Plötudómur: Korter í flog – Flog í korter
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 19. janúar, 2019
Stundarfjórðungur af stuði
Listasamlagið post-dreifing skýlir alls kyns snilldarböndum af yngra taginu um þessar mundir og Korter í flog er eitt af þeim.
„Þegar engar kanntu reglurnar, þá veistu ekki hvenær og hvort þú ert að brjóta þær.“ Mesta gróskan í íslenskri neðanjarðartónlist á þessari stundu er hjá listasamlaginu post-dreifingu, sem minnir um margt á starfsemi Smekkleysu í upphafi. Virknin er gríðarleg en ólíkt þeim smekklausu eru post-dreifingjar ekki að flagga sínum viðburðum eða útgáfum né heldur að spila með fjölmiðla eða frægt fólk eins og Smekkleysingjar gerðu svo skemmtilega. Meðvituð kaldhæðni og súrrealismi fylgir ekki kynslóðinni nýju, einlægni og ákveðið látleysi fylgir henni fremur. Framkvæmdagleðin hefur hins vegar erfst. Þannig var útgáfa og tónleikastarfsemi post-dreifingar á síðasta ári með mesta móti en þjónaði fyrst og síðast þeim sem samlaginu tengjast, sem stuðningur við sannanlega sköpunarþörf þeirra fylgihnatta sem hverfast um fyrirbærið.
Margt af því sem hefur komið frá post-dreifingu tónlistarlega er með því allra besta sem maður hefur heyrt hérlendis í árafjöld hvað neðanjarðartónlist viðkemur. Það eru beinlínis engar reglur, tónlistin fer bara eitthvað á köflum, eins og heyra má t.d. hjá sideproject, Susan_Creamcheese og Tucker Carlson’s Jonestown Massacre. Ég hvet þig lesandi góður til að athuga þessi mál, en post-dreifing heldur úti bústinni bandcampsíðu. Þar má greina ýmislegt sameiginlegt með listamönnunum, t.a.m. viljandi vonda umslagshönnun, með meðvitaðri kæruleysislegri áru einhvern veginn. Mjög töff. Leturgerðirnar eru oft fáránlegar og umslögin samskeyttar myndir, eins og sex ára barn hafi verið að leika sér í Paint. Korter í flog er ein þessara sveita, og átti hún eina allra bestu plötu síðasta árs – Flog í korter (sem er eins og nafnið gefur til kynna ekki nema fimmtán mínútna löng. Og eitt langt lag). Þannig að er þetta plata? Það sem flækir mál enn frekar er að plata þessi kom bara út á youtube og styðst við ansi sýrða myndbandsskreytingu. Það sem er að breytast í tónlist í dag er einmitt vettvangurinn sem fólk nýtir sér til að koma tónlistinni á framfæri. Plötur eru einhvers staðar alls staðar og hvergi. Eitthvað af lögum með Korteri í flog er á Soundcloud, plata frá 2017, Lög til að slá við, er þá á Bandcamp og einnig Spotify reyndar. Ekki hef ég heyrt af neinum áformum um að Flog í korter verði vistuð neins staðar annars staðar en á youtube.
Upplýsingar eru þá í takt við þetta; sveitin er skipuð fjölda manns, átta samkvæmt fésbókarsíðu, og myndir þar ógreinilegar og alls konar – og allt gengur þetta samt upp. Tónlistin sjálf – ég gleymdi næstum því að tala um hana – er ansi villt. Flog í korter byrjar með brjáluðum hávaða en fer svo í vel rokkaðan súrkálsgír, hvar blástur spilar m.a. lykilhlutverk. Síðustu þrjár mínúturnar eru síðan hreint óhljóðalistaverk, sem brestur skyndilega á með. Tónninn er orðinn sýrðari og sérstæðari og framför má greina frá Lögum til að slá við, þar sem ungæðislegir sprettir voru oft í forgrunni, eðlilega.
Eins og segir: síðasta ár var með eindæmum gjöfult hjá post-dreifingu og öllum þeim listamönnum sem því tilheyra. Það verður spennandi að fylgjast með þróun mála í ár en í raun erfitt og illómögulegt að giska eitthvað. Landar Skoffín samningi í Bandaríkjunum? Verða Bagdad Brothers frægir í Þýskalandi? Fáum við eitthvert helbert meistarastykki frá Tucker Carlson’s Jonestown Massacre sem nær að skáka Freak Out! Frank Zappa? Nei ég segi svona. En samt…
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bryan Ferry Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kraftwerk Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skrapt Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
- RPLA on Rýnt í: Kynjahalla í dægurtónlist
Safn
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012