Plötudómur: Dr. Gunni – Er ekki bara búið að vera gaman?
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 26. október.
Hressandi hráslagi
Er ekki bara búið að vera gaman? er ný plata hljómsveitarinnar Dr. Gunni. Sem fyrr er kenjum hversdagsins fundinn staður í grípandi pönkrokki, hvar Dr. Gunni, Gunnar Lárus Hjálmarsson, er hreinasti völundur.
Síðasta plata hljómsveitarinnar Dr. Gunna, Nei, ókei, var sprúðlandi hress. Flestallt sem doktorinn hefur komið að í gegnum tíðina er snilld en það var samt eins og það væri einhver aukainngjöf á plötunni. Endurræsing. Og þessu góða flugi er fram haldið hér. Þeir Guðmundur Birgir Halldórsson (gítar), Grímur Atlason (bassi) og Kristján Freyr Halldórsson (trommur) skipa hljómsveitina eins og áður, ásamt Gunna (gítar, rödd). Upptaka og hljóðblöndun var í höndum Árna Hjörvars Árnasonar.
Gunnar hefur lagasmíðalega náðargáfu, er í lófa lagið að hrista fram einstaklega melódísk lög sem hann setur svo ýmist í hávaðabundinn neðanjarðarrokksbúning, nýbylgjulegan poppgír eða barnaplötuform. En öll eru lögin úr sama ranni. Textar hans „einkennast af snilldarlegum hendingum, kímnigáfu og beinskeyttum skotum á ýmislegt sem aflaga fer í samfélaginu“, svo ég lyfti lýsingu úr dómi mínum um Nei, ókei og líkt er um þetta verk.
„Alltaf á leiðinni“ opnar plötuna með miklum gítarhávaða en hafnar svo í ljúfu melódíufari. Hér er vísað í eitt frægasta lag íslenskrar dægurtónlistarsögu, „Ég er á leiðinni“ með Brunaliðinu, lag eftir Magnús Eiríksson sem Pálmi Gunnarsson syngur. Setningin góða er sungin með öðru sniði en upprunalagið og þessi geggjaða lína kemur: „Ég er á leiðinni / Alltaf á leiðinni / Til að drepa þig.“ Og svo er bætt við „að minnsta kosti að meiða þig og skemma allt sem þú átt“. Hér er lagt út af Úkraínustríði giska ég á og/eða styrjöldum almennt og aftur er vísað í Magga Eiríks með þessu: „Skriðdrekinn skríður frá skurði / Með skellum við skundum á braut.“ Stórsnilld!
„Bónóbó“ er frábærlega grípandi lag, ofurgrip að hætti doktorsins, og grall liggur þétt yfir, í almennri framfærslu sem söng. „Öll slökkvitækin“ er í nettum síðpönks-reggíham og næstu tvö lög eru skrifuð á aðra hljómsveitarmeðlimi, Grímur bassaleikari á „Faðir Abraham“ og Guðmundur gítarleikari „Yatsý“. Hljómsveitin er þó líka skrifuð fyrir lögunum og Gunni á textana. Hið fyrra er einkar áhlýðilegt, límist við heilann á meðan hið síðara er stuðflipp að hætti hússins. „Gúmmílak“ er ævintýralegt, endar með jaðarrokkslegri hávaðaorgíu og það voru ekki ósvipaðar áherslur á síðustu plötu en fjölskrúðugur lagasarpur einkennir bæði þessi verk þar sem fara straumlínulagaðir slagarar í bland við tilraunakenndari spretti.
„Ástandið“ hefst með Stranglers-bassa, víruð og hamslaus smíð hvar höfundur tryllist undir rest. Hann keypti AAA-batterí í stað AA-battería. Hver hefur ekki lent í því? Litlu hlutirnir í lífinu og mjög svo Gunnalegur óður. „Í bríaríi“ er sungið af Gunna og Salóme Katrínu, einföld stuðstemma þess til að gera og í „Aðalfundur húsfélagsins“ er fólk varað við því að óheimilt sé að skera lík í þvottahúsinu (!). „Æskudjús“ er bæði Bless- og Black Francis-legt og „Andvaka“ er í senn fallegt og melankólískt, eitthvert angur liggur í laginu sem tosar í hjartastrengi: „Augun þung sem blý / Í heilanum grá ský“. Plötu er lokað með „Síðasti dagur í heiminum“, nema hvað, gotaskotin myrkraballaða þar sem Ágústa Björnsdóttir leggur og til rödd. „Húsin hrunin á Selfossi / Bílar brenna á Hvolsvelli / svarthol étur Akureyri.“
Skáldgáfa Dr. Gunna er við hestaheilsu eins og sjá má og heyra. Frámunalega gott eiginlega og jú, það er bara búið að vera gaman. Útgáfutónleikar vegna plötunnar verða svo í Iðnó 31. október.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Glasgow Grænland Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival One Direction post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Svartþungarokk Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- January 2025
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012