En hvort sem menn voru með eða á móti voru svörin einatt löng og ástríðufull; sönnun þess að það er örðugt að líta framhjá Arcada Fire og áhrifum hennar á samtíma dægurtónlist, hvað sem þér kann svo að finnast um þau áhrif.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bryan Ferry Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland Gyða Valtýsdóttir Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival One Direction post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012