Er seinni bylgja íslensks rapps búin?
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 19. september, 2020.
Dreggjar rappsins?
Pistill þessi átti að vera temmilega hefðbundin úttekt á nokkrum nýútkomnum rapptitlum en varð að vangaveltum um hugsanlegt þrot seinni bylgju íslensks rapps. Lesið endilega áfram.
Eins og ég segi í inngangi, þetta átti að vera skýrsla, ekki pælingagrein. En umtöluð grein kollega míns hjá Ríkisútvarpinu, Davíðs Roach Gunnarssonar, undir heitinu Andlát: Íslenskt rapp, gerði að verkum að ég ákvað að sveigja aðeins af kúrs. Sé líka, mér til undrunar, að ég skrifaði grein í þetta blað í janúar, þar sem ég er að velta fyrir mér stöðu rappsins hérlendis og er tiltölulega slakur þar. En hversu rétt hefur Davíð fyrir sér? Pistill hans er hárbeittur og hálfgerð sprengja í raun þar sem niðurstaðan er sú að þessi önnur bylgja íslensks rapps sé gengin sér til húðar og það fyrir löngu, meira að segja. Hann er þó bjartsýnn á að eitthvað nýtt rappkyns taki við. Inntak greinar hans þarf ekki að vera neitt sérstaklega dramatískt heldur, allar senur líða undir lok undir rest, umbreytast, þróast og/eða renna út í sandinn (athugasemd: Davíð talar um þrjár bylgjur en ég er ósammála þeirri greiningu. Ég tel Quarashi og Subterranean vera einslags fyrirrennara, Rottweiler og co mynduðu svo fyrstu bylgjuna og Gísli Pálmi hóf þessa seinni).
Ég ætla núna að klára upprunalega verkefnið: Hr. Hnetusmjör gaf út nýja plötu fyrir stuttu, kallast hún KBE kynnir: Erfingi Krúnunnar . Já, langpoppaðasta efni hans til þessa, grímulausir „bangerar“ og skýlaus Mammonsdýrkun í hverri línu eða svo gott sem. Drengurinn er fylginn sér. Tveir „stórir“ rapparar áttu þá plötu í ár líka, Emmsjé Gauti og JóiPé & Króli. Platan hans Gauta er stórgóð, þroskuð og slyng textalega og hipphoppið mun aldrei skilgreina Gauta að fullu. Hann er of hæfileikaríkur til þess. JóiPé & Króli reyndu sig með lífræna spretti á nýjustu plötu sinni og sömuleiðis, ég held að meðlimir þar staldri ekkert endilega við í rappinu of lengi. Þetta er tilfinning. Þannig að í ár erum við með risaplötur og svo jaðarbundnara fólk eins og Ella Grill, Séra Bjössa og UngiBesti og Milljón, harla óþekkt (utan Ella). Gamlar kempur eru þá í startholum (Afkvæmi guðanna) á meðan stelpurnar sjá um framsæknina (Fever Dream, Cyber, Daughters of Reykjavík, Countess Malaise).
Ég hef rætt um að rapp er ekki lengur bylgja eða sena sem fer í burtu, rappið er orðið það miðlægt í dægurtónlist samtímans að það er allt eins hægt að tala um að „popp“ eða „klassík“ sé að fara að renna sitt skeið. En þessi önnur bylgja íslensks rapps, jú, maður getur alveg tekið undir það með Davíð að það hilli undir endalokin. Annað væri óeðlilegt. Og þetta sést á því að eftir standa bara risar eða litlir spámenn. Millivigtin er óvenju hljóðlát, listamenn hættir eða ekkert eða lítið heyrist í þeim. Stelpurnar eru undantekning en þær hafa heldur aldrei verið hér á sömu forsendum og strákarnir, eins og ég hef reifað í ótal pistlum.
Ég held að það sé óhætt að slá því föstu að við erum byrjuð að fikra okkur niður kúrfuna. Og ekkert að því. Risarnir sem ég hef nefnt geta stillt upp einhverju prógrammi og haft eitthvað upp úr þessu út árið en það er ómögulegt fyrir nýgræðinga að teika senu sem mestur vindurinn er úr. Þannig lognast þessir hlutir vanalega út af. Stemningin er farin og stöðnunin ríkjandi. Þriðja bylgja, kom fagnandi…
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bryan Ferry Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kraftwerk Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skrapt Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
- RPLA on Rýnt í: Kynjahalla í dægurtónlist
Safn
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012