Fréttaskýring: Tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs

Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, fimmtudaginn 13. mars.
Ljúfur niður úr norðri
Hinn danski Rune Glerup varð hlutskarpastur er Tónlistarverðlaunum Norðurlandaráðs var útdeilt á síðasta ári. Tólf til viðbótar voru um hituna, frá sjö norrænum löndum alls.
Eðli málsins samkvæmt gefa tilnefningar ár hvert einhverja, jafnvel dágóða, innsýn í strauma og stefnur í norrænu tónlistarlífi samtímans. Árið 2023 var þjóðlagatónlist móðins, hvort heldur sú er gárar uppi við grasrót, sú tilraunakennda eða sú poppaða. Þessi stemning sýndi sig í sigurvegaranum, finnska kantele-leikaranum Maiju Kauhanen. Í fyrra drógu þjóðirnar hins vegar af sér lopasokkana og fóru í kjól og hvítt. Nútímatónlist og klassík einkenndi tilnefningalistann.
Við Íslendingar vorum brattir og lögðum listfengi Laufeyjar í dóm Norðurlandaráðs. Ekki hafði Laufey erindi sem erfiði en óneitanlega var þetta langsvalasta tilnefningin (ókei, ég er ekki alveg hlutlaus). Hin tilnefningin var ægifallegt verk Huga Guðmundssonar, The Gospel of St. Mary.
Rune Glerup, danskurinn, semur tónlist sem er spennuhlaðin og afdráttarlaus. Gott ef það er ekki smá Bára Gísla í honum. Ég skil aðdráttaraflið og skil að hann hafi náð í gegn. Vel ásættanlegur sigur, verra hefur það verið. Hinn Daninn er Jonas Struck, meðlimur í indíbandinu Swan Lee, en tónlist hans við heimildarmyndina Apolonia Apolonia var tilnefnd (þetta árið var tilnefnt fyrir verk, ekki feril). Ágætis tónlist, en hvorki meira né minna.
Svíarnir, sjálfskipaðir konungar Skandinavíu, lögðu annars vegar til sellókonsert Anders Hillborg frá 2020, sem er heldur uppburðalítill verður að segjast. Mun meira er varið í verk þeirra Söru Parkman og Hampus Norén, Eros Agape Philia. Sprúðlandi skemmtilegt, glettið og tilraunakennd rennireið sem er allrar athygli verð.
Finnarnir mættu með tvennt ólíkt, Linda Fredriksson er djasstónlistarkvár sem þenur mörk og mæri hins mögulega á meðan hljómsveitarverk Ceciliu Damström, Extinctions, fjallar um sögu heimsins frá upphafi til vorra daga og það á tuttugu mínútum. Metnaðinn vantar a.m.k. ekki þarna!
Norðmenn hafa verið afturhaldsmiðaðir lengi vel í þessum verðlaunum og síðasta ár var með sama lagi. Stabat Mater Tyler Futrell er þó gríðarlega áhrifaríkt verk, stingandi fallegt eiginlega. Brigde Önnu Hytta samþættir þá þjóðlagatónlist og klassík.
Álandseyjar sendu LUFT Peters Lång inn, hefðbundið og óspennandi verk og Færeyjar sviptu upp sjálfum Tróndi Bogasyni, eiginmanni Eivarar Pálsdóttur. Verk hans Symphony no. 1 & 2 Sólárið er sérkennilegt svo ekki sé meira sagt.
Grænlendingar höfnuðu þátttöku í ár, hafa m.a. nefnt að í raun sé tilgangslaust að taka þátt þar eð Grænland, Færeyjar og Álandseyjar búa bara að einni tilnefningu og þar með einu atkvæði. Þegar ég hugsa um síðasta ár kom hann nokkuð hressilega upp á yfirborðið, undirtónninn sem marrar statt og stöðugt undir verðlaununum, þar sem greinarhöfundur situr í dómnefnd. Skrifuð, klassísk tónlist er tónlist sem ber að taka alvarlega og stilla fram sem verðlaunaefnum, hitt dótið, popparar eins og Laufey, mega vera með en koma seint til álita sem verðlaunahafar. „Popparar“ hafa vissulega unnið en þessi tilfinning og þessi andi sem ég er að lýsa er samt til staðar.
Það er hægt að velta tilgangi og gildi þessara verðlauna endalaust fyrir sér. Á að rýna í óþekkt, „erfið“ tónskáld sem enginn veit hver eru og um leið fara á svig við einn tilganginn, að laða fólk úti í heimi að norrænni tónlist? Eða fara í hina áttina, einblína á þekktari og „auðmeltari“ nöfn og draga þar með fleiri eyru að norræna tónlistarsviðinu heilt yfir? Persónulega finnst mér mikilvægt að hafa dulinn tilgang verðlaunaafhendinga í heiðri, að málið sé fyrst og fremst að vekja athygli á ástundun tónlistar almennt séð, fremur en hvort þessi tónlistarmaður sé „betri“ eða „verri“. Slíkt er náttúrlega erfitt að mæla, ef ekki ómögulegt.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Færeysk tónlist Grænland HAM Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Julia Holter Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurFærslur
- Fréttaskýring: Tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs
- Plötudómur: Egill Ólafsson og íslensk-finnska vetrarbandalagið – Á tónleikum í Fríkirkjunni í Reykjavík 9. febrúar 2013
- Fréttaskýring: Kendrick, Trump, Ofurskálin o.fl.
- Plötudómur: Magnús Jóhann / Óskar Guðjónsson – Fermented Friendship
- Rýnt í: Grasrótina 2024
Umræðan
- kistianto Abdullah on Plötudómur: Nýdönsk – Í raunheimum
- kistianto Abdullah on Plötudómur: Björg Brjánsdóttir & Bára Gísladóttir – GROWL POWER
- kistianto Abdullah on Plötudómur: Davíðsson – Lifelines
- kistianto Abdullah on Fréttaskýring: Staða tónleikahalds í Reykjavík
- kistianto Abdullah on Plötudómur: Magnús Jóhann / Óskar Guðjónsson – Fermented Friendship
- antok on Fréttaskýring: Kendrick, Trump, Ofurskálin o.fl.
- antok on Fréttaskýring: Liam Payne og fallvaltleikinn
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
Safn
- March 2025
- February 2025
- January 2025
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012