Plötudómur: Magnús Jóhann – Without Listening
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 30. janúar, 2021.
Ekkert baktjaldamakk
Plata Magnúsar Jóhanns, Without Listening, vakti nokkra athygli á síðasta ári. Téður Magnús er með mikilvirkustu tónlistarmönnum landsins í dag en stígur núna ákveðið fram sem sólólistamaður.
Maður tekur nett andköf þegar maður rennir yfir opinbera heimasíðu Magnúsar. Þar listar hann hin ýmsu störf sem hann hefur sinnt á íslenskum tónlistarvettvangi og af nógu – og ólíku – er að taka. Það tæki líkast til styttri tíma að telja upp það sem hann hefur ekki gert. Hann hefur t.a.m. verið áberandi sem upptökustjóri, lagahöfundur og útsetjari hjá listamönnum eins og Auði, GDRN, Flóna, JóaPé og Króla og Aroni Can. Hipphoppið og r og b-ið dálítið í hans umsjá og gjörvileiki hans rennur um heilnæman slatta af íslensku nútímapoppi. Og víðar. Ingibjörg Turchi, Logi Pedro, Emmsjé Gauti, Kristófer Rodriques, Hipsumhaps, Berndsen, Vintage Caravan, Birnir, með öllu þessu fólki hefur hann unnið að smáu sem stóru. Einnig hefur hann verið afar virkur í hljómleikahaldi undanfarin fimm ár og spilað með öllum og ömmu þeirra að því er virðist.
Magnús hafnaði í þriðja sæti á Músíktilraunum árið 2016 og gaf út plötuna Pronto í kjölfarið sem ber þess vissulega merki að vera afurð nítján ára pilts. Spuninn og „ambient“-tónlistin þar undirstingur það samt að hér fer framtíðarmaður. Without Listening er hins vegar, eðlilega, þroskaðra verk. Plötuna vann hann náið með Magnúsi Trygvasyni Elíassen og Tuma Árnasyni en þeir félagar hafa verið einkar áberandi í jaðardjasssenu landsins að undanförnu. Þar tappar hann í þær rætur sem hann hefur en í námi sinnti hann djassinum af elju. Upptökumaður plötunnar er svo Bergur Þórisson. Í viðtali í Fréttablaðinu kemur fram að tónlistin hafi verið að raðast saman á u.þ.b. þremur árum og þeir Magnús og Tumi urðu snemma ríkur hluti af sköpunarferlinu. Tónlistin stendur þá á mörkum hins vélræna og lífræna, á mörkum hins spunna og hins samda.
Platan liggur líka á mörkum hins aðgengilega og hins erfiða sem er ástæðan fyrir því að maður sperrti eyrun á síðasta ári. Upphafsstemman, „Sakna“, er djúp-„ambient“, líkt og það hefði verið gefið út af Warp-merkinu um miðjan tíunda áratuginn. Það er eins og maður sé kominn niður á hafsbotn, svo umlykjandi er þessi tónsmíð. „Bróðir“ siglir áfram á svipaðan hátt en hér má heyra trommuslátt Magnúsar innan um rafhljóð og drunur. Dálítið kvikmyndalegt eiginlega (og í þann geira hefur Magnús Jóhann dýft tám). „Waiting“ opnar með píanói. Við erum komin úr sjónum og inn í stofu. Naumhyggjulegt, „Satie“-legt jafnvel og um miðbikið kemur blástur frá Tuma. Hér erum við á nútímadjassslóðum. „Viðgerð“ er hins vegar stutt stef og meira í átt að nútímatónlist („modern composition“). Restin af plötunni sveiflast nokkurn veginn á milli þessara þátta. Stundum fara píanó, saxófónn og trommur á hlemmiskeiði, stundum er dregið úr og lög fljóta áfram í höfugu – nánast tímalausu – flæði. Heildarsvipur plötunnar er afar sterkur. Upptaka til fyrirmyndar og það er merkilegt að þrátt fyrir að þetta sé „ópoppað“ verk heyrir maður samt vel hvaðan Magnús kemur og hvar hann hefur verið að starfa. Það þarf að vinna fyrir hlustuninni en það er létt verk ef þið skiljið hvert ég er að fara. Ekki amalegur árangur það, að geta hent í eitt svona stykki samfara endalausum liðstyrk út um hvippinn og hvappinn. Magnús er duglegur, svo ég noti gott og gilt íslenskt orð!
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Glasgow Grænland Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival One Direction post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Svartþungarokk Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- January 2025
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012