Plötudómur: Michael Dean Odin Pollock & Siggi Sig. – Sirius

Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 24. janúar.
Flottheit úr flauelskjallaranum
Í dag finnst mér það huggulegt, já þægilegt, þegar mér berst tónlist með gamla laginu. Mike Pollock, Michael Dean Odin Pollock, og Siggi Sig., Sigurður Sigurðsson, hafa verið að búa til tónlist saman í fjölda ára og sumt af því hefur ratað á plötur, alls sjö talsins reyndar. Nýjasta útspil þeirra, Sirius, kom út síðasta sumar og í ágúst barst mér símtal sem ég missti af (var í sundi). Þar var á ferðinni sjálfur Mike Pollock, fyrrverandi gítarleikari Utangarðsmanna og seinna í Bodies, Frökkum og Das Kapital svona meðal annars. Goðsögn í raun réttri og ég viðurkenni að ég var upp með mér og það þrátt fyrir að vera þegar málkunnugur Mike. Hann var óðamála er ég hringdi til baka („þú veist hvernig ég er Arnar, það er allt eða ekkert!“ sagði hann og hló sínum einkennandi hrossahlátri) og vildi ólmur koma á mig diski. Rennerí þessa tiltekna dags gerði svo að verkum að við náðum ekki að hittast en disknum var lætt inn um lúguna hjá mér síðar sama dag.
Heimabruggsstíll
Gamli hátturinn hélt því allan daginn, fyrst símtal, ekki tölvupóstur eða „Messenger“ og svo geisladiskur, ekki Spotify-hlekkur. Heimabruggsstíllinn er alger þegar að plötunni kemur, brenndur diskur (eða svona hálfbrenndur) í grannvöxnu hulstri og glæsimynd af þeim félögum, hvar þeir brosa innilega mjög, prýðir umslagið. Sirius var tekin upp af Sigga í Studio Sogaver og leika þeir félagar á öll hljóðfæri utan að Rubin, sonur Mike, á eitt gítarsóló og Jens Hansson þeytir saxófóninn í einu lagi. Þeir Mike og Siggi hafa nú starfað saman í fimmtán ár, ferli Mike er lýst að ofan en Siggi starfaði með sveitum eins og Kentár, Tregasveitinni og Blúsbandi Bjögga Gísla.
Drjúpandi keyrsla
Ég ákvað að skrifa um plötuna í miðju fyrsta lagi. „Sage“ er eftir Mike og það er heillandi hráleiki í því. Söngrödd hans er næsta einstök, pönkuð, en smíðin kallaði fram hljómsveitina The Jacobites, sem Nikki nokkur Sudden rak ásamt Dave Kusworth. Tékkið endilega á því bandi. Það er síðpönksrót í laginu sem náði mér á núll einni, dökkvuð ræsisrómantík sem fer beint í hjartað.
Næsta lag, eftir Sigga, er hefðbundnara. Og þó. „Trouble“ tikkar áfram í einföldum blúsrokktakti en samt læðast austurlensk áhrif inn, meðvituð eða kannski ómeðvituð vísun í Sirius. Síðan er trukkað í gegnum lag Leiber og Stoller, „Drip Drop“, áður en næsta lagi Mike er svipt upp. Neðanjarðarblærinn á plötunni er að mestu frá honum kominn, lög hans búa yfir þekkilegu skringi og sjarma.
Mike á það þó til að sigla um eðlilegri mið, eins og á „Sacred“. Ljúf eyðimerkurballaða, minnir smá á Green on Red eða Giant Sand (nei, Pollock sleppur ekki við jaðarinn eftir allt saman, þó hann reyni að vera eðlilegur!)
Styrkjandi hispursleysi
„Tecumseh Valley“ er Townes Van Zandt-ábreiða, fallega flutt af Sigga. Á síðustu þremur lögunum er nokkurs konar djamm og þar rís titillagið hæst, trans-bundin stemma. Platan í heild rennur vel og örugglega og það er auðheyranlegt að vinátta þeirra er djúp bæði og gefandi. Það er styrkjandi hispursleysi á sporbaug um Sirius og er það vel.
Stikkorðaský
Abba ATP Benni Hemm Hemm Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar GDRN Grænland HAM Harpa Hekla Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Universitas Islam Sultan Agung on Plötudómur: Ambátt – Flugufen
- Universitas Islam Sultan Agung on Tónleikadómur: HAM!!!
- Universitas Islam Sultan Agung on Rýnt í: JFDR anno 2020
- Universitas Islam Sultan Agung on Rýnt í: Norræna þungarokkssýningu í Berlín
- Universitas Islam Sultan Agung on Rýnt í: Íslensk kvikmyndatónskáld
- Universitas Islam Sultan Agung on Steve Mason: Fyrirbærið frá Fife
- Universitas Islam Sultan Agung on Fréttaskýring: Brian Wilson 1942 – 2025
- Universitas Islam Sultan Agung on Iceland Airwaves 2022: Back on the Horse!
- ANNISA on Plötudómur: ROHT – Iðnsamfélagið og framtíð þess
- annisa l.a on Söngvakeppnin 2023: Fyrri undanúrslit
Safn
- January 2026
- December 2025
- November 2025
- October 2025
- September 2025
- August 2025
- July 2025
- June 2025
- May 2025
- April 2025
- March 2025
- February 2025
- January 2025
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012

Follow


