Plötudómur: Asalaus – Asaleysing
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 6. mars, 2021.
Hring eftir hring…
Tónlistarkonan Ása Önnu Ólafsdóttir gaf út plötuna Asaleysing undir listamannsnafninu Asalaus í fyrra. Og ég færi ykkur mikil tíðindi…
Stundum heyrir maður eitthvað í tónlist sem fær mann til að staðnæmast. Ekki endilega út af áhugaverðum hljómagangi, frumleika eða furðulegheitum. Það er erfitt að lýsa þessu, en stundum verður maður einfaldlega var við einhvern kjarna sem er eitthvað svo tandurhreinn og sannur. Þannig leið mér eftir að hafa hlustað á það verk sem hér verður gert að umtalsefni.
Á hverju ári rennir maður hundruðum íslenskra platna af margvíslegum ástæðum, t.d. vegna dómnefndarstarfa. Asaleysing var ein af þeim sem rötuðu inn í slíkt ferli, plata á prufuupptökustigi (demó) og ég pældi þannig séð lítið í fyrst um sinn, enda 398 plötur aðrar sem biðu! En, það var eitthvað þarna sem togaði mig aftur inn. Og strax við aðra hlustun heyrði ég það. Hvað? spyrð þú, kæri lesandi. Ég er ekki alveg viss. Það er bara eitthvert „x“ þarna sem heillar, einhver tónn sem nær mér, einhver afstaða sem skilar öllum lögunum sautján glæsilega að landi.
Téð Ása er einn af meðlimum Ateria sem sigraði í Músíktilraunum 2018. Asaleysing er safn upptaka sem hún gerði sumarið 2020 víðs vegar um Reykjavík og var það verkefni hluti af sumarstarfi Hins Hússins. Pistilritari lagði nokkrar spurningar fyrir tónskáldið sem segir að markmiðið hafi verið að semja tónlist, pæla í umhverfishljóðum, halda tónleika og taka þá upp. „Tónleikar voru að meðaltali einu sinni í viku og mig langaði að vera með eitthvert nýtt efni í hvert skipti. Ég hafði eiginlega enga hugmynd um hvernig tónlist ég ætlaði að gera, enda hef ég aldrei áður unnið við tónlist á þennan hátt (þ.e.a.s. að vera ein að semja tónlist allan daginn, alla daga vikunnar og að vera sjálf eini hljóðfæraleikarinn í boði).“
Ég ætla að gera heiðarlega tilraun til að lýsa tónlistinni. Hún er ósungin (fyrir utan hið mjög svo fallega „Þó ég tárist“) og einkennist öðrum þræði af endurtekningum og naumhyggju. Lögin streyma þannig mikið til fram í lykkjum (e. „loop“) og það myndast mikil stemning í því ati. Framvindan einkennist líka af næmi og stillu, „Hringavitleysa“ ber með sér skældan rafgítarhljóm sem leggst yfir mann eins og nokkurs konar síðpönksópus af „ambient“-toga (Colin Newman, Dome). „Hvimpan“ er einfalt gítarplokk en þó ekki. Það er nefnilega ekkert einfalt við þessa plötu eins og ég hef fjálglega lýst. Ása spilar þá á það sem hendi er næst (orgel, gítarar, rafhljóð) og stundum hjálpa mávarnir við Reykjavíkurtjörn með hljóðmyndina. Segi ekki meir, heyrn er sögu ríkari!
Ása segir að það hafi alltaf staðið til að gefa upptökurnar út, þ.e.a.s. ef þær þyldu slíkt. „Í lok sumars fór ég að skoða upptökurnar og fannst þær bara nokkuð góðar (eða eins og góðar og aðstæður leyfðu) þannig að ég ákvað að skella þessu bara inn sem albúmi inn á helstu streymisveitur.“ Óvænt hljóð, mistök og tilviljanir hafi þá gefið tónlistinni sem slíkri vigt, orðið hluti af verkinu. „Það væri mjög gaman að fara í hljóðver og ég hef alveg verið að pæla í að gera það,“ segir hún að endingu. „Þá er ég mest að spá í að taka upp nokkur lög af Asaleysingu og vinna kannski meira með þau og taka líka upp nýtt efni í bland.“ Plötuna má finna á Bandcamp og Spotify.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Glasgow Grænland Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival One Direction post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Svartþungarokk Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- January 2025
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012