Fréttaskýring: D’Angelo 1974 – 2025

Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, fimmtudaginn 23. október.
Farðu vel fagra sál
Að sönnu var það harmafregn er tilkynnt var í síðustu viku að D‘Angelo (Michael Eugene Archer) hefði látist úr krabbameini 14. október. Þessi stjarna og mágus ný-sálartónlistarinnar var ekki nema 51 árs, jafngamall þeim er ritar (og vatnsberi eins og ég þar að auki). Ég sá hann líka fyrir stuttu, í heimildarmynd Questlove um Sly Stone en þar reyndist D‘Angelo drjúgur í tilsvörum og var aukinheldur æði djúpt á þeim. Táknrænt, D‘Angelo enda hampað sem kyndilbera sálartónlistarinnar á þessari öld og átti hann talsvert undir Sly (þriðja og síðasta plata D‘Angelo, Black Messiah (2014), sótti rækilega í hljóðheim There’s a Riot Goin’ On, plötu Sly and the Family Stone frá 1971).
Uppvöxturinn dæmigerður
D‘Angelo var tuttugu og eins er fyrsta plata hans, Brown Sugar (1995), kom út en þar sló hann hipphoppi og sígildri sálartónlist saman á einkar sannfærandi hátt. Næsta plata, Voodoo (2000), styrkti hann svo frekar í sessi sem helsta boðbera nýrra strauma í svartri meginstraumstónlist. Síðan heyrðist ekki í honum í árafjöld eða allt þar til Black Messiah kom loks út. Þykir hún alveg jafn góð og gild og fyrstu tvær plöturnar og tónlistarlegur ferill D‘Angelo því svo gott sem flekklaus. Uppvöxtur hans var nokkuð dæmigerður, hann fæddist í Richmond, Virginíu, og hneigðist snemma til tónlistar, lék m.a. tónlist í kirkju föður síns. Hann var nítján ára þegar hann samdi við E.M.I. og vakti allnokkra athygli ári síðar er hann samdi og upptökustýrði, ásamt öðrum, laginu „U Will Know“ fyrir ofursveitina Black Men United.
Ný-sálartónlistin verður til
Það er lag að rýna aðeins í það sem D‘Angelo lagði til tónlistarlega en orðinu „snillingur“ hefur verið flaggað ótt og títt síðustu daga á samfélagsmiðlum sem og í greinaskrifum. Í ágætri úttekt rýnisins Alexis Petridis hjá The Guardian vitnar hann í nefndan Questlove sem var beðinn um að vinna að frumburði D‘Angelo en hafnaði því. Questlove, trommari hinnar frábæru The Roots og allra handa tónlistarséni, vann hins vegar að Voodoo með D‘Angelo enda hafði hann séð ljósið eftir að hann heyrði Brown Sugar. Sú plata bar með sér skilgreininguna „neo-soul“, stimpil sem markaðsfólk E.M.I. kokkaði upp til að selja plötuna. Petridis greinir hljóðheiminn vel, jú, vissulega var vísað á köflum í gullaldartímabil hinnar upprunalegu sálartónlistar og blúsinn, djassinn og gospelið er þarna á gægjum og gott betur. En hipphoppið skipti ekki minna máli og Prince var eðlilega átrúnargoðið er platan var unnin.
Goðsögnin mun lifa
Voodoo hnykkti svo á þessu öllu saman, tilraunakenndari og dekkri en á sama tíma fóru að myndast sprungur í skaphöfn og geðslagi okkar manns. Fíkn, stress, sköpunarstíflur, þunglyndi og allur sá „djass“, svo ég mundi ritvöðvann aðeins. Áferð Voodoo ýjar að þessu öllu saman og merkilegt nokk gefur Black Messiah þessum fyrstu tveimur plötum ekkert eftir gæðalega. Hún er þung, þvæld og fyrir henni þarf að hafa en um leið er hún voldug bæði og tilkomumikil. Pólitíkin líka marandi undir öllu. Verk sanns listamanns eins og allt það sem D‘Angelo snerti á. Blessuð sé minning þessa hreina anda sem dvaldi allt of stutt hjá okkur. Mikið sem það hefði verið gott að fá ekki nema aðeins meira efni frá honum en það er samt frekja. Við getum vel unað við þá snilld sem fyrir liggur.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar GDRN Grænland HAM Harpa Hekla Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Morgunblaðið múm Músíktilraunir Neil Young Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- ANNISA on Plötudómur: ROHT – Iðnsamfélagið og framtíð þess
- annisa l.a on Söngvakeppnin 2023: Fyrri undanúrslit
- Alfun adam on Skýrzla: Íslensk óhljóðalist anno 2025
- kistianto Abdullah on Plötudómur: Nýdönsk – Í raunheimum
- kistianto Abdullah on Plötudómur: Björg Brjánsdóttir & Bára Gísladóttir – GROWL POWER
- kistianto Abdullah on Plötudómur: Davíðsson – Lifelines
- kistianto Abdullah on Fréttaskýring: Staða tónleikahalds í Reykjavík
- kistianto Abdullah on Plötudómur: Magnús Jóhann / Óskar Guðjónsson – Fermented Friendship
- antok on Fréttaskýring: Kendrick, Trump, Ofurskálin o.fl.
- antok on Fréttaskýring: Liam Payne og fallvaltleikinn
Safn
- November 2025
- October 2025
- September 2025
- August 2025
- July 2025
- June 2025
- May 2025
- April 2025
- March 2025
- February 2025
- January 2025
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012

Follow


