Plötudómur: Emma – Palindrome

Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 4. október.
Á helgum stað
Halidome heitir fyrsta plata ungsveitarinnar Emmu en verkið leit dagsins ljós á miðju sumri. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan ég barði sveitina fyrst augum á Músíktilraunum árið 2023, en þá varð ég ansi uppnuminn verður að viðurkennast. Þetta var öðruvísi, spennandi. En margt óunnið enn, eitt laganna fékk mig til að lyftast upp úr sætinu, svo flott og stingandi sem það var. Minnti mig á ameríska nýbylgju um og eftir miðjan 10. áratuginn, Elephant 6-hópurinn og þessi þjóðlagakennda framúrstefnusýra öll. En svo var þarna óklárað lag líka, eins og önnur sveit og sýnu lakari væri mætt. Mér fannst þetta skrítið en forvitnin lifði áfram. Og blessunarlega hélt sveitin áfram, hefur verið iðin við tónleikakolann, starfsemi sem hefur m.a. skilað sér í þessu verki hér. Meðlimir Emmu eru annars þau Sindri Snær Ómarsson, Breki Hrafn Halldóru Ómars, Óðal Hjarn Grétu og Ásgeir Kjartansson.
Gamaldags kommúnublær
Það var Ægir Sindri Bjarnason sem hélt utan um sjálfa plötugerðina, með upptökum, hljóðvinnu og öðru slíku. Sigríður Rakel Gunnarsdóttir Langdal kom einnig að sköpunarferlinu og syngur inn á nokkur lög. Jón Logi Pálma og Tumi Árnason lögðu einnig gjörva hönd á plóg.
Eins og segir, Emma hefur ekki setið með hendur í skauti og tekið þátt í alls kyns tónleikum og uppákomum, lætt út smáskífum og passað sig á því að vera í sviðsljósi íslenska neðanjarðargeirans. Þessi merkilegi andi sem ég fann á Músíktilraunum á sínum tíma streymir um plötuna. Bræðralagsandi, eðlilega, en líka gamaldags kommúnublær, sá hinn sami og einkenndi sveitir eins og The Incredible String Band og The Band. Meðlimir klæða sig áþekkt, eru áþekkir í útliti og það er gengisára eins og maður sá hjá t.d. Mínus eða Sigur Rós. Tónlistin er að einhverju leyti hippísk, eins og var í blábyrjun hjá Mosfellingunum frægu, og að líkja sveitinni við The Incredible String Band er óvitlaust. Það er þjóðlagakeimur hérna en líka sýra og um leið nútímagjörningar að hætti þeirra samtímabanda sem eru undir áhrifum frá framangreindu. Er að hugsa um nútímaþjóðlagasveitir eins og hina írsku Lankum t.d., jafnvel Richard Dawson.
Einkar lofandi frumburður
Grípum niður í „Be I Always“ til að lýsa þessu nánar. Sex mínútna naumhyggjuópus og platan öll er reyndar löng (níu lög á 60 mínútum). Heyra má í píanói, strengjum og lagið byggist hægt og rólega upp eins og er með mörg laganna hér. Söngurinn er tónandi og hljómrænt séð er stutt í Fleet Foxes. En það er einhver heilagleiki yfir um leið, þetta er nánast kirkjulegt. Tímalaus ára leikur um smíðina, eins og meðlimir séu dansandi saman á akri árið 1476, byggjandi upp töfrum bundna helgiathöfn. Já, þetta hittir mig bara nákvæmlega svona. Lögin eru svona flest, einkar stemningsrík, knúin áfram með áhrifaríkum blæstri, samsöng og öðrum áhrifshljóðum og síðrokks-trans liggur stundum undir framvindunni.
Einkar lofandi frumburður þar sem Emma síðustu tveggja ára er fönguð. Þetta hljómar vel erlendis líka, ég sé bandið alveg fyrir mér á einhverri jaðarþjóðlagahátíð í Brighton t.d. Og þetta er allt saman hreint, það er kannski það allra mikilvægasta. Hrein sköpun, ástríða og einlægni, þrjú orð sem skila fólki jafnan langt.
Stikkorðaský
ATP Berlín Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar GDRN Grænland HAM Harpa Hekla Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Neil Young Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Alfun adam on Skýrzla: Íslensk óhljóðalist anno 2025
- kistianto Abdullah on Plötudómur: Nýdönsk – Í raunheimum
- kistianto Abdullah on Plötudómur: Björg Brjánsdóttir & Bára Gísladóttir – GROWL POWER
- kistianto Abdullah on Plötudómur: Davíðsson – Lifelines
- kistianto Abdullah on Fréttaskýring: Staða tónleikahalds í Reykjavík
- kistianto Abdullah on Plötudómur: Magnús Jóhann / Óskar Guðjónsson – Fermented Friendship
- antok on Fréttaskýring: Kendrick, Trump, Ofurskálin o.fl.
- antok on Fréttaskýring: Liam Payne og fallvaltleikinn
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
Safn
- October 2025
- September 2025
- August 2025
- July 2025
- June 2025
- May 2025
- April 2025
- March 2025
- February 2025
- January 2025
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012