Fréttaskýring: Tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs 2025

Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, fimmtudaginn 15. janúar.
Naskir tónar Norðurlöndum frá
Ég hef undanfarin ár sett niður hugleiðingar um Tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs, lagt út frá tilnefningum síðasta árs sem ættu að gefa einhverja mynd af því hvað á seyði er í tónlist þessa svæðis. Í ár voru tilnefningarnar tólf, tvær frá stærstu norrænu löndunum fimm en svo ein frá Álandseyjum og ein frá Færeyjum. Grænlendingar hafa hafnað þátttöku undanfarin ár, segja leikinn ójafnan og það er ýmislegt til í því. Eins og í tilfelli Færeyja og Álandseyja er aðeins ein tilnefning og því aðeins eitt atkvæði. Færeyjar hafa unnið til verðlauna, þrátt fyrir þetta, en auk þess stendur í reglugerðarbók verðlaunanna að þessi þrjú lönd megi tilnefna „þegar þau geta“.
Eins og sjá má er ég innviklaður í þetta ferli, sit í dómnefnd fyrir Íslands hönd ásamt tveimur öðrum, þar sem um er að ræða tvo aðalmenn og einn vara. Tilnefnt er annað hvert ár fyrir feril listafólks og á móti fyrir einstakt verk. Þannig voru Laufey og Hugi Guðmundsson tilnefnd fyrir verk/plötur í fyrra en árið á undan voru Sigur Rós og Elfa Rún Kristinsdóttir tilnefnd fyrir feril sinn í heildina. Og rakið hneyksli að Sigur Rós, sú mæta sveit, hafi ekki tekið verðlaunin það ár!
Víkingur vann
Við Íslendingar náðum þó vopnum okkar í ár en það var sjálfur Víkingur Heiðar Ólafsson sem hreppti verðlaunin. Og kominn tími til. Þetta var í fjórða sinn sem hann var tilnefndur (2009, 2017 og 2021 eru hin árin) og eins gott að hann tæki þau nú svo ég sé fullkomlega hreinskilinn. Ég skynjaði þetta sem hálfgerða rússneska rúllettu, ef hann hefði ekki unnið þá væri fyrir það fyrsta eitthvað að verðlaununum og í annan stað eitthvað að dómnefndinni sem slíkri. Já já, ég er náttúrulega alveg hlutlaus hérna! En samt. Auðvitað kom enginn annar til greina þetta árið. Hin tilnefningin frá Íslandi snerist svo um glæstan feril Emilíönu Torrini.
En hvað buðu hin löndin upp á? Danir tefldu fram Annisette Koppel sem er þekktust fyrir að hafa verið söngkona rokksveitarinnar kunnu Savage Rose. Einhver „lífstíðarverðlauna“-pæling þarna sem fór hins vegar skammt. Þá var slagverksleikarinn Ying-Hsueh Chen tilnefndur, einkar glúrinn leikur og ég hefði viljað sjá hana á palli ef slíkt væri fyrir hendi í þessum verðlaunum. Finnar fóru bil beggja, brúuðu heimana tvo, annars vegar var fiðluleikarinn Elina Vähälä tilnefnd og hins vegar Pekko Käppi sem einblínir á tilraunakennda þjóðlagatónlist. Þeir eru umsvifamiklir í þeim efnum, stórvinir okkar Finnarnir. Norðmenn stilltu fram Djasshljómsveit Þrándheims en einnig fiðluleikaranum Vilde Frang. Þeir eru merkilega íhaldssamir Norðmennirnir þegar kemur að þessum verðlaunum og hafa aldrei dýft tám í poppaðri vötn nýlega, alltént svo ég muni eftir.
Fjölbreytt flóra í ár
Svíar kunna hins vegar vel við sig í flippinu. Þaðan er spunalistakonan Sofia Jernberg, tilnefnd síðasta ár, og tilraunapopp El Perro del Mar. Álandseyingar sendu óperusöngkonuna Sofie Asplund til leiks á meðan Færeyingar buðu upp á gotapoppsöngkonuna frábæru Brimheim.
Heilt yfir var bragur verðlaunanna í ár nokkuð fjölbreyttur, ólíkt tveimur síðustu árum sem einkenndust mikið til af klassík (2024) og þjóðlagatónlist (2023). Eðlilega gengum við samdómari minn hróðugir frá borði í þetta sinnið en ég árétta að svona verðlaunastúss er fyrst og síðast til að vekja athygli á tónlistarvirkni norræna svæðisins almennt séð fremur en að það sé verið að keppa í tónlist enda er það ekki hægt.
Stikkorðaský
Abba ATP Benni Hemm Hemm Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar GDRN Grænland HAM Harpa Hekla Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Universitas Islam Sultan Agung on Plötudómur: Ambátt – Flugufen
- Universitas Islam Sultan Agung on Tónleikadómur: HAM!!!
- Universitas Islam Sultan Agung on Rýnt í: JFDR anno 2020
- Universitas Islam Sultan Agung on Rýnt í: Norræna þungarokkssýningu í Berlín
- Universitas Islam Sultan Agung on Rýnt í: Íslensk kvikmyndatónskáld
- Universitas Islam Sultan Agung on Steve Mason: Fyrirbærið frá Fife
- Universitas Islam Sultan Agung on Fréttaskýring: Brian Wilson 1942 – 2025
- Universitas Islam Sultan Agung on Iceland Airwaves 2022: Back on the Horse!
- ANNISA on Plötudómur: ROHT – Iðnsamfélagið og framtíð þess
- annisa l.a on Söngvakeppnin 2023: Fyrri undanúrslit
Safn
- January 2026
- December 2025
- November 2025
- October 2025
- September 2025
- August 2025
- July 2025
- June 2025
- May 2025
- April 2025
- March 2025
- February 2025
- January 2025
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012

Follow


