Fréttaskýring: Coastal, kvikmynd um Neil Young

Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, fimmtudaginn 10. apríl.
Glímt við þjóðveginn
Heimildarmyndin Coastal tekur á tónleikaferðalagi Neils Youngs um vesturströnd Bandaríkjanna í kjölfar covid-faraldursins. Leikstjóri er Daryl Hannah, eiginkona Youngs, en myndin fer í almennar sýningar um heim allan 17. apríl.
Neil Young er ekki allra og þó, mögulega er hann allra einmitt vegna þess? Bíðið, ekki fara alveg strax, það er pæling hérna. Það er eitthvað við einstrengingshátt Youngs, hvernig hann gerir hlutina ávallt eftir eigin höfði á endanum, sem höfðar til okkar. Hann hefur gert fullt af asnalegum, vanhugsuðum hlutum en líka reiðinnar býsn af snilld, þá ekki síst tónlist sem snortið hefur hjartastrengi víða um heim. Neil Young fylgir sinni köllun – hvort sem því fylgir bölvun eða blessun – og það heillar. Að standa á sínu. Alls ekki allra, en okkar allra upp á þetta fordæmi, að fylgja eigin kompás og vera sá sem þú ert.
Coastal-tónleikaferðalagið hófst í júlí 2023 og lék Young að mestu leyti á vesturströnd Bandaríkjanna. Fyrstu tónleikarnir voru reyndar 30. júní, í John Anson Ford-hringleikahúsinu og þar áttu fyrstu fernu tónleikarnir sér stað. Young þræddi sig síðan eftir ströndinni og lék á áþekkum stöðum. Tónleikarnir voru innilegir, Young einn með gítar og munnhörpu en líka oft við píanóið eða orgelið. Hann seildist stundum djúpt ofan í kistuna og viðraði lög sem hann hafði leikið sjaldan eða aldrei. Í myndinni fáum við að gægjast á bak við tjöldin, fáum að skríða upp í rútu og heyra Young skrafa á persónulegum nótum.
Í anda Youngs er eftir litlu að slægjast þegar reynt er að grafa upp eitthvað haldbært um myndina. Allt er kirfilega á lás, ein 30 sekúndna stikla er á Youtube og ekkert hefur lekið út. Myndin var reyndar frumsýnd á Woodstock-kvikmyndahátíðinni í liðnum október en gagnrýni eða viðbrögð er ekki að finna, þrátt fyrir temmilegustu netleit.
Og það er eitthvað rétt við það. Myndin verður einfaldlega sýnd í kvikmyndahúsum og fólk getur þá farið þangað. Miðað við stillurnar sem maður hefur séð úr myndinni, og þessi litlu myndbrot, er okkur hleypt inn á gafl, þó að eðlilega sé aldrei hægt að meta það til fulls hversu langt okkur er raunverulega hleypt inn. Svo ég beiti menntuðu giski, getur verið að þessi áhersla á kvikmyndasalinn eigi að undirstinga um tengingu, samveru, eitthvað sem glutraðist niður í faraldrinum? Strandatúrinn var einmitt farinn í kjölfar hans, fyrstu skref Youngs upp á sviðið í langan tíma en lifandi spilamennska hefur alla tíð verið eitt af hans einkennismerkjum, í bland við gríðarlega virkni á útgáfusviðinu.
Young sjálfur talar fallega um tiltækið í formlegum pósti sem hægt er að finna á neilyoungarchives.com. Gleðst yfir ferskleikanum og lífinu sem fylgdi því að spila tónlist fyrir fólk eftir faraldurseinangrun og hvernig Hannah náði að festa það allt saman á filmu. Hann minnist líka á bílstjórann sinn, Jerry Don, og rútuna, Silver Eagle, og er hann búinn að semja lag um hana. Það er vonandi að myndin verði einhvers konar gjöf til aðdáenda, að þeir nái að nema eitthvað satt og hreint fyrir tilstilli manns sem verður alltaf ráðgáta að einhverju leyti, kannski mestu leyti.
Young tilkynnti þá fyrir stuttu um tónleikaferðalag í sumar sem hann og sveit hans The Chrome Hearts munu fara í (og plata, Talkin’ to the Trees, á leiðinni). Tugir tónleika eru fram undan í Love Earth-ferðalaginu og munu þeir félagar m.a. troða upp á Glastonbury. Young er óstöðvandi og verður hann 80 ára næsta nóvember ef Guð lofar.
Myndin verður sýnd í kvikmyndahúsum um heim allan þann 17. apríl næstkomandi eins og áður segir. Það eru Sambíóin sem sýna hana hérlendis.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland HAM Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Neil Young Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins The Beatles Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Alfun adam on Skýrzla: Íslensk óhljóðalist anno 2025
- kistianto Abdullah on Plötudómur: Nýdönsk – Í raunheimum
- kistianto Abdullah on Plötudómur: Björg Brjánsdóttir & Bára Gísladóttir – GROWL POWER
- kistianto Abdullah on Plötudómur: Davíðsson – Lifelines
- kistianto Abdullah on Fréttaskýring: Staða tónleikahalds í Reykjavík
- kistianto Abdullah on Plötudómur: Magnús Jóhann / Óskar Guðjónsson – Fermented Friendship
- antok on Fréttaskýring: Kendrick, Trump, Ofurskálin o.fl.
- antok on Fréttaskýring: Liam Payne og fallvaltleikinn
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
Safn
- April 2025
- March 2025
- February 2025
- January 2025
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012