Plötudómar: Sigrún, Bára Gísladóttir og Kristín Lárusdóttir
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 1. apríl, 2017
Máttugt meyjarskrúð
Þrjár plötur frá því í fyrra vöktu sérstaka athygli greinarhöfundar fyrir tilraunamennsku og forvitnilegan hljóðheim en að þeim stóðu Sigrún, Bára Gísladóttir og Kristín Lárusdóttir.
Það var vinna mín við Kraumsverðlaunin sem færði mér þessar þrjár plötur en sá sjóður styrkir einkum grasrótartónlist og þá sköpun sem er utan alfaraleiðar ef svo mætti segja. Ungviðinu er sérstaklega sinnt af sjóðnum en ekki er það algilt eins og sjá má í þessari greinargerð. Einhverra hluta vegna voru þær plötur sem voru hvað rammastar í tilraunastarfsseminni á síðasta ári allar eftir konur og vegna þessa – og nú geri ég mér mikla grein fyrir áhrifum feðraveldisins á mig – setti maður þær í samhengi í hausnum. Hefði ég sérstaklega tekið út þrjá karla á síðasta ári sem voru allir fyrir einhverja hluta sakir í tilraunatónlist? Líkast til ekki, a.m.k. eru minni líkur á því. Mun þessi hugsunarháttur minn breytast? Vonandi, í fyllingu tímans.
Þrátt fyrir þessa sjálfsgagnrýni og meðvitund mína um hugsanlegar fáránlegar forsendur þessara greinaskrifa ætla ég samt að setja niður penna um þessa þrjá listamenn því að skrif eiga þeir svo sannarlega skilið. Plata Kristínar Þóru Haraldsdóttur, Solo Acoustic, Vol. 14, á líka heima hér þemalega séð en um hana hef ég þegar ritað.
Byrjum á Sigrúnu, sem gaf út tvær stuttskífur í fyrra, Hringsjá og Tog. Sigrún Jónsdóttir kom fyrst fyrir augu mín og eyru sem einn meðlima Wonderbrass, kvenblásturssveitin sem fylgdi Björk í tónleikaferðalag árið 2007. Sigrún lék þá á básúnu og í kjölfarið lék hún t.d. með Sigur Rós og Florence and the Machine. Þessi reynsla ýtti undir þörf fyrir að skapa upp á eigin spýtur, hún skrifaði verk í LHÍ sem flutt var við útskrift hennar og í framhaldinu ákvað hún að leggja í útgáfu. Tónlist Sigrúnar er skemmtilega óhlutbundin, á fyrri plötunni vissi maður vart hvað var handan við hornið í hverri og einni lagasmíð, stíllinn þægilega frjáls og óheftur. Á Tog er eins og aðeins meiri bygging fái að vera og glefsur úr list Bjarkar skjóta upp kolli.
Kristín Lárusdóttir er sellóleikari, kennari, kvæða- og raftónlistarmaður og á síðasta ári kom önnur sólóplata hennar, Himinglæva, út. Um er að ræða sjálfstætt framhald plötunnar Hefring en Hefring og Himinglæva eru dætur sjávargyðjunnar Ránar og jötunsins og sjávarkóngsins Ægis. Líkt og á plötu Sigrúnar er ekkert gefið og Kristín blandar glæsilega saman rímnahefð, nútímatónlist og raftónlist. Flæðið er melankólískt og það er dumbungur yfir en um leið reisn og fegurð. Það er sterkur skandinavískur blær yfir allri framvindu og já, í raun réttu er um heillandi verk að ræða. Kristín vélar sjálf um flestallt hérna og siglir hnarreist um ókunn mið – án þess að blikna.
Bára Gísladóttir, kontrabassaleikari, á nú að baki tvær plötur, Different Rooftops (2015) og B R I M S L Ó Ð. Bára er búsett í Kaupmannahöfn og er æði virk sem hljóðfæraleikari og tónskáld og verk hennar hafa verið flutt af hljómsveitum víðs vegar um Norðurlöndin á hinum og þessum hátíðum. Hún rekur og eigin sveit, Náttey, og hefur leikið með Elju, Skark, Orphic Oxtra og S.L.Á.T.U.R. félagsskapnum íslenska. Plötur Báru eru jaðarbundnastar af þeim plötum sem ég hef verið að tala um hér og hlustunin er krefjandi, annað verður ekki sagt. B R I M S L Ó Ð hefur með hafið að gera, líkt og plötur Kristínar, og hlutarnir endurspegla mismunandi dýpt þess („Grynni“, „Miðbik“, „Dýpi“). Verkin klórast áfram löturhægt, sveiflast á köflum út í hálfgerða hávaðalist, hljóðfæri renna inn og út úr hljóðrásunum að því er virðist tilviljanakennt. Torrætt ferðalag og tilraunakennt mjög, líkt og reyndar annað sem ég hef verið að reifa hér. Framsækni og frumleiki einkennir öll þessi verk og þau er hægt að nálgast ýmist á Bandcamp, Soundcloud eða Spotify.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eivör Pálsdóttir Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland HAM Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins The Beatles Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
- RPLA on Rýnt í: Kynjahalla í dægurtónlist
Safn
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012