Neðanjarðartónlist: Ráðstefna í Portúgal
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 18. júlí, 2015
Meira pönk, meiri fræði!
• Ráðstefna um allra handa neðanjarðartónlist í Portúgal
• Yfir 250 fræðimenn hvaðanæva úr heiminum
Í síðustu viku sótti ég ráðstefnu í Porto sem hafði með neðanjarðartónlist að gera. KISMIF (Keep It Simple Make It Fast – Crossing Borders of Underground Music Scenes) eins og ráðstefnan kallaðist fullu nafni var nú haldin í annað sinn og fræðimenn á ýmsum stigum í sínum ferli flykktust til borgarinnar.
Umfangsmikið
Magnið af fyrirlestrum var sláandi, yfir 250 talsins á þremur dögum. Dögunum var skipt í þrjá hluta, innan hvers og eins hluta voru svo fimm „riðlar“ samtímis og fimm fyrirlestrar í hverjum og einum. Keyrslan var hröð – í anda ráðstefnuheitisins – og hver fræðimaður fékk tæpt korter til að buna vísdómnum út. Margbreytileikinn í efnistökum var tilkomumikill, pönk í Portúgal, rokkmömmur, tyrkneskt þungarokk, neðanjarðarblaðaútgáfa, eðli hausaskaks, tengslamyndun hjá „emo“-krökkum, sýrubillíhátíðir í Finnlandi. Já, ég veit, þetta er eiginlega of gott til að vera satt. Dick Hebdige, höfundur hinnar áhrifamiklu bókar Subculture: The Meaning of Style og Dave Laing, höfundur One Chord Wonders, fyrstu fræðibókarinnar um pönk, héldu þá lykilræður. En auk þess klikkuðu skipuleggjendur ekki á því að tengja ráðstefnuna við umfjöllunarefnið og tónleikar, kvikmyndasýningar, bókasýningar og alls kyns uppákomur voru hluti dagskrár.
Nú er ég búinn að fara á nokkrar fræðaráðstefnur og það eru nokkur gegnumgangandi minni í þeim öllum. Internetið t.a.m. virkar aldrei og ef það er hægt að koma því í gang er það eftir dúk og disk með tilheyrandi riðlunum (ég er fyrir löngu hættur að taka áhættu og spila hljóðdæmi af skrá en ekki þjónvarpinu (youtube)). Skipulag er misgott eðlilega en fordómar fyrir hinum „hægu“ Portúgölum gufuðu fljótt upp. Þeir keyrðu ráðstefnuna alveg jafn vel og hverjir aðrir. Betur í sumum tilfellum; notkun á samfélagsmiðlum var t.a.m. til fyrirmyndar þó að hitt og þetta hafi verið í tómu rugli (heimasíða ráðstefnunnar var t.d. óttalegt torf og ekki beint í anda einfaldleikans sem boðaður er í viðfangsefninu).
Sérkennilegar samkundur
Félagsfræðingurinn í manni fer líka ósjálfrátt í gang á svona samkundum og það er dálítið kostulegt að greina þessa viðburði með slíkum gleraugum. Óskráðu reglurnar, endurteknu stefin og kunnuglegu staðalímyndirnar – þetta á við um pönkráðstefnur sem klassískar. Sumar kraftbendilssýningarnar eru eins og flugeldasýningar á meðan aðrir eru með allt niðrum sig. Það eru ungu og æstu fræðimennirnir sem mala og mala hver við annan á milli fyrirlestra og svo reynsluboltarnir sem láta sig oftast hverfa; nýta tækifærið og spjalla við gamla félaga á leynilegum veitingastað í stað þess að hlusta á rausið í spjátrungunum. Svo er daðrað og drukkið, ó já, og á degi tvö mæta nokkrir glaseygðir um hádegið, búnir að týna símanum sínum. Á þriðja degi er lunginn af gestum orðinn heiladauður, einfaldlega vegna of mikillar kenningaítroðslu (og þegar þú ert í Portúgal í júlí þá stelstu að sjálfsögðu á ströndina).
Já, við erum öll mannleg og þurfum að hlýða því en ég ætla heldur ekki að gera lítið úr mikilvægi þessarar ráðstefnu. Þessi geiri dægurtónlistarfræða sem var í brennidepli, að rýna neðan grundu, er á miklu skriði um þessar mundir og mikilvægt að koma líkt þenkjandi sálum saman. Það er þessi tengslamyndun, „networking“ eins og Engilsaxar kalla það, sem hefur allt að segja og byggir undir áframhaldandi rannsóknir, skilning og þekkingaraukningu.
Meira pönk, meira helvíti … meiri fræði!
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Glasgow Grænland Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival One Direction post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Svartþungarokk Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- January 2025
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012