Pælingar: Hvað er norræn tónlist?
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 9. mars, 2019
Hvað er norræn tónlist?
Norrænu tónlistarverðlaunin (Nordic Music Prize) voru afhent í liðinni viku og hefur pistilritari ýmislegt við framkvæmd þeirra og útfærslu að athuga.
Verðlaunaafhendingin fór fram á by:Larm tónlistar- og ráðstefnuhátíðinni í Osló, sem er helsta samkunda norræna tónlistarbransans. Hin sænska Robyn fór heim með hnossið (fyrir plötuna Honey) en alls voru tólf plötur frá Norðurlöndum tilnefndar. Fyrir hönd Íslands þetta árið voru þær Gyða Valtýsdóttir (G Y D A) með plötuna Evolution og GDRN með plötuna Hvað ef.
Þessi verðlaun voru veitt í fyrsta sinn árið 2011 (fyrir plötur gefnar út 2010) en þá hreppti Jónsi okkar hnossið fyrir plötu sína Go. Svipar verðlaununum til Mercury-verðlaunanna bresku þar sem áhersla er á listrænt innihald fremur en hve markaðsvænar plöturnar eru. Samnorræn, fimm manna dómnefnd (sem ég tilheyri) sá um að velja plöturnar tólf en alþjóðleg dómnefnd (sem er reyndar eingöngu skipuð Bretum í dag!) sker svo úr um loka-sigurvegarann.
Tólf platna listinn í ár var sterkur. Mikið um verulega framsækna tónlist (þar sem hin danska Astrid Sonne fór með himinskautum, og fékk hún sérstaka viðurkenningu fyrir frábæra plötu sína, Human Lines) og þess má geta að ríflega 85% framlagsins voru úr ranni kvenna (tíu plötur). Þetta er í fyrsta skipti sem ég upplifi slíkt og alveg ný hlustunarreynsla að renna öllum plötunum (graðar gítarsveitir voru hvergi…).
Að þessu sögðu verð ég að lýsa yfir vonbrigðum með sigurvegara ársins. Með fullri virðingu fyrir þessu tilkomumikla verki Robyn. En listamaður sem hefur fyrir löngu öðlast alþjóðlegan sess og er að gera tónlist sem er ekki að brjótast inn á neinar nýjar lendur – þannig séð – á ekkert erindi upp á þennan pall. Valið gekk þvert á yfirlýst markmið verðlaunanna, að byggja undir sérkenni Skandinavíu í poppheimum og hvetja áræðna og minna þekkta tónlistarmenn áfram í sínu starfi. Það er eins og það sé rof á milli okkar heimamanna og „alþjóðlegu“ dómnefndarinnar sem hefur áður orðið uppvís að taktleysi sem þessu. Við vorum að tala um það, í tilfinningahitanum, ég og finnski dómarinn (að sjálfsögðu erum við blóðbræður) að nær væri að fá tékkneska, mexíkóska, litháíska og nýsjálenska dómara til þess arna, fólk sem deilir að einhverju leyti jaðarsetningu á poppmörkuðum, en verðlaununum er ætlað að koma norrænni tónlist á framfæri á alþjóðavísu, þar sem Bretar og Ameríkanar eru með tögl og hagldir. Ég skil upprunalegu pælinguna, að fá „lávarðadeildina“ til að meta það sem er í boði, en það er eins og áherslur og markmið hafi skolast eitthvað til. Fyrir utan einsleitnina í dag er það líka kaldhæðið að Bretarnir sem fylla dómnefndina eru að missa þessi völd sín að einhverju leyti (Brexit).
Jú jú, það mætti segja að poppið hennar Robyn sé einmitt eitt af einkennum skandinavískrar tónlistar en valið einkenndist þó mest af leti/metnaðarleysi, eins og fólk velji einfaldlega fyrsta nafnið sem það þekkir. Og, eins og rakið hefur verið er það ekki tilgangur verðlaunanna.
En allt um það. Norrænt hlaðborð af hugarfóði, gerið þið svo vel. Tveir fulltrúar frá Íslandi prýddu sjálfa tónlistarhátíðina (en áttu að sjálfsögðu að vera fleiri) og barði ég Kæluna miklu og Árstíðir augum. Sú fyrrnefnda rokkaði staðinn Blå með yndislegu gotapoppi sínu á meðan Árstíðir seiddu fólk til sín í Vulkan Arena.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Glasgow Grænland Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival One Direction post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Svartþungarokk Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- January 2025
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012