Kacey Musgraves: Hið nýja Nashville
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 27. júní, 2015
Umbylting innan frá
• Tónlistarkonan Kacey Musgraves gefur út Pageant Material
• Athyglisverðar hræringar í hjarta Nashville
Undanfarið hefur átt sér stað athyglisverð þróun í Nashville, höfuðstað kántrísins. Ungir kventónlistarmenn þar hafa verið verið að storka hefðbundnum viðmiðum og gildum sem þar þrífast en leitun er á íhaldssamari stað þegar kemur að spurningunni um hvað megi og hvað megi ekki í tónlistarlegu tilliti. Þessir tónlistarmenn; þ.ám. ofurstjarnan Miranda Lambert (Taylor Swift sveitatónlistarinnar, alltént eftir að Swift yfirgaf þá veröld), Angaleena Presley, Ashley Monroe (þær þrjár skipa einnig hliðarverkefnið Pistol Annie‘s) og Kacey Musgraves ráðast að og efast um karllæg, úr sér gengin viðhorf í gegnum snjalla texta og vissa kaldhæðni sem birtist m.a. í ímyndarvinnu. Textarnir fjalla þá kröftuglega um hluti sem sjaldan er hreyft við; vímuefnamisnotkun, stéttamisrétti, smábæjareinangrun, kvennakúgun o.s.frv. Já, þetta hljómar ótrúlega en það er nákvæmlega þetta sem er að gerast í höfuðborg sveitatónlistarinnar. Og það lygilega er, fólk er að kaupa, hlusta og umfaðma.
Breytingar
Það er einnig undarlegt að þessar breytingar eiga sér stað í kerfinu, í borginni sjálfri, en hér áður fyrr þurftu menn hreinlega að flytja sig um set landfræðilega ættu þeir að komast upp með að sveigja reglurnar eitthvað (útlagakántríið á áttunda áratugnum er besta dæmið þar um).
Kacey Musgraves fæddist austur í Texas árið 1988 í smábænum Alba (500 íbúar). Snemma kom í ljós að barnið var músíkalskt og hún gaf út sína fyrstu plötu árið 2000, þá aðeins tólf ára gömul. Fleiri heimabruggaðar plötur fylgdu en hún vakti fyrst athygli árið 2007 er hún tók þátt í Nashville Star-keppninni. Árið 2012 samdi hún við Mercury sem gaf út fyrstu smáskífu hennar, „Merry Go‚ Round“. Lagið sló í gegn og ljóst að hér var hæfileikakona á ferðinni en textinn er ekkert minna en magnaður, nokkurs konar uppfærsla á „The River“ Bruce Springsteen þar sem brostnir draumar og ömurleg hringrás þeirra sem ekki geta brotist úr hlekkjum þeim sem samfélagið áskapar þeim voru til umfjöllunar. Tilkomumikið svo sannarlega og á þessu hnykkti Musgraves svo með stórri plötu, Same Trailer Different Park, en titillinn segir eiginlega allt um hvaða póll er tekinn í hæðina. Platan er yndislega látlaus en um leið full af öryggi og vísdómi sem flæðir iðulega frá mun eldra fólki en hinni ungu Musgraves. Í dómi Steve Leggett fyrir allmusic.com segir að Musgraves „leggi sig fram um að segja hreint og beint frá, eitthvað sem ætti að vera málið í Nashville en er það iðulega ekki“. Platan færði henni frægð og frama og þeir sem vilja það ögn dýpra en gengur og gerist hafa beðið spenntir eftir næstu plötu.
Bylting
Á Pageant Material er að finna glúrna leiki með tákn og meiningar og umslagið er ekkert minna en snilld, undirstrikar fullkomlega hvaðan Musgrave er að koma. Á umslaginu er hún í hlutverki fegurðardrottningar en svipur hennar og myndbygging öll gefur til kynna einkar gagnrýninn huga (minnir dálítið á Live Through This-umslag Hole). Platan var þá tekin upp í hinu sögufræga „Hljóðveri A“ RCA í Nashville, þar sem mörg klassíkin hefur verið fest á band. „Við hljóðrituðum þetta mestmegnis sitjandi í stórum hring,“ segir Musgraves, sem m.a. minnist á draug Gram Parsons í einu laganna en fáir voru jafn ötulir múrbrjótar og hann þegar kom að kántríi. „Ég elska þetta hljóðver og það blæs góðum anda í það sem við vorum að gera. Eins og sjá má eru Musgraves og félagar að umbylta málum í miðjum höfuðstöðvunum og það með tækjum og tólum valdhafanna. Það er eitthvað reglulega svalt við þetta allt saman.
Stikkorðaský
Abba ATP Benni Hemm Hemm Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eivör Pálsdóttir Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Sóley Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- January 2025
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012