Plötudómur: Bára Gísladóttir og Skúli Sverrisson – Caeli
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 15. maí, 2021.
Engin miskunn
Caeli er nýtt verk, unnið af Báru Gísladóttur og Skúla Sverrissyni. Tveir tímar af yfirgengilega áhrifaríkri tónlist, seiddri fram með kontrabössum og rafhljóðum. Útkoman er ótrúleg.
Það sem gerir tónlist Báru Gísladóttur að því sem hún er – og er ástæðan fyrir því að æ fleiri eru farnir að sperra eyrun – er að hún er afdráttarlaus. Það er farið inn í innsta kjarna og þetta hreina og tæra sem þar einatt lúrir er einfaldlega sótt og því slengt á borð. Bára er greinilega með sterka innri rödd sem hefur vit á því að hvísla til hennar á ögurstundum: „Bára. Taktu allt helvítis draslið og dömpaðu því bara á mannskapinn. Ekki hika! Út með það. Ekki biðjast afsökunar á einu né neinu!“
Útkoman snertir auðvitað við manni, hvernig er annað hægt? Verk Báru hafa heillað undirritaðan um nokkra hríð og plata hennar frá í fyrra, HIBER , er algerlega framúrskarandi. Ég gat ekki ímyndað mér að það væri hægt að toppa það en hér erum við samt bara nokkrum mánuðum síðar.
Caeli er unnin af Báru og Skúla Sverrissyni og þvílíka tveggja turna talið sem það er! Þau hittust í fyrsta sinn í Mengi árið 2015 og hófu óðar að þreifa fyrir sér með samstarf. Snemma árs 2018 prófuðu þau sig svo áfram í hljóðveri og var það „ein mesta töfrastund sem ég hef átt í tónlist“ samkvæmt fésbókarpósti Báru frá 19. mars, daginn sem platan kom út. Það var Albert Finnbogason sem hljóðritaði og -blandaði plötuna og Sarah Register hljómjafnaði. Bára sjálf sá um listræna hlið umslagsins (nýtti þar myndverk eftir Adrien Converse) en Klara Arnalds hannaði umslagið. Sono Luminus gefur út.
Grjóthörð, miskunnarlaus, reynt á þolmörkin, erfitt, torrætt, óþægilegt. Allt eru þetta lýsingar sem ég hef notað í skrifum mínum um magnað tónmál Báru. Já, tónlistin er á köflum hávær og stríð og hún hristir þig og skekur. En um leið er leitað að stillunni inn á milli. Ég sagði um lokalag HIBER: „Mikil orka og brjálæði en óskiljanleg værð engu að síður,“ og þau Bára og Skúli fara inn í svipaðan samslátt á Caeli . Kannski eru það áhrifin frá Skúla að þessi plata er þó straumlínulagaðri, höggin óvægnari og ljúflegheitin ljúfari. Þannig séð!
Caeli er tveggja tíma ferðalag en augun eru á stilkum allan tímann (eða kannski frekar eyrun?). Það er ekkert annað hægt. Ég vil helst líkja þessu verki við meistaraverk Ingmars Bergmans „Viskningar och rop“ („Cries and Whispers“). Þar er áhorfið (hér hlustunin) meira og minna líkamlegt. Manni líður hálfóþægilega einhvern veginn en maður veit samt upp á hár að maður er að fylgjast með stórkostlegu listaverki opinberast fyrir framan sig. Bassarnir sarga, kráka og ýlfra; þeir druna og buna en undir er sveimkennd og draumofin motta sem ber þá áfram. Þetta er líkt og að synda um í kolniðamyrkum Atlantsál. Með fiðrildi í maganum.
Afdráttarleysið sem ég nefni hér í upphafi er nefnilega algert. Það eru ekki bara tónarnir og hljóðið heldur afstaðan, sýnin. „Algjör list“ sem snertir mann óhjákvæmilega og það þarf engar árans prófgráður til að fatta og njóta. Þú þarft bara eyru.
Plata ársins gerið svo vel, ekki ein einasta spurning. Ég get ekki ímyndað mér að betur verði gert á næstu mánuðum. Tja, nema Bára sjálf hlaði í annað verk.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bryan Ferry Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland Gyða Valtýsdóttir Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival One Direction post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012