Plötudómur: Egill Ólafsson og íslensk-finnska vetrarbandalagið – Á tónleikum í Fríkirkjunni í Reykjavík 9. febrúar 2013

Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 8. mars.
„Ég sé svo vel í gegn …“
Út er komin tvöföld hljómleikaplata hvar heyra má Egil Ólafsson og íslensk-finnska vetrarbandalagið flytja tónlist Egils í Fríkirkjunni. Tilefni tónleikanna árið 2013 var sextugsafmæli höfundarins.
Við Vatnsberar erum bæði næmir og listfengir. Já, við sjáum vel í gegn. Eins og segir í laginu, hinu stórkostlega „Gegnum holt og hæðir“ sem prýðir þessa veglegu útgáfu ásamt fimmtán öðrum úr smiðju Egils (sautjánda laginu, „Söngur Gullauga“, er skeytt við „Gegnum holt og hæðir“).
Tilurð útgáfunnar liggur í því að Matti Kallio samverkamaður Egils var að grúska í tölvunni sinni vorið 2023 og fann þessa tónleika þar. Matti nam þegar galdur kvöldstundarinnar og eftir að hafa ráðfært sig við Egil var ákveðið að leggja í útgáfu. Á þessum afmælistónleikum komu fram, ásamt Matta og Agli, þau Matti Laitinen, Lassi Logrén, Jónas Þórir, Tómas heitinn Magnús Tómasson, Diddú og Ragga Gísla.
Mér er bæði ljúft og skylt að staðfesta að galdurinn náðist „inn á band“. Hljómur er ríkur, góður og nálægt manni og Egill lýsir þessu vel á fjasbókarreikningi sínum: „Er ákaflega stoltur af þessari tónleikaplötu … þar sem ég var umvafinn snillingum og með mitt besta fólk á bekkjunum – enda var ég í banastuði eins og ég held að skíni vel í gegn.“ Þetta er aukinheldur ástríðufullt tiltæki, eitthvað sem verið er að gera til heiðurs tónlistinni jú og manninum sem á hana. Matti fer upp að tárahvörmum vorum með einkar innilegum skrifum sem fylgja plötunni. Svona lýkur þeim: „Ég er þakklátur fyrir öll gefandi og gullnu augnablikin í samstarfi okkar Egils í gegnum tíðina. Hann er vinur, magnaður persónuleiki og mikill áhrifavaldur í mínu lífi.“
Platan streymir nú um veiturnar eins og sagt er en hún var auk þess gefin út á forláta vínil þar sem vandað er til verka í hvívetna. Upplagsfjöldi er 250 stykki og hver og ein plata númeruð sérstaklega. Plöturnar eru tvær, appelsínugul og svört, og hafa þær fengið að rúlla hér í stofunni í Stangarholti undanfarna daga. Lagaval er athyglisvert, sneitt er hjá augljósum slögurum og oft og iðulega eru „djúpt skorin“ lög dregin fram (e. „deep cuts“). „Af lífi“ opnar verkið, lag af Vetri (2012) þar sem finnsku hljóðfæraleikararnir lögðu gjörva hönd á plóg og gott betur. Tæpar átta mínútur og undirstrikar stemninguna dálítið. Flutningur allur er lágstemmdur og útsetningar glúrnar, þar sem snúið er skemmtilega upp á slagara eins og „Ofboðslega frægur“ og áðurnefnt „Gegnum holt og hæðir“. Alls eru fjögur lög af Vetri, enda nýkomin út þannig lagað, en við fáum líka að heyra „Svefnvana mæður“ af Miskunn dalfiska (2006). Þessar plötur fóru tiltölulega lágt þegar þær komu út á sínum tíma og því vel þegið að fá þessi lög í lifandi flutningi. Leikhústónskáldið fær vængi, lög eins og „Hert’ upp hugann“ og „Brattabrekka“ eru með þeim brag en svo eru einnig lög úr Gretti og Vanja frænda.
Egill er í stuði eins og áður segir. Söngurinn er sterkur, blíður, fallegur, kerskinn og allt þar á milli. Hopp og hí í bland við djúpstreymandi ballöður. Stór lög eins og „Það brennur“ og „Sigling“ lifna glæsilega við, Diddú frábær í því fyrrnefnda og útsetning stofuleg (kirkjuleg?) í því síðarnefnda þar sem fiðla og flauta bera það. Ragga sömuleiðis dásamleg í Stuðmannalaginu „Eitt orð“.
Takk fyrir tónlistina Egill minn. Ætíð og ævinlega. „Hvenær opnuðust dyr, þeim sem á hjarta er slær og finnur til.“
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið Myrkfælni múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins The Beatles Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist Valgeir Sigurðsson íslenskur plötudómurFærslur
Umræðan
- kistianto Abdullah on Plötudómur: Nýdönsk – Í raunheimum
- kistianto Abdullah on Plötudómur: Björg Brjánsdóttir & Bára Gísladóttir – GROWL POWER
- kistianto Abdullah on Plötudómur: Davíðsson – Lifelines
- kistianto Abdullah on Fréttaskýring: Staða tónleikahalds í Reykjavík
- kistianto Abdullah on Plötudómur: Magnús Jóhann / Óskar Guðjónsson – Fermented Friendship
- antok on Fréttaskýring: Kendrick, Trump, Ofurskálin o.fl.
- antok on Fréttaskýring: Liam Payne og fallvaltleikinn
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
Safn
- March 2025
- February 2025
- January 2025
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012