Plötudómur: Kjartan Sveinsson – Der Klang der Offenbarung des Göttlichen
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 12. nóvember, 2016
Himneskar opinberanir
Kjartan Sveinsson gefur út fyrsta sólóverkefni sitt í hljómplötuformi, óperuna Der Klang der Offenbarung des Göttlichen, en verkið er sprottið upp úr samstarfi hans og Ragnars Kjartanssonar.
Útskýringa eður inngangs er þörf áður en ég legg í að rýna í þá tónlist sem hér er á boðstólum. Hún á sér nefnilega nokkra forsögu en hún var upprunalega samin sem hluti af samnefndu verki Kjartans og Ragnars Kjartanssonar sem var sett upp í Berlín fyrir tveimur og hálfu ári eða svo. Vettvangurinn var hið fornfræga Volksbühne og þá var um margháttað verk að ræða; engir leikarar tróðu upp á sviðinu og var leikmynd, ljós og svo tónlistin látin bera það uppi. Tónlistin spilaði þar mikla og dramatíska rullu í allri framvindu, 40 manna hljómsveit og sextán manna kór sá um flutninginn og Davíð Þór Jónsson fór hamförum sem stjórnandi.
Titill verksins vísar í Heimsljós Halldórs Laxness, nánar tiltekið upphafshluta þess verks. Kjartan hafði og samið tónlist fyrir uppfærslu Þjóðleikhússins á því verki árið 2011 og Ragnar og Kjartan tóku með sér hugmyndir um fegurðina, hana sem slíka, inn í Der Klang der Offenbarung des Göttlichen. Að mati Ragnars er Laxness bæði að afbyggja og upphefja fegurðina í Heimsljósi, eins og hann nefndi í stuttu spjalli við Morgunblaðið á sínum tíma, og þá nálgun studdust þeir félagar við í allri úrvinnslu.
Þó að platan, tónlistin, sé kynnt sem fyrsta sólóverk Kjartans er hann auðvitað langt í frá einhver nýgræðingur. Hann var meðlimur í Sigur Rós um fimmtán ára skeið (1997 – 2012) og hefur líka samið kvikmyndatónlist, m.a. við myndir Rúnars Rúnarssonar auk tónlistar við myndir eftir Neil Jordan og Ramin Bahrani. Fleiri og annars konar verkefnum hefur hann auk þess sinnt en óneitanlega er þessi útgáfa sú fyrsta sem hleypt er af stokkum með nokkuð eftirtektarverðum glæsibrag. Tónlistin kemur út í nokkrum formum, eins og venja er, sem streymi og niðurhal, nema hvað, en auk þess sem forláta vínyll, tvöföld tíutomma, hvorki meira né minna. Umslagshönnun er einstaklega snotur og hver kafli verksins fær að njóta sín á sinni hliðinni hver.
En förum (loksins!) inn í sjálfa tónlistina. Henni er skipt upp í fjóra hluta sem bera einfaldlega nöfnin Teil I – IV. Fyrsti hlutinn fer af stað með dramatískum hætti, lágstemmdir en þó knýjandi strengir leiða framvinduna og það er svona „það er eitthvað rosalegt að fara að gerast“ andi hangandi yfir. Þetta stef stigmagnast með afgerandi hætti og höfundar eins og Arvo Pärt og kannski helst Penderecki koma upp í hugann. Naumhyggja og ákveðnir epískir eiginleikar sem nýttir eru til hins ýtrasta. Kórinn kemur inn í öðrum hlutanum, afskaplega „íslenskur“ í þessum eyrum alltént (og á undarlegan hátt því afar róandi. Eitthvað heimilislegt við hann). Þriðji hlutinn er líklega hvað áhrifamestur en þar setur Kjartan sitt fangamark á með afgerandi hætti. Meginmelódían sem er kynnt í upphafi, kvikmyndaleg nokk, er afar hrífandi, melankólísk og hjartatosandi. Kór og hljómsveit koma svo saman í lokahlutanum, framvinda öll hæg, örugg og ákveðin sem fyrr og áhrifin eftir því.
Í eyrum virkar þetta því afskaplega vel og tónlistin stendur keik og klár utan heildarverksins. Einhverjir væru kannski til í að slægjast eftir vísbendingum um bakgrunn Kjartans sem einn af meðlimum Sigur Rósar en þær eru varla þarna, ef þá að neinu marki. Og í raun fer lítt fyrir popparfleifðinni, nema hugsanlega að melódíunæmi Kjartans hafi grætt eitthvað á því.
Það má líka vel taka þessar spurningar lengra og hlusta á tónlistina sem „viljandi ýkta“ enda var það upplegg sýningarinnar sem fæddi tónlistina af sér. Anna Jóa, myndlistarrýnir Morgunblaðsins, sagði á sínum tíma að með Der Klang der Offenbarung des Göttlichen væri verið að „varpa fram ögrandi spurningum en af einlægni, sem þó er krydduð spaugi“, og er það nokkuð nösk lýsing. Sjálfur sagði Kjartan, og ég sé hann svo vel fyrir mér, að tónlistin væri „svona poppmúsík með strengjasveit og kór, og smá glimmeri“. En í hinu stóra samhengi skiptir þetta allt litlu. Tónlistin stendur einfaldlega, hún virkar, ýfir upp gæsahúð og þá er tilganginum, eða a.m.k. vissum tilgangi, náð.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bryan Ferry Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kraftwerk Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skrapt Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
- RPLA on Rýnt í: Kynjahalla í dægurtónlist
Safn
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012