Jólatónlist: Geirinn furðulegi
[Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 30. nóvember, 2013]
Nú mega jólin koma fyrir mér…
• Ófullkomið yfirlit yfir nýjar erlendar jólaplötur
• Plöturnar koma úr óvæntum áttum sem og fyrirsjáanlegum
Hann er stórmerkilegur, þessi undirgeiri popptónlistarinnar sem kenndur er við jólin. Einu sinni á ári, í u.þ.b. mánuð, dynja þessi lög á okkur og sá sem hitti á eitt stykki smell af þeim toganum í árdaga getur haft af því hið sæmilegasta lifibrauð í dag. Án þess að ég hafi á því einhverjar skýringar hefur dálæti mitt á þessari tónlist vaxið undanfarin ár. Og það er ekki bara að ég sé farinn að leggja mig meira eftir fagurfræðinni heldur er ég heillaður af því hvernig þessi geiri virkar menningarlega/samfélagslega, í raun hversu undurfurðulegur hann er. Ég er að segja ykkur það, fræðileg ídýfa er handan við hornið. Undarlegir hlutir hafa þá gerst, eins og botnlaus hrifning mín á jólaplötu Sting ber t.d. vitni um, eitthvað sem er þannig séð óverjandi og eiginlega ekkert sniðugt að játa þetta svona opinberlega. Það er nánast eins og smekkvísi fari í jólafrí hjá manni eins og annað. Er það vel!
Epískt síróp
Þessi jólaplatnabransi gengur mikið til á endurtekningum, sömu lögin hljóma von úr viti og jólaplötur með Presley, Nat King Cole, John Denver o.fl. endurunnar og endurútgefnar ár eftir ár. Eitthvað er þó um endurnýjun ár hvert og sumar plötur ná að festa sig í sessi (mér verður t.d. hugsað til Íslands og jólaplötu Sigurðar Guðmundssonar og Memfismafíunnar, en fyrirsögn greinarinnar er lagatitill af henni) á meðan aðrar lifa bara í örfáar vikur líkt og jólatréð í stofunni. En kíkjum aðeins á þetta ár.
Ég held að ég byrji á því að leiða fram hefðbundnari plöturnar og þá listamenn sem eru augljóslega að gera meðvitaða tilraun til að treysta sín framlög í sessi. Plata Mary J. Blige, A Mary Christmas (þessi titill var auðvitað óhjákvæmilegur) er veigamesta platan í þessum efnum og Blige fetar þessa epísku, sírópslegnu leið sem Josh Groban, Michael Bublé og fleiri hafa verið að trítla eftir með firnagóðum árangri, sölulega þá fremur en listrænum. Þessi höfundur hefur reyndar veikan blett fyrir Groban (sjá fyrri yfirlýsingar um „smekkleysi“). Það eru nær eingöngu söngkonur þetta árið sem standa í uppfærslum á jólaplatnabunkanum, Kelly Clarkson og Leona Lewis bjóða upp á samskonar plötur og þá gefur Susan Boyle, hin eina sanna, út plötuna Home for Christmas.
Pönkað inn jólin
Flippdeildin hagar sér öðruvísi, oft er hugsunin eingöngu sú að prófa þetta einu sinni, fólk er ekkert að stressa sig um of og einmitt það viðhorf hefur getið af sér dásamlegar plötur sem standast tímans tönn. Sjá t.d. hina frábæru plötu Christmas með bandaríska neðanjarðarrokktríóinu Low, sem hefur öðlast hálfgerða „költ“ stöðu.
Ég set Kim Wilde í þennan flokk, en jólaplata var nokkuð óvænt útspil frá þessari fyrrverandi níunda áratugs poppstjörnu. Wilde hefur átt erfitt með að fóta sig í tónlistinni unfanfarna áratugi eins og svo margir fyrrverandi meðreiðarsveinar hennar og -meyjar og því þá ekki að láta reyna á þetta? Hún hefur vit á því að taka sig ekki of alvarlega, spott og spé stingur upp kolli reglubundið og tveir af þessum áðurnefndu meðreiðarsveinum, þeir Rick Astley og Nik Kershaw, kíkja í heimsókn. Það er innilegur fjölskyldubragur á þessu líka, eiginmaður hennar, Hal Fowler, syngur með henni í einu lagi og bróðir hennar Ricky og pabbi hennar Marty syngja með í ábreiðu á guðdómlegt lag Fleet Foxes, „White Winter Hymnal“. Rafdúettinn góðkunni Erasure snarar þá út plötunni Snow Globe sem já…hljómar eins og jólaplata ef Erasure hefðu gert jólaplötu! Skringileg, rafknúin og jafn undurfurðuleg og þessi blessaði geiri allur. Pönkrokksveitin Bad Religion beitir svipaðri aðferðafræði á sinni plötu, Christmas Songs. Jólalögin sem við þekkjum öll eru þarna, en búin að fara nokkra snúninga í þeytivindu ræflarokksins. Það merkilega er samt að það er ekki vottur af kaldhæðni hjá Bad Religion-mönnum, lögin eru flutt á heiðarlegan, mætti ég segja einlægan máta. Ég verð líka að nefna jólaplötu Nick Lowe, Quality Street – A Seasonal Selection For All The Family. Eins og þeir sem ég hef nefnt hér á undan fer Lowe óhefðbundnar leiðir, tónlistin í þessum þekkilega rokkabillí/kántrí-gír sem höfundurinn hefur meitlað til í gegnum árunum og lagatitlar eins og „Christmas at the Airport“, „Old Toy Trains“ og „The North Pole Express“ undirstinga blæbrigðin sem leika um plötuna. Og að lokum, haldiði ekki að Kool & The Gang séu með jólaplötu líka!? Kool for the holidays heitir hún að sjálfsögðu. Ég viðurkenni að ég hef ekki enn þorað að hlusta á hana. Líklega af ótta við að fíla hana! Gleðileg jól!
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bryan Ferry Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kraftwerk Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skrapt Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
- RPLA on Rýnt í: Kynjahalla í dægurtónlist
Safn
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012