Darkthrone: The Fall svartþungarokksins
[Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 13. apríl, 2013]
Niður til heljar… hér um bil
• Norska öfgarokkssveitin Darkthrone gefur út sína fimmtándu breiðskífu, The Underground Resistance
• Mikil „költsveit“ sem á sér harðsnúinn hóp aðdáenda um allan heim
Ég hef verið að leika mér að því að undanförnu að líkja Darkthrone, hinni ógurlegu norsku þunga-, öfga- og svartþungarokkssveit við The Fall, hina óútreiknanlegu síðpönkssveit hins sérlundaða snillings Mark E. Smith. Ekki bara vegna langlífisins og virkninnar heldur fyrst og fremst vegna þess að aðdáendur vita aldrei hverju þeir geta átt von á – nema alveg ábyggilega hinu óvænta. „Always different – always the same,“ sagði John Peel heitinn um sína elskuðu Fall og hinu sama má snúa upp á Darkthrone. Og þó að þar fari ekki um kolbrjálað ólíkindatól eins og í tilfelli The Fall er hún skipuð tveimur sterkum en um leið gjörólíkum persónuleikum, þeim Nocturno Culto og Fenriz, sem eru nokkurs konar yin og yang sveitarinnar. Trymbillinn Fenriz er grallarinn og um leið „sálin“; hann er talsmaðurinn en um leið vegur tónlistarlegt framlag hans þungt, þyngra en margur heldur (og hefur það aukist ef eitthvað er hin síðustu ár). Culto er hins vegar kletturinn þögli, gítarleikarinn og söngvarinn og hinn óskoraði leiðtogi framan af (eins og segir, meira jafnræði er nú). Framlag þeirra beggja myndar svo þessa einstöku áru sem leikur um sveitina, þetta er í raun réttu Lennon/McCartney-ískt samstarf.
Hugdirfska
Hljómsveitin var stofnuð í smábænum Kolbotn (viðeigandi nafn!) og fyrsta hljóðversplatan var dauðarokksplata, hljómurinn þar alls ólíkur þeim sem sveitin átti eftir að verða þekkt fyrir. Platan, Soulside Journey (1991) er hins vegar skotheld sem slík og það er spennandi að hugsa til þess hvernig Darkthrone hefði getað þróast sem dauðarokkssveit. Á næstu plötu, A Blaze in the Northern Sky (1992), varð algjör kúvending. Tónlistin hrá, hörð og andstyggileg og margir – ekki síst útgáfa sveitarinnar – urðu fyrir áfalli. En Culto og Fenriz sýndu þarna mikla dirfsku og platan er réttilega talin tímamótaverk. Heill undirgeiri í öfgarokki var að spretta upp um þessar mundir og þessi plata gerði mikið í því að fóstra hann. Næstu plötur, Under A Funeral Moon, Transilvanian Hunger og Panzerfaust eru allar sem ein – hver á sinn hátt – stórkostlegar. Hin miskunnarlausa Transilvanian Hunger er oft nefnd sem meistaraverkið og Panzerfaust er … tja … „geðveikisleg“, býr yfir furðulegum vinklum og fyrsta merki þess, eða í raun annað merki þess, að Darkthrone-liðar höfðu engan áhuga á að vera í sérmerktum kassa. Darkthrone leiddist síðan út í meira rokk, næstu plötur (Ravishing Grimness, Plaguewielder t.d.) eru eintóna og minimalískar og minna dálítið á Godflesh hvað áherslur varðar.
Leikur með klisjur
Enn ein u-beygjan kom svo með The Cult Is Alive (2006) þar sem „crust“-pönk-áhrif (Discharge o.fl.) og gamalt for-svartþungarokk (Venom, Celtic Frost) kraumaði undir. Og heilmikið af húmor líka. Síðustu plötur hafa verið í þessum gír en nýja platan ber þó með sér enn eina sveigjuna.
Þessi leikur með þungarokksklisjur hefur aldrei verið jafn áberandi og á nýju plötunni, The Underground Resistance. Segja mætti að platan sé ein löng, á tímum gallsúr þungarokkshylling, þar sem þeir félagar henda alls konar stefnum og straumum í hrærivélina. Þetta er þungarokk sem fjallar um þungarokk. Víkingarokk, hetjurokk, þrass, Iron Maiden, Manowar jafnvel, allt er þetta á flækingi þarna en undir Darkthrone-hattinum góða. Margir rýnar hafa hampað plötunni sem „sönnu“ þungarokki en það er næstum eins og sumir skynji ekki húmorinn sem leiðir þetta allt saman áfram. „Leave No Cross Unturned“ er t.a.m. þrettán mínútur, býr yfir sígildum þrass-gangi og yfir ýlfrar Fenriz eins og litli bróðir King Diamond. Þetta er sprenghlægilegt – og um leið snilldarlegt – og um leið vel rokkandi. Enginn hefði komist upp með svona nokkuð nema þeir bræður. Ég bíð því spenntur eftir næstu plötu, er orðinn háður því að láta koma mér í opna skjöldu með rútínubundnum hætti svo ég styðjist við lýsingu Johns Peel framar í textanum.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Glasgow Grænland Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival One Direction post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Svartþungarokk Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- January 2025
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012