Fréttaskýring: Snekkjurokk

Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, fimmtudaginn 9. október.
Stolt siglir snekkjan mín
Fréttaskýring vikunnar á tildrög í stórgóðri heimildarmynd sem út kom fyrir stuttu, Yacht Rock: A Dockumentary, þar sem fyrirbærið snekkjurokk er greint á fagmannlegan sem fumlausan hátt.
Stefnan, ef svo mætti kalla, reið röftum á árabilinu c.a. 1977-1983 og voru þekktustu nöfnin Doobie Brothers, Michael McDonald, Toto, Christopher Cross og Kenny Loggins. Dagskipunin var melódískt, ofurþægilegt popprokk með silkimjúku yfirbragði sem var hljóðversunnið upp í topp. Tónlistin eðlilega hötuð á þeim tíma af þeim sem þóttust vera með góðan smekk, tónlistin væri ofunnin, yfirborðskennd og líflaus. En síðan þá hefur fyrirbærið kúvenst. Fólk hafði ímugust á þessu, fór svo að „fíla“ þetta í gríni sem endaði með því, kannski óhjákvæmilega, að það fór að fíla tónlistina í alvöru án nokkurrar kaldhæðni eða skammar. Í stað þess að læðast meðfram veggjum var dálæti þess á „Africa“ með Toto úthrópað á torgum. Í dag er það svo að kornungir „hipsterar“ hlusta á þessa tónlist kinnroðalaust, lon og don. En hvaða furðufyrirbæri er þetta eiginlega?
Niðrandi, neikvætt heiti?
Það er í raun stórmerkilegt að tónlist, sem lá afskiptalaus í rökum plötubúðakjöllurum lengi vel og enginn vildi kannast við, vaxi upp í það að verða merki um fágaðan smekk og plús í töffarakladdann. Hvernig var þetta hægt? Tónlistarstíll/geiri sem á sér mikið líf og vinsældir, því næst hraksmánarlegan dauðdaga sem endar svo með glæstu framhaldslífi. Þetta snýst í raun réttu alls ekki um tónlistina sem slíka, heldur algerlega um þá merkingu sem hún öðlast hjá okkur, þeim sem hlusta, kaupa, spjalla og veifa sínu menningarlega auðmagni. Í dag eru haldnar hátíðir til heiðurs forminu, ábreiðusveitir reknar og nýir listamenn skírskota til tónlistarinnar í smíðum sínum. Lagaspottar (e. „playlist“) tileinkaðir snekkjurokkinu duna á veitingastöðum og í heimahúsum og lærðar greinar eru skrifaðar um hvað teljist vera undir þessum hatti og hvað ekki (dæmi: mynd af Steely Dan fylgir grein en þeir eru t.d. taldir meira til brautryðjenda en eiginlegra snekkjurokkara). Heitið sjálft er þá merkilegt því að það kom ekki fyrr en löngu síðar og þá í gegnum sjónvarpsþætti sem voru að gera grín að stefnunni! Snekkjurokk er því í raun niðrandi og neikvætt heiti þó að téðir þættir hafi verið gerðir af ástríki fremur en meinhornshætti. Þættirnir kallast einfaldlega Yacht Rock, voru sýndir á netinu 2005, og voru fimm til tíu mínútna langir.
Þakklæti og æðruleysi
Heimildarmyndin góða, sem ég mæli heilshugar með, skartar viðtölum við alla helstu páfana í snekkjurokkinu og það er athyglisvert að sjá hvernig þeir nálgast mál. Michael McDonald, sem eftir myndina er uppáhaldsdúllubangsinn minn, er fyrst og síðast glaður og þakklátur fyrir þá uppreistu æru sem þessar vendingar hafa haft í för með sér. Hann, og margir þeirra sem talað er við, rifja upp að þegar hljóðgervlar og myndbönd hófu innreið sína af krafti um miðbik níunda áratugarins hafi þeir orðið hallærislegir á einni nóttu eða svo gott sem. Þakklæti og æðruleysi svífur því yfir vötnum í myndinni auk þess sem mannskapurinn er einlæglega hissa yfir þróun mála. „Það er svalt að vera hallærislegur,“ kvað Huey Lewis skömmu eftir gullaldartíma snekkjurokksins. Orð að sönnu.
Stikkorðaský
Abba ATP Benni Hemm Hemm Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar GDRN Grænland HAM Harpa Hekla Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Alfun adam on Skýrzla: Íslensk óhljóðalist anno 2025
- kistianto Abdullah on Plötudómur: Nýdönsk – Í raunheimum
- kistianto Abdullah on Plötudómur: Björg Brjánsdóttir & Bára Gísladóttir – GROWL POWER
- kistianto Abdullah on Plötudómur: Davíðsson – Lifelines
- kistianto Abdullah on Fréttaskýring: Staða tónleikahalds í Reykjavík
- kistianto Abdullah on Plötudómur: Magnús Jóhann / Óskar Guðjónsson – Fermented Friendship
- antok on Fréttaskýring: Kendrick, Trump, Ofurskálin o.fl.
- antok on Fréttaskýring: Liam Payne og fallvaltleikinn
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
Safn
- October 2025
- September 2025
- August 2025
- July 2025
- June 2025
- May 2025
- April 2025
- March 2025
- February 2025
- January 2025
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012