Haraldur Ægir Guðmundsson, Halli Guðmunds, var að gefa út plötuna Svefndans. Ljúfur djass alla leið, frábærlega leikinn og útsettur. Böddi Reynis syngur flest laganna og hann ber sönginn vel. Anna Gréta Sigurðardóttir útsetur þá strengi með glans og knýr fram Hollywood, Chet Baker og ámóta. Stór, sígildur djass e-n veginn. Hljómur frábær en hann er í höndum Bigga í Sundlauginni.

Hér eru svo upplýsingar frá Halla sjálfum:

“Þetta er önnur platan mín á árinu, en sú fyrri, Club Cubano – Live at Mengi átti sér aðeins eins árs vinnuferli, frá upptöku til útgáfu. Svefndans er önnur plata trommulausa kvartettsins sem gaf út Black & White – Chet árið 2020. En það ár fór ég aftur í Sundlaugina með Agnari Má Magnússyni á píanó, Snorra Sigurðarson á trompet/flugel horn og söngvaranum Böðvari Reynissyni til þess að leggja drög að næstu plötu sem varð Svefndans … platan er ólík Black & White að því leyti að á plötunni eru gestasöngvarar, strengjaútsetningar og mismunandi áferð blásturshljóðfæra ofan á píanó og kontrabassa. Hljóðvinnsla Svefndans er öll unnin af Birgi Jóni Birgissyni í Sundlauginniní Mosfellsbæ. Forsíðuhönnunin er eftir Hauk Gröndal.

Tilvalið með rauðvíni og ostur í aðventu rökkrinu.”

Ítarupplýsingar má finna á: https://www.facebook.com/haraldur.gudmundsson/

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Set your Twitter account name in your settings to use the TwitterBar Section.
Follow

Get every new post on this blog delivered to your Inbox.

Join other followers: