Fréttaskýring: Chappell Roan og baráttan fyrir betri heimi

Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, fimmtudaginn 27. mars.
Hún er eins og hún er
Chappell Roan hefur vakið verðskuldaða athygli að undanförnu fyrir afdráttarleysi á ýmsum sviðum. Beðið er í ofvæni eftir nýrri plötu en áhrif Roan verða samt seint mæld í tónlistarlegu framlagi eingöngu.
Ég bý við þá gæfu að vera að kenna ungviðinu eitt og annað hvað dægurtónlistarmenningu varðar, hvort heldur í Háskóla Íslands eða Listaháskólanum. Reglulega fæ ég ritgerðir frá „krökkunum“ um samfélagslega vinkla hvað þetta allt saman áhrærir og t.a.m. hafa skrif um Beyoncé og Lady Gaga verið vinsæl, þar sem femínísk og hinsegin fræði fá að fljúga fallega. Og í haust kom úttekt á Chappell Roan, ástríðufull ritgerð sem greip mig, en ég viðurkenni að á þeim tíma var Roan bara nafn sem ég svona hálfþekkti. Nemandinn atarna lýsti svo fyrir mér hvernig Roan væri búin að lyfta grettistaki í ýmsu sem viðkemur niðurtroðnum, jaðarsettum hópum, bæði í gegnum stórkostlega, sprelllifandi tónlist en kannski helst með því að vera bara eins og hún er, svo ég vísi í baráttusönginn kunna sem Páll Óskar og fleiri syngja hástöfum í gleðigöngunni árlegu og oftar: „Ég er eins og ég er / Hvernig á ég að vera eitthvað annað / Hvað verður um mig / Ef það sem ég er, er bölvað og bannað.“
Roan (fædd 1998) ólst upp í miðvesturríkjum Bandaríkjanna (Missouri) við hæfilega íhaldssamar, kristilegar aðstæður. Snemma beygðist svo tónlistarkrókurinn og á árabilinu 2017-2020 var Roan á mála hjá Atlantic Records. Hún var hins vegar látin taka pokann sinn þar en 2022 endurræsti hún ferilinn ef svo mætti segja. Haustið 2023 kom síðan fyrsta breiðskífan út, The Rise and Fall of a Midwest Princess, sló hún í gegn en ekkert þó í líkingu við lagið „Good Luck, Babe!“ sem út kom í apríl 2024 og gerði Roan heimsfræga.
Er hér var komið sögu var Roan búin að sníða sér útlit og holningu. Sterkar vísanir í dragdrottningamenningu og hinseginleika svífa um láð og leg Roan-heima og lög hennar bera þennan boðskap af krafti; eru skemmtileg, skrítin og stuðandi. Grípandi popp úr langefstu hillu.
Það voru dragdrottningar sem opnuðu vortónleikaferðalag Roan árið 2024 og listakonan hefur haldið merki þeirrar menningar hátt á lofti á sínum ferli, segist undir miklum áhrifum þar. Roan er með bein í nefi og með munninn glæsilega fyrir neðan það og henni hefur verið hampað – réttilega – sem hinsegin ofurstjörnu. Hún hefur t.d. valdið því að umræður um skyldaða eða uppáþrengda gagnkynhneigð (e. compulsory heterosexuality) hafa ratað inn í meginstrauminn, vegna þess valds sem hún hefur sem poppstjarna. Henni hefur þá verið hrósað fyrir það afdráttarleysi sem hún hefur sýnt í ræðu sem og riti, hvernig hún talar kinnroðalaust um sjálfsögð réttindi samkynhneigðra og tekur sitt pláss freklega og án nokkurra afsakana. Allt saman er þetta til mikillar fyrirmyndar. Hún hikaði ekki við að setja út á eigin aðdáendur sem hafa gerst of nærgöngulir, hún neitaði að taka þátt í hinsegin dögum Hvíta hússins og setti út á hunsun yfirvalda á Gasa og transréttindum. Og, takið eftir því hvernig hún laumar palestínska fánanum inn í myndbandið við „Good luck, Babe!“ í blábyrjuninni. Stórkostlegt!
Listafólk hefur andæft ríkjandi gildum með ýmsum hætti í sögunni en hann er eftirtektarverður, krafturinn sem hefur fylgt Chappell Roan hvað það varðar. Þetta er ekki bara útvarpsfóður. Hugrekki Roan er aðdáunarvert, ekki síst þegar tillit er tekið til þess að Bandaríkin eru að breytast í hreint og klárt alræðisríki með undraskjótum hætti. Að ærlegt fólk nýti þann vettvang sem það á skiptir meira máli en nokkru sinni.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland HAM Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kraftwerk Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins The Beatles Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Alfun adam on Skýrzla: Íslensk óhljóðalist anno 2025
- kistianto Abdullah on Plötudómur: Nýdönsk – Í raunheimum
- kistianto Abdullah on Plötudómur: Björg Brjánsdóttir & Bára Gísladóttir – GROWL POWER
- kistianto Abdullah on Plötudómur: Davíðsson – Lifelines
- kistianto Abdullah on Fréttaskýring: Staða tónleikahalds í Reykjavík
- kistianto Abdullah on Plötudómur: Magnús Jóhann / Óskar Guðjónsson – Fermented Friendship
- antok on Fréttaskýring: Kendrick, Trump, Ofurskálin o.fl.
- antok on Fréttaskýring: Liam Payne og fallvaltleikinn
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
Safn
- March 2025
- February 2025
- January 2025
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012